Fréttir

KA fer á Skagann í dag í Lengjubikarnum

KA sækir úrvalsdeildarlið Skagamanna heim í Lengjubikarnum í dag og hefst leikurinn kl. 14. Þetta er þriðji leikur KA í keppninni, í fyrsta leiknum tapaði liðið 2-3 fyrir Stjörnunni en hafði 2-0 sigur á ÍR í síðasta leik.

Lára Einarsdóttir valin í U-17 landsliðið gegn Dönum

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 kvennalandsliðsins, hefur valið Láru Einarsdóttur úr KA í landsliðshópinn sem mætir Dönum í tveimur vináttulandsleikjum í Egilshöll í Reyjavík dagana 18. og 20. mars nk.

KA/Þór með útileik gegn Stjörnunni á laugardaginn

KA/Þór heldur í Garðabæinn og leikur gegn Stjörnunni í Mýrinni á laugardaginn kl. 15:00. Þetta er leikur sem þarf að vinnast ef liðið ætlar sér í úrslitakeppnina í vor.  Liðin mættust á Akureyri fyrir áramót og þá vann Stjarnan með tveggja marka mun. Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að koma og standa með stelpunum.

Leikir: M.fl karla, 4.fl kk og 4.fl kv

Nóg er um að vera þessa helgina hjá Knattspyrnufólki KA og öðrum KA mönnum. Í kvöld kl 19.00 hefst Herrakvöld á hótel KEA. Í dag hefst Greifamótið í 4.fl karla í boganum og 4.fl kvenna leggur af stað til Reykjavíkur til að spila nokkra æfingarleiki. Síðan er það M.fl karla sem spila á Akranesi á morgun laugardag

Vantar ekki hágæða WC pappír heim til þín?

Kvennalið KA/Þórs hefur til sölu frábæran WC pappír til styrktar starfseminni. Hægt er að hafa samband við leikmenn meistaraflokks eða stjórnarmenn og nálgast pappírinn. Hver pakkning með 48 gæðarúllum kostar 6.000 kr. Erlingur s:690-1078

Góður árangur á Goðamóti 5.-6.fl kvenna

Síðustu helgi var Goðamót haldið í 5. og 6.fl kvenna. KA sendi til leiks 6 lið eða 3 lið í hvorum flokk og voru þetta allt í allt voru þetta 52 stelpur sem tóku þátt. Á mótinu voru nokkur lið frá Reykjavíkursvæðinu sem og lið hérna í kring.

Akureyri - HK í Íþróttahöllinni í kvöld, fimmtudag

Eftir langa bið eftir heimaleik er hún loksins á enda því að í dag fáum við HK í heimsókn. Þótt ótrúlegt megi virðast þá er þetta einungis annar heimaleikur Akureyrar á þessu ári en andstæðingarnir í síðasta heimaleik voru einmitt líka HK. Eftir sigra í síðustu þrem síðustu leikjum (öllum á útivöllum) er Akureyri komið í 4. sæti N1 deildarinnar, stigi á eftir HK sem er í 3. sætinu. Baráttan um sæti meðal fjögurra efstu liða er gríðarhörð og ekkert má gefa eftir til að halda því. Það má því líta á alla leikina fimm sem eftir eru í deildinni sem hreina úrslitaleiki.

Greifamót KA í 4. flokki kk um næstu helgi - uppfært leikjaplan

Greifamót KA í 4. flokki kk verður haldið í Boganum um næstu helgi. Mótið hefst klukkan 14.30 á föstudag og verður spilað til kl. 22.00. Á laugardaginn verður spilað kl. 08.00-16.40 og á sunnudaginn verður spilað kl. 08-15.10. Í mótinu eru skráð 17 lið til leiks - 7 A-lið og 10 B-lið.

Fyrirlestur um næringu íþróttafólks

Fimleikafélag Akureyrar býður þjálfurum félagisns, iðkendum keppnishópa og foreldrum þeirra upp á fyrirlestur um nauðsynlega næringu íþróttafólks.Fyrirlesturinn verður sunnudaginn 11.

Fríða Rún með fyrirlestur

Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur, verður með fyrirlestur fyrir knattspyrnukrakka í 3. og 4. flokki KA fimmtudaginn 8. mars kl. 15. Foreldrar og þjálfarar eru eindregið hvattir til að mæta á fyrirlesturinn með krökkunum.