29.12.2011
Samherji hf.boðaði til móttöku síðdegis í gær í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á 75 milljónir króna.
29.12.2011
A2, A4, A5 og M2 og M5 hafa fengið breyttan æfingatíma á vorönn ásamt nokkrum breytingum á þjálfurum.Eins hefur I7 fengið breyttana æfingatíma á vorönn ásamt nýjum þjálfara.
29.12.2011
Nú er allt orðið klárt fyrir mótið á morgun. Mótið hefst kl 17.00 stundvíslega og ætlum við okkur að láta þetta
ganga smurt fyrir sig. Við viljum biðja lið að vera klár í leiki strax og þeirra leikur á að hefjast svo við náum að ljúka
þessu á tilsettum tíma.
28.12.2011
Útgerðarfyrirtækið Samherji styrkti í dag íþrótta- og æskulýðsstarf á Akureyri og í Dalvíkurbyggð svo og
nokkur önnur samfélagsverkefni um samtals 75 milljónir króna. Í hópi þeirra fjölmörgu íþróttafélaga sem fengu
úthlutað fjárstyrk frá Samherja er KA. Úthlutun styrkjanna fór fram í veglegu hófi sem Samherji efndi til í KA-heimilinu í dag.
Heiðursgestir við úthlutun styrkjanna voru forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff.
27.12.2011
Nú hefur verið lokað fyrir skráningu á innanhússmótið sem fram fer í KA-heimilinu 30. desember næstkomandi. Alls eru skráð 9
lið til leiks en það er tveimur liðum meira en á sama tíma fyrir 2 árum síðan.
26.12.2011
Í dag urðu fagnaðarfundir í KA heimilinu þegar þar mættu um það bil 25 handboltakappar sem ólust að mestu upp í KA heimilinu fyrir
nokkrum árum. Það var Davíð Már Kristinsson sem hafði veg og vanda að því að smala saman gömlum handboltafélögum úr
árgöngum 1985 til 1991.
Stillt var upp í mót þriggja aldursskiptra liða og leikin þreföld umferð undir styrkri mótsstjórn Jóhannesar Bjarnasonar og Einvarðs
Jóhannssonar sem dæmdu leikina. Þó fengu Andri Snær Stefánsson og Siguróli Magni Sigurðsson einnig að spreyta sig á flautunni.
Það fór svo að lokum að yngsta liðið fór með sigur af hólmi, en mestu skipti að koma saman, hitta félagana og að allir sluppu
ómeiddir frá gleðinni.
23.12.2011
Fimleikar hjá öllum hópum nema laugardagshópum byrja samkvæmt stundaskrá 3.janúar.Laugardagshópar byrja 7.janúar.Fimak.
23.12.2011
Fimleikar hjá öllum hópum nema laugardagshópum byrja samkvæmt stundaskrá 3.janúar.Laugardagshópar byrja 7.janúar.Fimak.
22.12.2011
Við minnum á KA rúmfötin sem eru heldur betur tilvalin í jólapakkann fyrir unga sem aldna KA - menn! Hvað er betra en að sofa umvafin sínu
uppáhalds íþróttafélagi? Rúmfötin (sængur og koddaver) eru hvít að lit og skreytt með KA merkinu. Þau kosta 1.500 kr. og
fást í KA Heimilinu. Hægt er að hafa samband við KA heimilið í síma 462 3482 fyrir frekari upplýsingar. Gefum KA varning í
jólagjöf og styðjum við félagið okkar um leið!
22.12.2011
Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar
þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að
senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar (tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í
verðlaun er nýtt og glæsilegt spil sem nefnist Fótboltaspilið og er kjörið spil fyrir alla fótboltaáhugamenn. En spilið er að
verðmæti 8.000 kr.