16.01.2012
Stjórn FIMAK hefur ráðið Erlu Ormarsdóttur til starfa sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1.mars næstkomandi, og kemur hún til með að sjá um daglegan rekstur þess.
15.01.2012
Grótta lagði KA/Þór með eins marks mun, 26-25, í hörkuleik í KA-heimilinu á laugardaginn í uppgjöri botnliðanna í
N1-deild kvenna í handknattleik. Leikurinn var hnífjafn nánast frá upphafi til enda. Sunna María Einarsdóttir skoraði 26 mark Gróttu rúmri
mínútu fyrir leikslok og það reyndist sigurmark leiksins. Grótta fer með sigrinum uppfyrir KA/Þór og hefur þrjú stig í sjöunda
til áttunda sæti, líkt og FH, en KA/Þór situr á botninum með tvö stig.
15.01.2012
Íslandsmeistarar Þróttar frá Neskaupstað tylltu sér í fjórða sæti í Mikasadeild kvenna í blaki með 3:0 sigri á
KA en liðin mættust á Akureyri á laugardaginn.
Þróttur vann fyrstu hrinu leiksins 25:13. Meiri spenna var í annarri hrinunni en gestirnir höfðu betur 25:17. Þriðja hrina leiksins fór svo 25:12 fyrir
Þrótt og því þrjú stig í höfn hjá Íslandsmeisturunum.
14.01.2012
Á miðvikudaginn var, var Jón Smári Hansson valinn Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar árið 2011.Hann tót við titlinum af systur sinni Heiðu Hansdóttur sem hlaut titilinn fyrir ári síðan.
14.01.2012
KA 1 spilaði annan leik sinn í Hleðslumótinu í fótbolta í Boganum í dag gegn Þór 2. Okkar menn höfðu öruggan
sigur, 5-1. Staðan var 2-1 í hálfleik.
13.01.2012
Í dag var gengið frá samningum við KA-stelpurnar Ágústu Kristinsdóttur og Helenu Jónsdóttur, en báðar eru þær leikmenn
meistaraflokks Þórs/KA.
13.01.2012
Þórir Tryggvason sendi okkur fjölmargar myndir frá afmælishátíð KA sem haldin var sunnudaginn 8. janúar síðastliðinn.
12.01.2012
Á laugardaginn byrjar boltinn aftur að rúlla í N1 deild kvenna. Stelpurnar okkar fá þá lið Gróttu í heimsókn og hefst
leikurinn klukkan 16:00 í KA heimilinu.
Aðgangur er ókeypis og um að gera að fjölmenna og sýna stelpunum stuðning.
11.01.2012
Kjör á fimleikamanni Akureyrar 2011 verður í dag kl.18:00.Við hvetjum alla til að mæta.
10.01.2012
Eftirfarandi pistil flutti Sigfús Karlsson á afmælishátíðinni.
Ágætu KA félagar. Það er orðin ágæt hefð hér í þessu afmælishófi að stikla á stóru í
því sem gerst hefur í félaginu okkar á liðnu ári. Hér kemur því annáll fyrir árið 2011.
Félagsstarfið hefur verið blómlegt á árinu og árangur allra deilda verið viðunandi, hvort sem við mælum árangurinn inni á
íþróttavellinum eða í félags- og uppeldisstarfi. KA hefur verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ undanfarin 5 ár og var sá
gæðastimpill á félaginu endurnýjaður í byrjun árs.