15.12.2011
Landflutningar - Samskip hafa ákveðið að styðja dyggilega við bakið á barna og unglingastarfi hér á Akureyri.Landflutningar - Samskip gefa allt andvirði jólapakkasendinga sinna til og frá Akureyri í sérstakan sjóð sem ÍBA mun úthluta úr eftir viðurkenndu úthlutunarkerfi.
14.12.2011
Jólamót KA í júdó fer fram í júdósalnum sunnudaginn 18. desember kl. 10:00. Keppt er í öllum yngri flokkum. Um er
að ræða innanfélagsmót þar sem að áherslan er lögð á að allir geri eins vel og þeir geta, ef þeir gera það
þá sé tilgangnum náð, sigur og tap er aukaatriði.
Eftir mótið er komið jólafrí og hefjast æfingar aftur 5. janúar 2012.
14.12.2011
Nú liggja fyrir drög að leikjauppröðun í Lengjubikarnum og samkvæmt þeim eru andstæðingar KA fjögur úrvalsdeildarlið og
þrjú fyrstudeildarlið: ÍBV, Stjarnan, ÍA, Keflavík, ÍR, Víkingur R og Tindastóll.
14.12.2011
Nú er komið að jólaæfingunni hjá yngstu iðkendum í handboltanum en hún verður í KA heimilinu laugardaginn 17. desember
klukkan. 9:30-10:30
Æfingin er bæði fyrir stráka og stelpur í 7. - 8. flokki (1.-4. bekkur). Leikir og þrautabraut, gestir með rauðar húfur kíkja
í heimsókn, með góðgæti í poka. Allir iðkendur hvattir til að mæta og taka foreldra og systkini með.
Kveðja
Unglingaráðið
12.12.2011
Kæru félagsmenn.
Nú er komið að hinni árlegu innheimtu félagsgjalda KA. Ég vil þakka ykkur öllum sem styðjið vel við félagið okkar með
greiðslu félagsgjaldanna.
Félagsgjöld eru mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins og eru notuð til uppbyggingar á félaginu og í ýmis verkefni
tengdu því. Það er því okkur mjög mikilvægt að njóta áfram stuðnings frá ykkur.
Í ár verður nýtt fyrirkomulag á innheimtu félagsgjaldanna. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur kemur upphæðin beint inn á
heimabanka viðkomandi sem valkvæð greiðsla. Í sumum heimabönkum þarf að haka sérstaklega við eða smella
á valgreiðslur til að þeir reikningar sjáist.
Enn á ný, takk fyrir stuðninginn, ykkar stuðningur skiptir miklu máli.
Með KA kveðju
Hrefna G. Torfadóttir formaður KA
10.12.2011
KA-menn tóku daginn snemma og óku suður á Akranes þar sem þeir spiluðu æfingaleik við heimamenn kl. 13.00 í dag - og höfðu betur
með tveimur mörkum gegn einu.
09.12.2011
Þá er komið að Hver er maðurinn þessa vikunna og eru reglunar þær sömu og í síðustu viku. Ef þú veist um
hvað mann er talað um að neðan flýttu þér þá að senda póst á hverermadurinn@gmail.com og segðu frá þínu svar
(tek aðeins við svörum á netfangið, ekki á kommentkerfinu) Í verðlaun er veglega gjafakarfa frá Maxi.is
08.12.2011
Þá er komið að síðasta heimaleik Akureyrar á þessu ári og það er enginn smáleikur. Haukar, topplið N1 deildarinnar kemur
í heimsókn og engum blöðum um að fletta að þetta er einn af stórleikjum deildarinnar.
Undanfarin ár hafa leikir Akureyrar og Hauka dregið að sér flesta áhorfendur í deildarkeppninni hér í Íþróttahöllinni og
viðbúið að sama staða verði uppi í kvöld.
07.12.2011
Verð með GK fimleikaboli og aðrar fimleikavörur til sölu í anddyri fimleikahússins
fimmtudaginn 8.desember frá 16-19,
föstudaginn 9.desember frá 16-19,
laugardaginn 10.
07.12.2011
Aðalfundur knattspyrnudeildar KA var haldinn kl. 20.00 í fyrrakvöld (5. desember 2011) í KA-heimilinu og þar voru tveir nýir fulltrúar kjörnir
í stjórn. Úr stjórn gengu Sigurður Skúli Eyjólfsson og Sigurbjörn Sveinsson en í þeirra stað voru kjörnir í
stjórn Eggert H. Sigmundsson og Sævar Helgason.