09.01.2012
Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju, var ræðumaður dagsins á KA-deginum í gær. KA fékk góðfúslegt leyfi
sr. Hildar að birta ávarpið hennar hér.
09.01.2012
Síðastliðinn laugardag - þegar skrifað var undir samning við Jóhann Helgason - var skrifað undir nýjan tveggja ára samstarfssamning
knattspyrnudeildar og Hölds - Bílaleigu Akureyrar.
08.01.2012
KA-daginn í dag sóttu vel á annað hundrað manns og þótti hann takast í alla staði mjög vel. Margir lögðu hönd á
plóg. Formaður KA vill koma á framfæri þakklæti fyrir daginn:
08.01.2012
Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, afhenti Gunnari Jónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra félagsins gjöf á KA-deginum í dag sem
þakklætisvott fyrir hans mikla framlag til félagsins undanfarinn röskan áratug,sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra. Gjöfin var hin
glæsilega bók Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra, Þúsund og ein þjóðleið.
08.01.2012
Á KA-deginum í dag voru afhentir þrír styrkir úr Minningarsjóði Jakobs Jakobssonar.
08.01.2012
Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, fékk mjög fallegan verðlaunagrip, svokallaðan formannabikar, sem fyrrverandi formenn gefa. Einnig
fékk hún farandbikar, sem var í fyrsta skipti afhentur í dag, en hann gefur Arionbanki. Þessi glæsilegi gripur,sem er úr keramiki, verður
á næstu árum afhentur þeim íþróttamönnum sem verða útnefndir íþróttamenn KA.
08.01.2012
Í gær, laugardaginn 7. janúar, var framlengdur samningur knattspyrnudeildar KA við Ingvar Má Gíslason, aðstoðarþjálfara meistaraflokks KA,
og mun hann Gunnlaugi Jónssyni til aðstoðar á undirbúningstímabilinu og næsta sumar, eins og á sl. keppnistímabili.
08.01.2012
Á KA-deginum í dag voru 26 landsliðsmenn KA á árinu 2011 heiðraðir. Eftir því sem næst verður komist hefur félagið aldrei
áður átt fleiri landsliðsmenn á einu ári.
08.01.2012
Helga Hansdóttir, júdókona, var í dag, á 84. ára afmælisdegi KA, útnefnd Íþróttamaður KA 2011. Aðrir í
kjörinu voru Martha Hermannsdóttir, handknattleikskona, Haukur Heiðar Hauksson, knattspyrnumaður og Filip Pawel Szewczyk, blakmaður.
07.01.2012
KA 1 sigraði Magna í dag í fyrsta leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum með þremur mörkum gegn engu. Sigurinn var fyllilega
sanngjarn og hefði getað orðið mun stærri. KA 2 tapaði fyrir Dalvík/Reyni með fimm mörkum gegn engu.