Fréttir

Samið við Kristján Frey og Gunnar Örvar

Í dag voru undirritaðir tveggja ára samningar knatttspyrnudeildar KA við tvo pilta í 2. flokki - Kristján Frey Óðinsson og Gunnar Örvar Stefánsson.

Fyrsti heimaleikur Akureyrar á fimmtudaginn - gegn HK

Þá er Evrópumeistaramótinu lokið og þar með fer N1 deildin á fulla ferð að nýju hér heima. Á fimmtudaginn fer fram heil umferð í deildinni og fyrsti leikurinn er einmitt hér í Íþróttahöllinni þar sem við fáum firnasterkt lið HK í heimsókn. Leikurinn er ákaflega þýðingarmikill fyrir bæði liðin sem eru í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í vor. Baráttan er jöfn þar sem HK og FH eru í 2. – 3. sæti, einu stigi á undan Akureyri og Fram og því augljóst að það verður ekkert gefið eftir í þessum leik.

Toppslagur hjá 3.flokk

Fimmtudaginn 2. feb kl 17:40 hefst baráttan um bæinn í KA-Heimilinu. KA-2 er í hefndarhug gegn taplausum Þórsurum. Búist er við þéttum og skemtilegum leik og því ættu allir að mæta!! 

Úrslitaleikur Hleðslumótsins KA - Þór verður kl. 14.00 nk. sunnudag

Í morgun var tímasetningu á úrslitaleik Hleðslumótsins í fótbolta milli KA1 og Þórs1 breytt í þá veru að hann verður kl. 14.00 nk. sunnudag - 5. febrúar - en ekki klukkan 17.00 eins og til stóð. Látið þetta endilega berast - við hvetjum KA-menn til þess að fjölmenna í Bogann og hvetja strákana til sigurs!

Hvar er KA-kerran?

Síðastliðinn föstudag hvarf KA-kerran (hún er rækilega merkt KA) af planinu norðan við íþróttahúsið. Stundum hafa góðvinir félagsins fengið kerruna lánaða og við viljum trúa því að svo sé einnig nú, en viðkomandi hafi gleymt að biðja um leyfi. Ef svo er biðjum við þann sem tók kerruna að skila henni hið fyrsta.

KA2 tapaði fyrir Völsungi í Hleðslumótinu

KA2 varð að sætta sig við 0-2 tap gegn Völsungi í Hleðslumótinu í Boganum sl. sunnudag. Þar með endaði KA2 í neðsta sæti síns riðils í mótinu og spila við Þór2 um neðstu tvö sætin í mótinu. KA1 spilar hins vegar til úrslita í mótinu við Þór1.

Þrepamót FSÍ, 5. þrep kvk.

Laugardaginn 4.febrúar fer fram þrepamót FSÍ í áhaldafimleikum í 5.þrepi stúlkna.Mótið er haldið í Ásgarði hjá Stjörnunni í Garðabæ.

Þrepamót í áhaldafimleikum 28.-29. Janúar 2012

Helgina 28.-29.janúar fór fram þrepamót í áhaldafimleikum.Kept var í 1.-4.þrepi íslenska fimleikastigans í kvennaflokki og 1.-5.þrepi íslenska fimleikastigans í karlaflokki.

5-3 sigur KA1 á KF í Hleðslumótinu

KA1 sigraði KF með fimm mörkum gegn þremur í miklum baráttuleik í Boganum í gær þar sem dæmdar voru þrjár vítaspyrnur, fjöldi gulra spjalda fór á loft og eitt rautt. Þar með endaði KA1 með fullt hús stiga í riðlinum og spilar til úrslita í Hleðslumótinu gegn annað hvort Þór1 eða Dalvík/Reyni, en þessi lið mætast í dag og dugar Þór1 jafntefli til þess að halda efsta sæti riðilsins og spila úrslitaleikinn gegn KA1.

Frábær árangur júdófólks á Afmælismóti JSÍ.

KA átti 7 keppendur á Afmælismóti JSÍ sem fram fór í dag.  Afmælismótið kemur næst Íslandsmóti að styrkleika.  Óhætt er að segja að keppendur KA hafi staðið sig frábærlega er árangur þeirra var eftirfarandi: