Fréttir

Þrír leikmenn ganga til liðs við KA (staðfest)

Fréttir síðustu vikna af leikmannamálum hingað til hafa verið á þann veginn að leikmenn séu að fara frá félaginu. Nú hinsvegar skiptum við um gír en KA er búið að fá þrjá stráka á láni til félagsins. Þessir strákar koma frá Breiðablik og FH.

Tilboð opnuð í endurbyggingu stúku Akureyrarvallar

Í gær voru hjá Fasteignum Akureyrarbæjar opnuð tilboð í einstaka verkþætti við endurbyggingu og úrbætur í stúku Akureyrarvallar, sem nú er heimavöllur KA.

Gunnleifur með markmannsnámskeið í Boganum (uppfært)

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkmaður ætlar að koma norður og vera með markmannsnámskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að kynnst því. Gunnleifur kom einni hérna síðasta vetur og lukkaðist það mjög vel. Gunnleifur er einn af okkara betri markmönnum í dag og er um að gera að skrá sig á námskeiðið eða fyrir þjálfara og áhugasama og koma og sjá hvað Gunnleifur er að legga upp með.

Dr.Petar Ivancic: ég á svæðið og er númer eitt! (skyldulesning)

Viðtölin sem áttu að birtast hér á síðunni í doktor vikunni runnu í eina skemtilega sögu sem allir er skyldugir til að lesa. KA, Þór, lífið á Akureyri og lífið fyrir KA er meðal þess sem doktorinn ræðir í þessu magnaða viðtali

Öruggur 3-0 sigur KA gegn Stjörnunni um helgina

KA lagði lið Stjörnunnar nokkuð örugglega um helgina.  Hilmar Sigurjónsson fyrrum KA maður mætti á gamla heimavöllinn en gat lítið gert við sigri KA í leiknum.  Heimamenn unnu leikinn örugglega 3-0.  

Tap og sigur hjá 3. flokk kvk.

Á sunnudaginn síðastliðinn mættu HK stelpur í heimsókn í KA heimilið. HK er á toppi deildarinnar með Haukum og Gróttu og hafa á að skipa gríðarlega sterku liði. Eitthvað virtist mannskapurinn á pappírnum hræða heimastúlkur því það er skemmst frá því að segja að liðið náði aldrei að stilla sig af varnarlega og gengu HK stelpur nánast í gegnum vörn KA/Þórs allan leikinn. Hinum meginn á vellinum var reyndar sömu sögu að segja og réð vörn HK engan veginn við Kolbrúnu Gígju né Laufeyju Láru og var leikurinn því nokkuð jafn lengst af en HK leiddi þó alltaf með 2-4 mörkum. Þegar fimm mínútur voru eftir náðu HK stelpur að auka forskotið í 5 mörk og öll von virtist úti enda vörnin engan veginn að gera sig. Síðustu fimm mörk leiksins voru HK mörk og fóru þær því með tíu marka sigur af hólmi. 

Æfingar hjá 7. og 8. flokki falla niður á föstudag og laugardag

Athugið að vegna vetrarfrís í grunnskólum Akureyrar verður frí hjá 7. og 8. flokki karla á föstudag og laugardag og hjá stelpunum á föstudag. Handboltaæfingar verða samkvæmt stundarskrá í næstu viku.

Hin Hliðin: Dr. Petar Ivancic

Eins og komið hefur fram er doktorinn næstur í röðinni í Hin Hliðin.

4. flokkur kvenna spilaði í Reykjavík um liðna helgi

A liðið átti tvo leiki en B liðið átti þrjá leiki fyrir höndum.  A liðið spilaði á föstudagskvöldið gegn Haukum og unnu nokkuð þægilegan sigur 18-31. Stelpurnar keyrðu hratt og voru sífellt ógnandi í sókninni. Vörnin var gríðarlega þétt og það sem fór fram hjá vörninni endaði oftast í markmönnum liðsins.  Á laugardeginum spilaði liðið síðan gegn Stjörnunni og unnu stórsigur 7-30 eftir að hafa verið 11-2 yfir í hálfleik. Varla var hægt að finna feilspor hjá liðinu í þessum leik. Hraðaupphlaup, seinni bylgja, uppstillt sókn, vörn, markvarsla, allt voru þetta einstaklega vel útfærðir þættir í virkilega góðum leik KA/Þórs stúlkna. 

Myndir frá heimkomu bikarmeistara 3. flokks

Þó nokkuð sé um liðið þá er aldrei of seint að rifja upp merkisviðburði. Eins og mönnum er kunnugt þá urðu strákarnir í 3. flokki bikarmeistarar á dögunum. Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá heimkomu drengjanna en þeir komu seint um kvöld norður.