Fréttir

Hin Hliðin: Dr. Petar Ivancic

Eins og komið hefur fram er doktorinn næstur í röðinni í Hin Hliðin.

4. flokkur kvenna spilaði í Reykjavík um liðna helgi

A liðið átti tvo leiki en B liðið átti þrjá leiki fyrir höndum.  A liðið spilaði á föstudagskvöldið gegn Haukum og unnu nokkuð þægilegan sigur 18-31. Stelpurnar keyrðu hratt og voru sífellt ógnandi í sókninni. Vörnin var gríðarlega þétt og það sem fór fram hjá vörninni endaði oftast í markmönnum liðsins.  Á laugardeginum spilaði liðið síðan gegn Stjörnunni og unnu stórsigur 7-30 eftir að hafa verið 11-2 yfir í hálfleik. Varla var hægt að finna feilspor hjá liðinu í þessum leik. Hraðaupphlaup, seinni bylgja, uppstillt sókn, vörn, markvarsla, allt voru þetta einstaklega vel útfærðir þættir í virkilega góðum leik KA/Þórs stúlkna. 

Myndir frá heimkomu bikarmeistara 3. flokks

Þó nokkuð sé um liðið þá er aldrei of seint að rifja upp merkisviðburði. Eins og mönnum er kunnugt þá urðu strákarnir í 3. flokki bikarmeistarar á dögunum. Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá heimkomu drengjanna en þeir komu seint um kvöld norður.

Íslandsmót í áhaldafimleikum í þrepum

Laugardaginn 5.mars fór fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum.Fimleikafélag Akureyrar átti tvo keppendur á mótinu þau Guðrúnu Jónu Þrastardóttir og Jón Smára Hansson sem bæði kepptu í 3.

Bikarmót í áhaldafimleikum

Bikarmót FSÍ í áhaldafimleikum fer fram um næstu helgi í húsi Ármenninga í Laugardalnum.Mótið hefst á föstudegi og lýkur á sunnudegi.Fimak sendir 4 lið til keppni á mótið ásamt því að eiga einn gestakeppanda.

Kæru foreldrar fimleikabarna

Foreldraráð FIMAK sárvantar að bæta a.m.k.tveimur einstaklingum í sínar raðir.Endilega bjóðið ykkur fram og takið þátt í skemmtilegu starfi.Áhugasamir hafi samband við Öglu á netfangið aglaegilson@gmail.

KA/Þór sigraði Fjölni/Aftureldingu

Liðin áttust við á laugardaginn, í byrjun var jafnræði með liðunum en svo seig Fjölnir/Afturelding framúr og náði um tíma 4-5 marka forskoti.  Þá tók KA/Þór leikhlé og við það lagaðist leikur liðsins og munurinn minnkaði niður í eitt mark fyrir hlé, en þá var staðan 14-15.

Tvífarar: Dr. Petar Ivancic og......

Doktor vikan rúllar af stað með tvífara kappans, það má kannski segja að þeir séu frekar andlegir tvífarar því í líkamsvexti eru þeir algjörar andstæður. En tvífari doktorsins er að sjálfsögðu

Doktor vika á KA síðunni

Næst komandi vika verður Doktor vika á KA síðunni, en vikan verður helguð Doktornum Petar Ivancic. 

Þrír leikir um helgina hjá m.fl. og 3.fl. KA/Þórs

Það er nóg að gera í handboltanum hjá KA/Þór um helgina en meistaraflokkur kvenna spilar tvo leiki í KA heimilinu um helgina og 3. flokkur kvenna spilar einn leik. Dagskráin er eftirfarandi: Laugardagur kl. 12:00 m.fl.  KA/Þór – Fjölnir/Afturelding Sunnudagur kl. 11:00 3.fl. KA/Þór – HK1 Sunnudagur kl. 13:00 m.fl. KA/Þór – HK