Fréttir

Lára til Póllands með U-17 landsliðinu

Hin bráðefnilega Lára Einarsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið Íslands sem mun spila í milliriðlum Evrópumótsins í Póllandi í apríl. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.

Dan Howell: Til þessa hefur þetta verið frábær reynsla

í aðdraganda stórleiksins á fimmtudaginn hafði síðan samband við Daniel Howell og spurði hann útí byrjunina og leikinn gegn Þór

Aðalfundur Handknattleiksdeildar og ársskýrsla

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA var haldinn á dögunum og fór hann að venju vel fram.  Ársreikningar deildarinnar voru samþykktir en bæði unglingaráð og kvennaráð voru reknar réttu megin við núllið. Ný stjórn tók til starfa og er hún að nokkrum hluta skipuð sömu einstaklingum og áður.  Hér á eftir er ársskýrsla ráðanna tveggja.

Aðalfundur FIMAK

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 4.apríl.kl.20:30 í matsal Giljaskóla (gengið inn um aðalinngang skólans).Fundarefni: Skýrsla stjórnar, Afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlun, Kosning stjórnar, Formaður, stjórn, varamaður, Erindi foreldrafélags, Önnur mál.

Kolbrún Gígja í landsliðshópnum sem keppir í Serbíu

Guðríður Guðjónsdóttir og Ómar Örn Jónsson, þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik, hafa tilkynnt 16 manna landsliðshópinn sem heldur til Serbíu og tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins dagana 22.-25. apríl. Meðal þessara sextán leikmanna er Kolbrún Gígja Einarsdóttir leikmaður KA/Þórs.

Akureyri deildarmeistarar eftir sigur á HK

Akureyri tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með þriggja marka sigri á HK 29-32. Eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem hálfleiksstaðan var 11-21 slökuðu menn óheyrilega mikið á og hleyptu HK inn í leikinn aftur en HK náði að minnka muninn niður í eitt mark 27-28 áður en meistararnir spýttu í aftur og tryggðu sigurinn.

Leikur dagsins: HK og Akureyri í beinni á SportTV.is klukkan 18:30

Akureyrarliðið heldur í Kópavoginn í dag til að berjast við HK pilta. Þetta verður fjórða viðureign liðanna í vetur og þar af sú þriðja í Kópavogi. Akureyri vann fyrsta leik liðanna afar sannfærandi 29-41 í fyrstu umferð N1 deildarinnar.

Akureyrarfjör 2011, úrslit

Dagana 25.- 26.mars fór fram innafélagsmót hjá FIMAK þar sem allir fimleikaiðkendur á grunnskólaaldri fengu að spreyta sig.Mótið gekk vel og flestir ánægðir eftir daginn sinn.

Gunnlaugur: Nýju strákarnir eru að stimpla sig vel inn

Heimasíðan náði í skottið á Gunnlaugi Jónssyni þjálfara KA eftir leikinn á móti Keflavík og spurði hann útí leikinn.

Tvífarar: Túfa og....

Það var bara tímaspursmál hvenær þessir tvífarar myndu koma hérna inn, Túfa hefur allt frá því hann kom til landsins verið líkt við