Fréttir

Jón S. Arnþórsson látinn

Jón S. Arnþórsson, formaður Knattspyrnufélags Akureyrar á árunum 1980 til 1983, er látinn, 79 ára að aldri.

Lára og Ævar í úrtökum

Ævar Ingi Jóhannsson var á U17 ára landsliðsæfingum síðustu helgi og Lára Einarsdóttir fer á U17 ára landsliðsæfingar næstu helgi.

Soccerade: 2-1 sigur á Tindastól/Hvöt, Umfjöllun

KA sigraði Tindastól/Hvöt 2-1 í Boganum í gær laugardag.

Styttist í framkvæmdir við stúku Akureyrarvallar

Í febrúar er gert ráð fyrir að Akureyrarbær bjóði út framkvæmdir við stúku Akureyrarvallar – heimavallar KA, en um er að ræða viðamiklar framkvæmdir sem koma til með að bæta verulega aðstöðu bæði innan dyra sem utan.

Soccerade: KA sigraði Tindastól/Hvöt (Myndir)

KA sigraði Tindastól/Hvöt í Soccerade mótinu í Boganum í gær með tveimur mörkum gegn einu. Þar með eru okkar menn komnir með sex stig í B-riðli eftir tvo leiki eins og Þór 2, en þessi lið mætast einmitt í næstu umferð nk. sunnudag, 30. janúar kl. 14.15.

5. flokkur karla keppnisferð janúar 2011 - myndir

5. flokkur KA í handbolta fór í sína 3. keppnisferð í vetur 14. janúar s.l. að þessu sinni var ferðinni heitið í Kaplakrikann til FH, ferðin hófst á föstudaginn í KA heimilinu þar sem hópurinn safnaðist saman og horfði á leik Íslands og Ungverja í HM, þaðan var svo lagt af stað til Reykjavíkur með bros á vör og voru 6. flokkur stelpna og 6. flokkur stráka yngra ár með í för, það var því sneisafull rúta af hressum krökkum. 

Soccerade: KA leikur gegn Tindastól/Hvöt

Á laugardaginn fer fram annar leikur KA1 í Soccerademótinu þetta árið. Mótherjar liðsins að þessu sinni er sameinað lið Tindastóls og Hvatar og hefst leikurinn kl. 14.15 í Boganum.

Skjöldur Jónsson hlýtur heiðursviðurkenningu Akureyrarbæjar

Við útnefningu Íþróttamanns Akureyrar sl. miðvikudagskvöld voru fjórir einstaklingar heiðraðir fyrir störf þeirra að íþrótta- og æskulýðsmálum í bænum. Þetta eru Árni Jónsson, Golfklúbbi Akureyrar, Gunnar Viðar Eiríksson Sundfélaginu Óðni, Stefán Jónasson Skíðafélagi Akureyrar og Skjöldur Jónsson KA.

Kveðja og þakkir frá formanni

Kæru félagar Mig langar til að þakka þeim fjölmörgu sem sáu um glæsilega afmælisveislu KA, í KA-heimilinu sunnudaginn 16. janúar. Þakkir til þeirra sem sáu um dagskrána, tóku þátt í henni, til þeirra sem sáu um veitingarnar og þeirra sem sáu til þess að allt í sambandi við veitingar og veisluna gengi upp. Mig langar einnig að þakka þeim fjölmörgu gestum sem komu í afmælisveisluna. Það gladdi KA-hjartað mjög að sá þvílíkan fjölda KA-manna samankominn. Með KA kveðju Hrefna G. Torfadóttir formaður KA

Soccerade: KA2 vann KF

KA 2 unnu góðan sigur gegn KF seinasta laugardag. Lokatölur urður 3-1 þar sem Ómar, Hallgrímur og Jóhann Örn skoruðu mörk okkar.