26.02.2011
KA/Þór og Valur áttust við á föstudaginn í 2.deild í handbolta. Leikurinn átti að vera á laugardag en var færður vegna
bikarúrslitaleiks Akureyrar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en svo sigu heimastúlkur framúr með góðum sóknarleik ,
þar sem Martha Hermannsdóttir skoraði mikið og góðri markvörslu Kolbrúnar Helgu Hansen.
25.02.2011
"Þetta verður örugglega baráttuleikur gegn KA fyrir norðan á laugardaginn, KA-menn hafa alltaf verið erfiðir heim að sækja fyrir norðan, en
við eigum auðvitað góða möguleika í leiknum." Sagði Þórður Þórðarsson þjálfari skagamanna og auðvitað
fyrrum leikmaður KA við vef skagamanna en ÍA leggur í langferð norður fyrir heiðar og etur kappi við okkar menn í KA á morgun laugardag. Leikurinn
er liður í Lengjubikarnum og hefst hann stundvígslega klukkan 17:30
24.02.2011
Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús hafa gert nýjan samning um Greifamót KA í knattspyrnu sem gerir ráð fyrir
að Greifinn verði aðalstyrktaraðili Greifamótanna fram á vor árið 2014.
24.02.2011
Næstkomandi helgi er bikarúrslitahelgi HSÍ. Akureyringar eiga tvö lið í úrslitum þetta árið. Lið Akureyri
Handboltafélags í meistaraflokki karla og KA í 3. flokki karla. 3. flokks strákarnir okkar, undir stjórn Einvarðar Jóhannssonar, gerðu
sér lítið fyrir og sigruðu Stjörnuna í undanúrslitum 35-28.
23.02.2011
Á dögunum lauk 2. keppni innanfélagstippleiks KA - Getrauna í vetur. Mikil spenna ríkti á toppnum fram á
síðustu stundu en Stefáni Guðnasyni, sem gjarnan hefur verið líkt við berserk á milli stanganna hjá Akureyri Handboltafélagi, tókst
með ævintýralegum hætti að glutra niður ágætri forrustu á síðustu metrunum. Því var það Arnór Sigmarsson
sem stóð uppi sem sigurvegari. Arnór fékk fyrir vikið vegleg verðlaun frá styrktaraðilum KA - Getrauna sem í þessari umferð voru:
Norðlenska, JMJ/Joe's, Abaco, 1862 Nordic Bistro og Light Clinic.
23.02.2011
Árlegt Greifamót KA í þriðja flokki karla í knattspyrnu verður haldið dagana 25.-27. febrúar. Að mótinu stendur yngriflokkastarf KA
í knattspyrnu ásamt foreldrastarfi iðkenda í þriðja flokki karla.
22.02.2011
Rekstur knattspyrnudeildar KA skilaði rösklega sjö hundruð þúsund króna hagnaði á liðnu starfsári. Þetta kom fram á
aðalfundi knattspyrnudeildar KA, sem var haldinn í gærkvöld.
21.02.2011
Tvífarar þessa vikunna voru óumflýjanlegir,
20.02.2011
Grótta 3 - 1 KA
1-0 Steindór Oddur Ellertsson ('8)
1-1 Andrés Vilhjálmsson (´47)
2-1 Viggó Kristjánsson ('67)
3-1 Viggó Kristjánsson ('77)
Rautt spjald: Janez Vrenko ('70) (KA)
20.02.2011
3. flokkur kvenna spilaði þrjá leiki um helgina gegn Stjörnunni, ÍBV og Haukum.
Á föstudeginum spiluðu þær gegn Stjörnunni.
Stjarnan byrjaði af krafti og náðu yfirhöndinni í byrjun leiks. Við það var vörninni breitt og KA/Þór unnu sig síðan
hægt og bítandi inn í leikinn og náðu tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og léku glimmrandi vel fram í hálfleik.
Í seinni hálfleik byrjuðu norðanstelpur mun betur og náðu fljótt átta marka forustu. Þá small allt í baklás, Stjarnan
sótti á og þegar fimm mínútur voru eftir var munurinn einungis þrjú mörk. Nær komst Stjarnan þó ekki og KA/Þór
innbyrti góðan sigur.
Laugardagsleikurinn var gegn ÍBV í Austurbergi. Til þess að spara ferðakostnað var ákveðið að liðin mættust á miðri
leið. Þessi leikur átti að vera í desember en vegna slæmra veðurskilyrða gekk það ekki upp og leikurinn því settur á um
helgina.
KA/Þór spilaði virkilega vel allan fyrri hálfleikinn og átti ÍBV fá svör og voru í raun ljónheppnar að munurinn var einungis
fimm mörk í hálfleik. Eins góður og fyrri hálfleikurinn var, verður að segjast að seinni hálfleikurinn var jafn slæmur. Ógrynni
skota lentu í stöng eða í markmanni ÍBV og þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum voru ÍBV allt í einu komnar með
tveggja marka forustu. Með mikillri seiglu náðu KA/Þór stelpur að jafna leikinn og voru ekki langt frá því að stela sigrinum í lokin.
Miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist og síðustu mínúturnar af seinni hálfleik er grátlegt að þetta hafi farið
í jafntefli en það var engu að síður niðurstaðan.