14.01.2011
KA lagði lið Þróttara í vægast sagt slökum leik á föstudaginn. Leikmenn KA, utan Jóhanns Eiríkssonar, náðu
sér engan veginn á strik og verða að girða sig í brók fyrir leikinn á morgun.
13.01.2011
KA-getraunir hefja störf um helgina eftir langt jólafrí. Önnur keppni starfsársins hefst og verður spilað næstu fimm
helgar.
13.01.2011
Á laugardaginn mun KA 2 spila gegn KF (KS/Leiftur) kl. 14.15 í Boganum.
13.01.2011
KA varð 83. ára þann 8. janúar s.l. Í tilefni af því verður haldin afmælisveisla í KA heimilinu sunnudaginn 16. janúar kl 14:00.
Þar verður kjöri á íþróttamanni KA lýst og boðið uppá glæsilegt kaffihlaðborð.
13.01.2011
Lára Einarsdóttir hefur verið valinn í úrtak næstu helgi hjá U17 ára liði Íslands.
12.01.2011
Símatími skrifstofu er á miðvikudögum kl.11:30-13:00 og föstudögum kl.9:30-11:30.þess fyrir utan bendum við á skrifstofa@fimak.is og við munum svara eins og fljótt og við getum.
12.01.2011
Aðalheiður Guðmundsdóttir verður með fimleikavarning til sölu næst komandi miðvikudag og fimmtudag milli kl.17:30 til 19:00.Hægt er að ná á Heiðu í síma 618 7074.
11.01.2011
KA-menn léku gegn Völsungum í opnunarleik Soccerademótsins um helgina og hefndu fyrir ófarirnar síðasta vetur gegn Húsvíkingum með 2 - 0
sigri.
09.01.2011
KA 2 lagði í dag Dalvík/Reyni 3-2 í sínum fyrsta leik í Soccerademótinu. Mörk KA skoruðu Arnór Egill, Hallgrímur Mar og
Viktor Mikumpeti skoruðu mörk KA.
09.01.2011
Stelpurnar í 3. flokk spiluðu gegn FH tvo leiki um helgina. Á laugardeginum var bikarleikur og leikur í deildinni á sunnudeginum.
Laugardagsleikurinn spilaðist svipað og leikirnir hjá 3. flokk hingað til. Sókn og vörn ágæt en mikið vantaði upp á baráttu og
sigurvilja. Stemmingin í liðinu lítil og leikmenn að spila langt undir getu. Markverðir liðsins fundu sig engan veginn og þegar vörnin var að
spila ágætlega virtust FH stelpur getað skorað úr nánast hvaða færi sem þær fengu. Hálfleikstölur voru 12-17 fyrir FH og
ljóst að mikið þyrfti að breytast í seinni hálfleiknum.