21.02.2011
Tvífarar þessa vikunna voru óumflýjanlegir,
20.02.2011
Grótta 3 - 1 KA
1-0 Steindór Oddur Ellertsson ('8)
1-1 Andrés Vilhjálmsson (´47)
2-1 Viggó Kristjánsson ('67)
3-1 Viggó Kristjánsson ('77)
Rautt spjald: Janez Vrenko ('70) (KA)
20.02.2011
3. flokkur kvenna spilaði þrjá leiki um helgina gegn Stjörnunni, ÍBV og Haukum.
Á föstudeginum spiluðu þær gegn Stjörnunni.
Stjarnan byrjaði af krafti og náðu yfirhöndinni í byrjun leiks. Við það var vörninni breitt og KA/Þór unnu sig síðan
hægt og bítandi inn í leikinn og náðu tökum á leiknum um miðbik fyrri hálfleiks og léku glimmrandi vel fram í hálfleik.
Í seinni hálfleik byrjuðu norðanstelpur mun betur og náðu fljótt átta marka forustu. Þá small allt í baklás, Stjarnan
sótti á og þegar fimm mínútur voru eftir var munurinn einungis þrjú mörk. Nær komst Stjarnan þó ekki og KA/Þór
innbyrti góðan sigur.
Laugardagsleikurinn var gegn ÍBV í Austurbergi. Til þess að spara ferðakostnað var ákveðið að liðin mættust á miðri
leið. Þessi leikur átti að vera í desember en vegna slæmra veðurskilyrða gekk það ekki upp og leikurinn því settur á um
helgina.
KA/Þór spilaði virkilega vel allan fyrri hálfleikinn og átti ÍBV fá svör og voru í raun ljónheppnar að munurinn var einungis
fimm mörk í hálfleik. Eins góður og fyrri hálfleikurinn var, verður að segjast að seinni hálfleikurinn var jafn slæmur. Ógrynni
skota lentu í stöng eða í markmanni ÍBV og þegar ein og hálf mínúta var eftir af leiknum voru ÍBV allt í einu komnar með
tveggja marka forustu. Með mikillri seiglu náðu KA/Þór stelpur að jafna leikinn og voru ekki langt frá því að stela sigrinum í lokin.
Miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist og síðustu mínúturnar af seinni hálfleik er grátlegt að þetta hafi farið
í jafntefli en það var engu að síður niðurstaðan.
19.02.2011
KA dómarinn Jóhannes Valgeirsson ákvað í vikunni að leggja flautuna á hillunna og tilkynnti Gylfa Þór Orrasyni yfirmanni
dómaramála hjá KSÍ það með formlegum hætti.
18.02.2011
Á morgun, Laugardag leggja okkar menn í lang ferð til Akraness og keppa þar væntanlega í nýstingskulda í hinni mögnuðu Akranesshöll.
Keppinauturinn verður Grótta að þessu sinni og hefst leikurinn stundvígslega klukkan 16:00 að staðartíma. Á flautu mun spila hin rauðbirkni
Valgeir Valgeirsson, allir KA menn sunnan heiða eru boðaðir á leikinn og mæta þeir sem sjá sér fært.
18.02.2011
Húsvíkingurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson er gengin í raðir KA frá Völsungi. Hallgrímur lék með KA frá 2009
þangað til á miðju tímabili síðasta sumar þegar hann skipti yfir í Völsung aftur.
17.02.2011
Skrifstofan verður opin föstud.18.febr.frá 13-17.Hægt er að skila inn frístundaávísunum og greiða eða ganga frá greiðslu fyrir vorönn.Eins er hægt að láta þjálfara barna ykkar fá frístundaávísunina.
16.02.2011
Að undanförnu hefur fimleikafélagið verið að rukka æfingagjöld fyrir vorönn 2011.Um síðustu mánaðarmót fengu flestir foreldrar laugardagshópa rukkun.Nú er komið að öðrum hópum fimleikanna.
16.02.2011
Verðskráin hefur verið leiðrétt lítillega.Æfingagjaldið var lækkað hjá hópnum \"Fimar stelpur\" þar sem tímar fækkuðu um 2 eða úr 6 á viku í 4.Einnig hafði óvart verið búið að setja Samherjaaflslátt inn í systkinaafsláttinn hjá \"Fimum stelpum\" en það er ekki leyfilegt skv.
16.02.2011
Síðan hafði samband við Gunnlaug Jónsson Þjálfara KA og spurði hann útí uppafið og hvernig honum líst á framhaldið.