09.02.2011
Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 21. febrúar kl. 20. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og
önnur mál. KA-félagar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í starfi knattspyrnudeildarinnar.
09.02.2011
Það er búið að draga í fyrstu tvær umferðirnar í VISA-bikarnum. Við sitjum hjá í fyrstu umferðinni en mætum til leiks
í annari umferð. Þar mætum við sigurliðinu úr leik Kormáks og Draupnis þann 8. maí.
08.02.2011
Lára Einarsdóttir hefur verið valin í úrtaksleiki fyrir U17 næstkomandi helgi. Á laugardaginn spilar hún og stöllur hennar í U17 gegn
Aftureldingu í Kórnum kl 15.00 og á sunnudaginn gegn U19 í Egilshöll kl 9.30.
07.02.2011
KA tók á móti Magna í gærkveldi í Boganum, eins og við var að búast var skítakuldi.
06.02.2011
Núna rétt í þessu var að ljúka leik KA og Magna á Soccerademótinu, leikurinn var sá síðasti í riðlakeppnina og voru KA
öruggir í úrslit fyrir leikinn þar sem Þór2 tapaði sínum leik. KA sigraði 4-1, mörkin skoruðu þeir Orri Gústafsson,
Jóhann Örn Sigurjónsson (2) og Jón Heiðar Magnússon. Umjföllun má vænta í fyrramálið
06.02.2011
KA/Þór lék gegn Stjörnunni í 2. deild Íslandsmótsins í handknattleik kvenna á laugardag. Þetta var leikur tveggja efstu
liðanna í deildinni og því búist við hörkuleik. Liðin skiptust á að hafa forustuna fram í miðjan fyrri hálfleik en
röð af mistökum KA/Þórs olli því að Stjarnan seig framúr og náði 7 marka forystu. Þá tóku heimastúlkur
leikhlé og tókst að laga leik sinn og minnka muninn í 2 mörk, 21-23 í hálfleik.
05.02.2011
Það var mikið hlegið, talað og skemmt sér þegar um 50 konur mættu á konukvöld í Ka heimilinu. Boðið var upp á fordrykk og
gómsæta rétti frá hótel KEA og konfekt frá Nóa Síríus. Ragga og Ingi tóku á móti gestum með skemmtilegri
tónlist. Stefán Guðnason, handboltaþjálfari og reynslubolti í samskiptum kynjanna, var ræðumaður kvöldsins og fór á kostum.
Sýnd voru föt, hönnuð og saumuð af Lindu og Heddu, og vöktu þau mikla hrifningu. Veislustjóri kvöldsins var Eva Reykjalín. Auk þess að
vera stórskemmtileg og heillandi dró hún allar konurnar fram á gólfið í smá danskennslu enda salsa drotting bæjarins. Ekki má gleyma
Rúnari og Hlyn sem stóðu sig vel á barnum.
04.02.2011
Á sunnudaginn leikur KA 1 gegn Magna kl 20.15.
Á mánudaginn leikur KA 2 gegn Þór 1 kl 19.00 en sá leikur er jafnframt úrslitaleikur A-riðils.
04.02.2011
Okkur Akureyringum er nú horfinn sjónum einn fremsti forystumaður félagsstarfa hér í bæ um áratuga skeið og fyrrverandi formaður KA.
Jón S. Arnþórsson, fyrrum fulltrúi hjá SÍS og safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri, andaðist á FSA sunnudaginn 23.
Janúar,79 ára að aldri.
03.02.2011
Í vetur munu ung og efnileg ungmenni keppa undir merkjum KA á mörgum mótum. Það fyrsta er núna um helgina en þegar Goðamót 4. flokks kvenna
fer fram í Boganum.