17.02.2010
KA vann Þór 3-2 í leik um 7. sætið á Soccerademótinu í kvöld. Leikurinn var hraður og nokkuð skemmtilegur en KA-menn byrjuðu hann
hörmulega, lentu 0-2 undir eftir tíu mínútur. Míló tók greinilega fjórfalda hárþurrkumeðferð í hálfleik a la
Ferguson og átti KA allan seinni hálfleikinn. Í honum uppskáru þeir þrjú mörk og í heildina verður að telja sigur KA
sanngjarnan.
17.02.2010
Á föstudagsmorgun verður öllum KA mönnum boðið að koma í KA heimilið og eiga góða stund. Boðið verður upp á
rjúkandi heitt kaffi og nýbakaðar kleinur. Menn geta hittst og spjallað um allt og ekkert, litið á framkvæmdirnar við pottaðstöðu
félagsins o.fl. Kaffið og kleinurnar verða á boðstólnum frá kl 09:30. Við hvetjum
alla til að mæta, n.k. föstudagsmorgun kl 09:30 og eiga góða stund.
15.02.2010
Á sunnudaginn er einn af aðal dögum ársins, jú konudagurinn. Á þeim degi má alls ekki klikka á því að gefa konunni
blóm því annars gæti farið illa. Í fyrra bauð knattspyrnudeild KA upp á afar góðan kost en hægt var að panta blómvönd
sem síðan var sendur heim til viðkomandi. Gekk þetta svo vel að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn. Hægt er að kaupa tvær
gerðir af blómvöndum, fyrir 2500. kr og 3500. kr og verður svo vendinum keyrt heim fyrir
hádegi sunnudaginn n.k. Þetta er kjörin leið til að gleðja það sem veitir manni mesta ánægju í
lífinu, jú konuna og að sjálfsögðu KA!
Áhugasamir sendið pantanir á gassi@ka-sport.is eða hafið samband við:
Gassa - 899 7888
Dóra - 861 5525
15.02.2010
Hinn geysi sterki fótboltamaður frá Ólafsfirði, Ingi Freyr Hilmarsson, sem leikið hefur með KA undanfarin ár er á förum frá liðinu.
Ingi hefur gert samning við 3. deildarliðið Årdal FK og mun halda utan á næstunni og hefja æfingar með þeim. Knattspyrnudeild KA óskar honum
góðs gengis úti.
15.02.2010
Úrlistaleikur um 1. sætið á Soccerade-mótinu fór fram í gærkvöld. Þar mættu okkar menn liði Völsungs. Staðan var 1 - 1
eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem Völsungar unnu svo. Deanó sagði í samtali við
tíðindamann síðunnar að honum hafi fundist við vera mun betri aðilinn í leiknum en vandamálið hafi bara verið að við gátum ekki
klárað færin. Næstu helgi hefst svo Lengjubikarinn og verður spennandi að sjá hvernig okkar menn standa sig þar.
11.02.2010
Karlalið KA var í eldlínunni um helgina þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Bridgestonebikarsins. Sex lið börðust
um tvö laus sæti en kvennalið KA var þegar búið að tryggja sitt sæti í undanúrslitunum.
KA strákarnir rúlluðu yfir alla andstæðinga sína og verða því í Laugardalshöllinni 13. mars þegar undanúrslitin fara fram.
Stelpurnar verða þar líka og er ástæða fyrir Eyfirðinga, Þingeyinga, Ólsara og fleiri að fjölmenna í Höllina.
11.02.2010
Nú fer Soccerade-mótinu að ljúka og á einungis eftir að leika um sæti. Eins og fram hefur komið þá leikur KA 1 til úrslita á
móti Völsungi og KA 2 leikur um 7. sæti á móti Þór 2. Leikur KA og Völsungs fer fram á sunnudaginn en leikur KA 2 fer fram næstkomandi
miðvikudag.
09.02.2010
Síðasta föstudag kl. 20:00 hófust "old-boys" æfingar hjá júdódeildinni. Á fyrstu æfinguna mættu nokkrar gamlar kempur sem
ekki hafa sést í júdógalla í allt of langan tíma. Framhald verður á þessum æfingum og eru nýliðar einnig velkomnir en
nú þegar hafa nokkir slíkir boðað komu sína.
07.02.2010
Nú fer óðum að styttast í að fótboltasumarið hefjist, en það eru um þrír mánuðir þangað til að boltinn
byrjar að rúlla. KSÍ er hefur nú gefið út frá sér drög að leikjum sumarsins. Nú geta menn farið að skipuleggja sig, t.d.
hvenær skuli fara í hina árlegu ferð til Fjarðabyggðar.
06.02.2010
KA vann Dalvíkinga í úrslitaleik riðils síns í Soccerade-mótinu í dag. Fóru leikar 3-2 eftir að Dalvíkingar höfðu
náð forustunni. Andri Fannar setti tvö mörk og Orri Gözza eitt.
KA vann alla leikina í riðlinum og spilar úrslitaleikinn á mótinu gegn Stubbi og félögum hans í Völsungi. Leikurinn verður
spilaðursunnudaginn 14. febrúar kl 18:15. Strax á eftir munu Þór og Dalvík berjast um þriðja sætið
á mótinu.
KA2 steinlá fyrir Þór í gærkvöldi 12-2.