29.01.2010
Vegna góðs gengis strákanna okkar í Austurríki hefur allt leikjaplan helgarinnar riðlast en HSÍ hefur bannað að leikir fara fram á meðan
leikir Íslendinga fara fram.
29.01.2010
Nú hefur verið ákveðið að leikur KA/Þór og HK í N1-deild kvenna á laugardaginn hefjist klukkan 15:30 eða skömmu eftir að leik
Íslands og Frakka í undanúrslitum EM. Menn geta því horft á leikinn í sjónvarpinu og haldið svo handboltanum áfram með stelpunum
en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. KA/Þór er í 7. sætinu en HK í
því 8. þar sem bæði lið hafa fimm stig.
26.01.2010
Á föstudagskvöldið klukkan 20:45 tekur KA1 á móti ÍR. KA1 hefur byrjað árið mjög vel og til að mynda unnið alla
þrjá leiki sína til þessa. Þessari sigurgöngu ætla strákarnir að halda áfram og hvetja alla til að koma og horfa á.
Strákarnir eru núna með 15 stig eftir 9 leiki á meðan toppliðið er með 17 stig eftir 10 leiki þannig að þeir eiga alla möguleika
í toppslagnum.
26.01.2010
Foreldrar stúlkna í 6. og 5. flokki kvenna eru minntir á miðann sem sendur var heim með stúlkunum í dag og varðar suðurferðina um helgina.
Á honum eru foreldra beðnir að hafa samband við þjálfara ef eitthvað er óljóst og kemur ekki fram á sama miða.
Sindri Kristjánsson sindrik@gmail.com GSM: 868 7854
Einvarður Jóhannsson einvardur@akmennt.is GSM: 898 0305
25.01.2010
Kvennalið KA tapaði 3-0 (25-19, 25-16, 25-19) fyrir Þrótti Neskaupstað um helgina. Þrátt fyrir öruggan sigur Þróttar stóðu
KA stúlkur sig með ágætum lengst af og veittu Þrótti verðuga keppni.
25.01.2010
Næstkomandi helgi fer fram þriðja umferð Íslandsmóts 6. flokks drengja eldra árs. Mótið fer fram í Hafnarfirði og eru það
FH-ingar sem sjá um mótshald. Niðurröðun mótsins hefur legið fyrir í vikutíma en við KA menn höfum mótmælt harðlega
niðurröðun í deildir og ekki er komin niðurstaða í þau mál.
24.01.2010
KA1 (mfl. KA) mætir sauðkræklingunum í Tindastól í kvöld. Leikurinn fer fram í Boganum og hefst kl 18:00. KA1 hefur unnið alla leiki sína
á mótinu hingað til, við hvetjum því alla til að mæta og styðja þá til sigurs í þessum leik. Leiknum lauk með 13 - 0 sigri KA......
24.01.2010
Stelpurnar í KA/Þór unnu öruggan sigur á botnliði Víkings þegar liðin léku í N1 – deildinni. Stelpurnar tóku leikinn
í sínar hendur strax frá upphafi og skoruðu til dæmis fyrstu fimm mörk leiksins og litu ekki um öxl eftir það.
24.01.2010
Strákarnir á yngra ári 5. flokks áttu frábæran dag þegar þeir léku í deildarkeppninni á laugardaginn. Spilað var
á Seltjarnarnesi og áttu allir strákarnir fínan dag. Sérstaklega má segja að Arnaldur markvörður og fyrirliði hafi farið á kostum
og drifið sína menn áfram.
22.01.2010
Í dag vann karlalið KA góðan 3-0 sigur á áhugalitlum HK-ingum. KA menn áttu harma að hefna en HK er eina liðið sem hefur unnið KA á
þessu keppnistímabili. Í þeim leik komust KA menn í 2-0 en glutruðu leiknum svo í einhverju mesta klúðri íþróttasögu
Íslands. Nú var annað uppi á teningnum en HK komst nærri í lokahrinunni.