15.03.2010
Aðalstjórn KA og stjórn Blakdeildar KA bjóða til mótttöku í KA heimilinu á morgun mánudag til heiðurs nýkrýndum
bikarmeisturum KA. Athöfnin verður frá klukkan 17:30 til 18:00 og er öllum velunnurum KA boðið að mæta og heilsa upp á strákana og
óska þeim til hamingju með langþráðan og glæsilegan sigur í dag. Strax á eftir eða klukkan 18:00 bíður KA svo
bæði karla- og kvennaliðinu til matarveislu í KA heimilnu.
Vonumst til að sjá sem flesta koma og samgleðjast með strákunum.
Til hamingju strákar og til hamingju KA menn.
Stjórnir KA
14.03.2010
Nokkrar myndir eru komnar frá bikarúrslitunum. Þær má sjá í myndasafni. Hér má einnig lesa umfjöllum um leikina.
14.03.2010
Í dag tryggði mfl. karla í blaki sér bikarmeistaratitil í blaki. Okkar menn öttu kappi við Stjörnuna og báru sigur úr bítum 3 - 2
í úrslitaleiknum sem fram fór í Laugardagshöllinni fyrr í dag. Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn! Stelpurnar
spiluðu einnig til úrslita í dag við HK, en töpuðu leiknum 3-1. Móttaka bikarmeisturunum til heiðurs verður haldin
kl 17:30 á morgun mánudag í KA - Heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta!
14.03.2010
Okkar menn gerðu jafntefli við íslandsmeistara FH í Lengjubikarnum í dag. Lokatölur voru 3 - 3 en Andri Fannar skoraði öll mörkin okkar. Þess
má geta að við spiluðum manni færri í 70 mínútur en Dean Martin var rekinn útaf í upphafi leiks. Eftir jafnteflið situr KA í
næst neðsta sæti síns riðils með aðeins 1 stig, en þetta var fyrsta stigið sem við fáum á þessu móti. Myndir frá leiknum er hægt að sjá hér. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson.
13.03.2010
KA/Þór vann þriggja marka sigur gegn FH, 28:25, í jöfnum og skemmtilegum leik í N1- deild kvenna í handbolta, en leikið var í KA- heimilinu.
Fram að leiknum í dag hafði FH haft betur í báðum viðureignum liðanna í deildinni og því kærkominn sigur
norðanstúlkna.
13.03.2010
Í dag fór fram Íslandsmót 11-14 ára í júdó og var mótið haldið á Akureyri. Árangur þeirra varð
eftirfarandi:
13.03.2010
Bæði lið KA munu spila í úrslitum Bridgestonebikarskins á sunnudaginn. Fara leikirnir fram í Laugardalshöllinni. Stelpurnar munu spila við HK kl
14:00 en strákarnir strax á eftir kl 15:30. Mótherjar þeirra verða Stjörnumenn en þeir unnu HK í æsilegum undanúrslitaleik 3-2.
Er ástæða til að hvetja alla KA-menn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Höllina. Það er ekki á hverjum
degi sem svona tækifæri gefst og ef allt gengur að óskum gætu bæði lið staðið uppi sem meistarar.
12.03.2010
KA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í næsta leik sínum í Lengjubikarnum. Þá koma FH-ingar í
heimsókn en þeir eru eina liðið í B-riðli sem ekki hefur tapað stigum. Þeir hafa spilað við Val og Víking og unnið örugglega 3-0 og
2-0. KA hefur enn ekki hlotið stig svo róðurinn verður sjálfsagt erfiður. Leikurinn fer fram í Boganum á sunnudag kl 16:15.
12.03.2010
Á laugardaginn klukkan 15:00 leika KA/Þór – FH í meistaraflokki kvenna í KA heimilinu. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni til þessa,
fyrri leiknum sem var í Hafnarfirði lauk með naumum sigri FH 30-27 en seinni leikinn hér á Akureyri sigraði FH 30-39.
11.03.2010
Fyrsta umferð þriðja hluta N1 deildarinnar hefst nú í vikunni, Akureyri fær heimaleik gegn Stjörnunni og verður hann leikinn á föstudaginn
klukkan 19:00.
Akureyri er sem kunnugt er komið í 2. sæti N1 deildarinnar eftir magnaðan sigur á HK í síðustu umferð og ákaflega mikilvægt að halda
áfram stemmingunni sem komin er í liðið og verja sætið.