06.02.2010
KA tók á móti Þrótti Reykjavík í KA heimilinu á laugardag bæði í karla- og kvennaflokki. Karlaliðið steig
stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með 3-1 sigri en liðið er nú efst í MIKASA deildinni þegar þrjár
umferðir eru eftir.
Kvennaliðið vann einnig sinn leik eftir mikinn barning og tryggði sig þar með inn í úrslitakeppnina.
06.02.2010
Eins og áður hefur komið fram gengur mikið á í kjallara KA - Heimilisins en nú er verið að byggja upp glæsilega pottaaðstöðu auk
þess að sett verður upp nýtt gufubað og ísbað. Undanfarna laugardagsmorgna hafa nokkrir vaskir KA menn tekið til hendinni. Tíðindamaður
síðunnar mætti á svæðið og smellti nokkrum myndum af þeim. Myndirnar má sjá hér.
05.02.2010
Stelpurnar í KA/Þór fá erfitt verkefni að glíma við á laugardaginn þegar þær halda suður og mæta Fram klukkan 15:00.
Leikið er í Framhúsinu í Safamýrinni.
02.02.2010
Það var fyrirfram vitað að það yrði á brattann að sækja fyrir lið KA/Þór í kvöld þegar Valskonur mættu
á svæðið, eina taplausa liðið í boltanum í dag. Valur tók leikinn þegar í sínar hendur og náðu fljótlega
öruggri forystu ekki síst með öflugri vörn sem skilaði þeim aragrúa hraðaupphlaupa sem skiluðu ódýrum mörkum.
01.02.2010
Í kvöld hófst skyndihjálparnámskeið í KA - Heimilinu í samstarfi við Rauðakrossinn á Akureyri. Næstu 4
mánudagskvöld munu allir þjálfarar hjá KA taka þátt í slíku námskeiði svo og starfsfólk KA - Heimilisins. Þar
verður m.a. kennt á nýtt hjartastuðtæki sem velunnari KA gaf félaginu á 82. ára afmælis þess 8. janúar s.l.
01.02.2010
Um helgina fór fram Afmælismót JSÍ í aldursflokknum 15-19 ára. KA átti 3 keppendur á mótinu, þær Helgu
Hansdóttur, Fionu Ýr Sigurðardóttur og Kristínu Ástu Guðmundsdóttur.
01.02.2010
Það verður enginn smáleikur í KA heimilinu á þriðjudagskvöldið þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti
stórliði Vals í N1 deild kvenna. Valskonur hafa ekki tapað leik það sem af er tímabilsins og eru fyrir vikið heldur óárennilegar.
01.02.2010
Næstkomandi miðvikudag verður stórleikur í KA heimilinu klukkan 19:15. Þá eigast við KA1 - Þór í derby leik. KA1 liðinu hefur
gengið mjög vel það sem af er vetri og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut.
01.02.2010
Strákarnir í 5 flokki fóru til Selfoss um helgina og spiluðu þar í 3. deild. Ekki er hægt að segja annað en strákarnir hafi lagt sig 100%
fram því að þeir unnu alla sína leiki sannfærandi.
Til hamingju með árangurinn strákar!
30.01.2010
KA/Þór vann fjögurra marka sigur á HK, 27:23, er liðin mættust í KA- heimilinu í dag í N1- deild kvenna í handbolta. Við
byggjum hér á frásögn Vikudags frá leiknum.