03.03.2010
Mæting í KA heimili kl. 21.00.
Æfing verður frá kl. 21.30-23.00.
Pizzuveisla verður kl. 23.15
Kvöldvaka kl. 23.40
01.03.2010
Næsti leikur meistaraflokks er á miðvikudaginn við Val. Valsstúlkur eru í sárum eftir tap í bikarúrslitaleika en þær samt
sem áður eru taplausar á toppi deildarinnar og ljóst að róðurinn verður þungur.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 Í KA heimilinu og við biðjum alla okkar stuðningsmenn að mæta og hvetja okkar lið.
01.03.2010
Stjórn Handknattleiksdeildarinnar vill þakka þeim sem lögðu okkur lið í vörutalningu í Bónus. Þetta var til
fjáröflunar fyrir rekstur deildarinnar og held ég að flestir hafi haft gaman af þessari vinnu.
Stjórnin
28.02.2010
Aðalfundur Knattspyrnudeildar var haldinn s.l. fimmtudagskvöld. Um 30 manns mættu á fundinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn en í henni eru,
26.02.2010
Kvennalið KA lék sinn næstsíðasta leik í deildarkeppninni á laugardag. Fylkir var í heimsókn og eftir snarpa viðureign vann KA 3-0.
Hrinurnar fóru 25-14, 25-15 og 25-16. Leikurinn var afar mikilvægur því liðin tvö, ásamt HK og Þrótti Neskaupstað eru að berjast um
fjögur efstu sætin í deildinni. KA komst úr fjórða sætinu upp í annað, er með jafn mörg stig og HK.
26.02.2010
Meistaraflokkur og 3. flokkur fóru út að borða á Greifann á fimmtudagskvöldið eftir æfingu. Þetta var gert til að ræða
framtíðina og efla móralinn. Nokkrar myndir fylgja frá þessum skemmtilega kvöldverði.
Greifinn fær miklar þakkir fyrir góða þjónustu og samstarf.
26.02.2010
Nú hefur verið ákveðið að hafa svo kallað KA - kaffi alla föstudagsmorgna þar sem KA menn geta komið upp í KA heimili og fengið sér
kaffi og kleinur í boði félagsins. Hægt verður að koma frá kl 09:30 á morgnana og eitthvað frameftir. Er þetta góður kostur fyrir
þá sem vilja koma og hitta aðra KA menn og ræða málin. Alla föstudagsmorgna kl 09:30!
26.02.2010
Um helgina verður nóg að gera hjá KA mönnum ungum sem og eldri leikmönnum. kl 15:00 í dag verður flautað til leiks á Goðamóti
þórs en mótið er fyrir 5.fl karla. KA sendir þar til leiks 4 lið sem etja kappi við mörg af sterkustu liðum landsins í þessum aldursflokki.
Þjálfarar eru Dean Martin (m.fl þjálfari) og Egill Ármann Kristinsson
25.02.2010
Stelpurnar í B liði 3. flokks KA/Þórs skelltu sér á Kick Box æfingu í vikunni og var vel tekið á því. Klukkutíminn
var nýttur til hins ítrasta og stelpurnar mjög ánægðar með tímann og ljóst að þetta verður endurtekið í nánustu
framtíð.
25.02.2010
KA2 tekur á móti Víkingum klukkan 15.00 á sunnudag. Þessi lið hafa jafn mörg stig í deildinni og því mikilvægt fyrir KA2 að
rífa sig upp og sigra sinn fyrsta leik á heimavelli.