08.04.2010
KA spilaði síðasta heimaleik sinn á Íslandsmótinu í kvöld og voru meistarar HK í heimsókn. Það er skemmst frá
því að segja að HK vann leikinn nokkuð sannfærandi. KA á eftir útileik gegn Fylki en sá leikur skiptir engu máli þar sem
Árbæjardömur eru öruggar með þriðja sætið og KA verður í því fjórða. Sama dag munu HK og Þróttur Nes
berjast um Íslandsmeistaratitilinn og nægir Þrótti að vinna tvær hrinur í leiknum til að tryggja sér titilinn.
08.04.2010
Það ræðst í kvöld hvort það verður Akureyri eða FH sem komast í 4 liða úrslit Íslandsmóts karla. Akureyri leikur
við Hauka í Hafnarfirðinum og þarf nauðsynlega að sigra til að tryggja sig áfram og ekki síður til að sanna fyrir stuðningsmönnum og
sjálfum sér að liðið eigi erindi í úrslitakeppnina eftir slakt gengi í síðustu fjórum leikjum.
07.04.2010
Mikil veisla var haldin s.l. laugardag hjá blakhjónunum Adda og Heiðu. Þar mættu flestir leikmenn karla- og kvennaliðs KA auk stjórnar blakdeildar.
Buðu herra og frú Blak upp á æðislega kjúklingasúpu og köku í eftirrétt. Hilmar Sigurjónsson, fyrirliði karlaliðsins
og Jóhann bróðir hans komust því miður ekki í veisluna þar sem þeir lentu í hörðum árekstri rétt sunnan við
Blönduós. Heimasíðan mætti í veisluna og smellti af nokkrum myndum. Í dag fór hún svo í heimsókn á spítalann og
þar var mikið fjör þrátt fyrir óskemmtilegt tilefnið. Myndir af báðum stöðum má sjá í myndasafninu.
07.04.2010
Íþróttabandalag Akureyrar efnir til fundar um íþróttamál í kvöld, miðvikudaginn 7. apríl kl. 20:00 í
Brekkuskóla. Fulltrúar frá þremur íþróttafélögum flytja stutt erindi um rekstur og framtíðarhorfur félaganna.
Fulltrúar allra framboða til komandi bæjarstjórnarkosninga ávarpa fundinn og kynna áherslur sínar í íþróttamálum.
Pallborðsumræður verða að loknum framsöguerindum. Við hvetjum alla til þess að mæta.
06.04.2010
Stelpurnar í KA töpuðu 0-3 gegn Fylki í kvöld og því eru vonir um bronsverðlaun á Íslandsmótinu nánast foknar út
í veður og vind. Mikil forföll voru í liðinu og vantaði m.a. Elmu, Birnu, Evu, Ástu, Dýrleifi og Ísey. Þær sem eftir voru
áttu á brattann að sækja og töpuðu öllum hrinunum.
06.04.2010
Héraðsdómaranámskeið verður haldið í Hamri mánudaginn 12. apríl kl. 20:00. Námskeiðið er hugsað fyrir alla starfandi
dómara og þá sem vilja öðlast réttindi héraðsdómara.
05.04.2010
Framhald af aðalfundi Knattspynufélags Akureyrar verður þriðjudaginn 13. apríl n.k. Þar verður fundinum sem haldinn var 23. mars s.l. og frestað
áframhaldið. Fundurinn hefst kl 20:00 og verður í KA - Heimilinu.
31.03.2010
Stelpur í 5. og 6. flokki stúlkna eru nú komnar í páskafrí. Næsta æfing verður því fimmtudaginn 8. apríl á
venjulegum tíma, eða klukkan 15:30.
Páskakveðja, Sindri Ká
30.03.2010
Á morgun, miðvikudag, mætast KA og Valur í Boganum en leikurinn er í Lengjubikarnum.
29.03.2010
Stelpurnar í blakliði KA fengu enn einn skellinn í kvöld þegar Þróttur Neskaupstað kom í heimsókn. Þrátt fyrir slæmt
tap sýndu stelpurnar að mikið er spunnið í liðið en meðalaldurinn var 15,6 ár í seinustu hrinunni. Báða reynsluboltana vantaði
í lið KA og verður það að teljast bæði furðulegt og leiðinlegt að vera að spila í úrslitakeppni um
Íslandsmeistaratitil án þess að geta notað sína bestu leikmenn. KA-dömur verða nú að stefna á bronsið en um það
bítast þær við Fylki. Allt stefnir í hreinan úrslitaleik um titilinn milli Þróttar og HK í lokaumferðinni. KA á tvo heimaleiki
í næstu viku, gegn Fylki á þriðjudag og gegn HK á fimmtudag. Báðir leikir hefjast kl 19:30