16.03.2010
Fyrsti leikur í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í kvöld. KA vann þá Þrótt 3-0 eftir nokkuð jafnar hrinur.
Engu líkara var sem leikmenn hefðu samið um að taka þrjár hrinur með svona hæfilegri áreynslu því leikurinn var frekar bragðdaufur
í heildina. KA fer suður og spilar við Þrótt á föstudagskvöldið. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í
úrslitaeinvígið.
Stelpurnar spila sinn fyrsta leik gegn Þrótti á Neskaupstað nú á fimmtudag en fá svo Fylki í heimsókn næsta miðvikudag.
Úrslitakeppnin hjá konunum er þannig að fjögur efstu liðin í deildinni spila tvöfalda umferð.
16.03.2010
Aðalfundur K.A. verður haldinn þriðjudaginn 23. mars n.k. í KA - Heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir félagsmenn hvattir til þess að
mæta.
16.03.2010
Hinn 22 ára gamli örvfætti varnarmaður, Kristján Páll Hannesson, hefur gengið til liðs við KA úr röðum Magna á
Grenivík.
15.03.2010
Aðalstjórn KA og stjórn Blakdeildar KA bjóða til mótttöku í KA heimilinu á morgun mánudag til heiðurs nýkrýndum
bikarmeisturum KA. Athöfnin verður frá klukkan 17:30 til 18:00 og er öllum velunnurum KA boðið að mæta og heilsa upp á strákana og
óska þeim til hamingju með langþráðan og glæsilegan sigur í dag. Strax á eftir eða klukkan 18:00 bíður KA svo
bæði karla- og kvennaliðinu til matarveislu í KA heimilnu.
Vonumst til að sjá sem flesta koma og samgleðjast með strákunum.
Til hamingju strákar og til hamingju KA menn.
Stjórnir KA
14.03.2010
Nokkrar myndir eru komnar frá bikarúrslitunum. Þær má sjá í myndasafni. Hér má einnig lesa umfjöllum um leikina.
14.03.2010
Í dag tryggði mfl. karla í blaki sér bikarmeistaratitil í blaki. Okkar menn öttu kappi við Stjörnuna og báru sigur úr bítum 3 - 2
í úrslitaleiknum sem fram fór í Laugardagshöllinni fyrr í dag. Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn! Stelpurnar
spiluðu einnig til úrslita í dag við HK, en töpuðu leiknum 3-1. Móttaka bikarmeisturunum til heiðurs verður haldin
kl 17:30 á morgun mánudag í KA - Heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta!
14.03.2010
Okkar menn gerðu jafntefli við íslandsmeistara FH í Lengjubikarnum í dag. Lokatölur voru 3 - 3 en Andri Fannar skoraði öll mörkin okkar. Þess
má geta að við spiluðum manni færri í 70 mínútur en Dean Martin var rekinn útaf í upphafi leiks. Eftir jafnteflið situr KA í
næst neðsta sæti síns riðils með aðeins 1 stig, en þetta var fyrsta stigið sem við fáum á þessu móti. Myndir frá leiknum er hægt að sjá hér. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson.
13.03.2010
KA/Þór vann þriggja marka sigur gegn FH, 28:25, í jöfnum og skemmtilegum leik í N1- deild kvenna í handbolta, en leikið var í KA- heimilinu.
Fram að leiknum í dag hafði FH haft betur í báðum viðureignum liðanna í deildinni og því kærkominn sigur
norðanstúlkna.
13.03.2010
Í dag fór fram Íslandsmót 11-14 ára í júdó og var mótið haldið á Akureyri. Árangur þeirra varð
eftirfarandi:
13.03.2010
Bæði lið KA munu spila í úrslitum Bridgestonebikarskins á sunnudaginn. Fara leikirnir fram í Laugardalshöllinni. Stelpurnar munu spila við HK kl
14:00 en strákarnir strax á eftir kl 15:30. Mótherjar þeirra verða Stjörnumenn en þeir unnu HK í æsilegum undanúrslitaleik 3-2.
Er ástæða til að hvetja alla KA-menn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Höllina. Það er ekki á hverjum
degi sem svona tækifæri gefst og ef allt gengur að óskum gætu bæði lið staðið uppi sem meistarar.