Fréttir

Úrslitakeppnin: KA vann Þrótt 3-0 í fyrsta leiknum

Fyrsti leikur í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn fór fram í kvöld. KA vann þá Þrótt 3-0 eftir nokkuð jafnar hrinur. Engu líkara var sem leikmenn hefðu samið um að taka þrjár hrinur með svona hæfilegri áreynslu því leikurinn var frekar bragðdaufur í heildina. KA fer suður og spilar við Þrótt á föstudagskvöldið. Liðið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaeinvígið. Stelpurnar spila sinn fyrsta leik gegn Þrótti á Neskaupstað nú á fimmtudag en fá svo Fylki í heimsókn næsta miðvikudag. Úrslitakeppnin hjá konunum er þannig að fjögur efstu liðin í deildinni spila tvöfalda umferð.

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar þriðjudaginn 23. mars

Aðalfundur K.A. verður haldinn þriðjudaginn 23. mars n.k. í KA - Heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og eru allir félagsmenn hvattir til þess að mæta.

Kristján Páll Hannesson í KA

Hinn 22 ára gamli örvfætti varnarmaður, Kristján Páll Hannesson, hefur gengið til liðs við KA úr röðum Magna á Grenivík.

Móttaka fyrir bikarmeistarana í KA heimilinu kl. 17:30 í dag

Aðalstjórn KA og stjórn Blakdeildar KA bjóða til mótttöku í KA heimilinu á morgun mánudag til heiðurs nýkrýndum bikarmeisturum KA.  Athöfnin verður frá klukkan 17:30 til 18:00 og er öllum velunnurum KA boðið að mæta og heilsa upp á strákana og óska þeim til hamingju með langþráðan og glæsilegan sigur í dag.  Strax á eftir eða klukkan 18:00 bíður KA svo bæði karla- og kvennaliðinu til matarveislu í KA heimilnu. Vonumst til að sjá sem flesta koma og samgleðjast með strákunum.  Til hamingju strákar og til hamingju KA menn.  Stjórnir KA

Bikarúrslit: myndir og umfjöllun

Nokkrar myndir eru komnar frá bikarúrslitunum. Þær má sjá í myndasafni.  Hér má einnig lesa umfjöllum um leikina.

M.fl. karla í blaki bikarmeistarar, stelpurnar biðu lægri hlut

Í dag tryggði mfl. karla í blaki sér bikarmeistaratitil í blaki. Okkar menn öttu kappi við Stjörnuna og báru sigur úr bítum 3 - 2 í úrslitaleiknum sem fram fór í Laugardagshöllinni fyrr í dag. Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn! Stelpurnar spiluðu einnig til úrslita í dag við HK, en töpuðu leiknum 3-1. Móttaka bikarmeisturunum til heiðurs verður haldin kl 17:30 á morgun mánudag í KA - Heimilinu. Vonumst til að sjá sem flesta!

Lengjubikarinn: KA gerði jafntefli við FH

Okkar menn gerðu jafntefli við íslandsmeistara FH í Lengjubikarnum í dag. Lokatölur voru 3 - 3 en Andri Fannar skoraði öll mörkin okkar. Þess má geta að við spiluðum manni færri í 70 mínútur en Dean Martin var rekinn útaf í upphafi leiks. Eftir jafnteflið situr KA í næst neðsta sæti síns riðils með aðeins 1 stig, en þetta var fyrsta stigið sem við fáum á þessu móti. Myndir frá leiknum er hægt að sjá hér. Myndirnar tók Sævar Geir Sigurjónsson.

KA/Þór með langþráðan sigur á FH - myndir

KA/Þór vann þriggja marka sigur gegn FH, 28:25, í jöfnum og skemmtilegum leik í N1- deild kvenna í handbolta, en leikið var í KA- heimilinu. Fram að leiknum í dag hafði FH haft betur í báðum viðureignum liðanna í deildinni og því kærkominn sigur norðanstúlkna.

KA-krakkar í miklu stuði á Íslandsmóti 11-14 ára í júdó.

Í dag fór fram Íslandsmót 11-14 ára í júdó og var mótið haldið á Akureyri.  Árangur þeirra varð eftirfarandi:

KA í úrslit Bridgestonebikarsins -bæði í kvenna- og karlaflokki

Bæði lið KA munu spila í úrslitum Bridgestonebikarskins á sunnudaginn. Fara leikirnir fram í Laugardalshöllinni. Stelpurnar munu spila við HK kl 14:00 en strákarnir strax á eftir kl 15:30. Mótherjar þeirra verða Stjörnumenn en þeir unnu HK í æsilegum undanúrslitaleik 3-2. Er ástæða til að hvetja alla KA-menn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Höllina. Það er ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst og ef allt gengur að óskum gætu bæði lið staðið uppi sem meistarar.