Fréttir

Fjölliðamóti 6. flokks kvenna lokið - öll úrslit komin

Um helgina fer fram heilmikið mót hjá 6. flokki kvenna í KA heimilinu og Síðuskóla. Leikið er á föstudag og laugardag en mótið hefst klukkan 17:00 á föstudag og klárast um klukkan 13:30 á laugardaginn. Mótinu er lokið og hér fyrir neðan er hægt að skoða öll úrslit og röð liða. Smelltu hér til að skoða leikskipulag og úrslit leikja mótsins. Smelltu hér til að skoða yfirlit um dómara og tímaverði mótsins. Smelltu hér til að skoða lokaúrslit mótsins og röð liða.

Tveir leikir verða hjá 3. flokki kvenna um helgina

Á föstudagskvöldið leikur KA/Þór 2 gegn Víkingum og hefst leikurinn klukkan 21:00 í KA heimilinu og síðan leika KA/Þór – Víkingur í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins á laugardag klukkan 14:00 Í KA heimilinu.

Engar handboltaæfingar í KA heimilinu sumardaginn fyrsta og á laugardag!

Athugið að handboltaæfingar falla niður á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta og einnig á laugardaginn vegna fjölliðamóts í 6. fl. kvk.

M.fl og 2.fl mæta ÍA á morgun

Á morgun sumardaginn fyrsta ferðast bæði M.fl og 2.fl karla til Akraness þar sem bæði lið spila æfingaleiki við heimamenn í ÍA. Leikur m.fl er á undan og hefst hann kl 16.00 en leikur 2.fl er spilaður strax á eftir.

Vestmannaeyjaferð 6. flokks – föstudaginn 23. apríl 2010

Loks er búið að hnýta alla enda vegna Vestmannaeyjaferð drengjanna. Mæting er í KA heimili kl. 12.30 nk. föstudag. Verð ferðar er kr. 4.000 sem greiðist við brottför. Fjórir fararstjórar fara með drengjunum auk þjálfaranna tveggja. Drengirnir munu fá heita máltíð í Borgarnesi á suðurleið, morgunverð og tvær heitar máltíðir á laugardag auk morgunverðar á sunnudagsmorgun ásamt því sem við snæðum í Reykjavík áður en lagt er af stað norður yfir heiðar.

Íslandsmeistarar í 3. fl. kv. b-liða.

Hér er mynd af stelpunum í 3. fl. við verðlaunaafhendinguna á sunnudaginn var.  Til hamingju stelpur. Þjálfari liðsins er Piotr Kempisty - núverandi Íþróttamaður KA.

Fleiri Íslandsmeistaratitlar til KA!

Síðari hluti Íslandsmóts yngri flokkanna í blaki fór fram í Kópavogi 16. – 18. apríl. KA sendi sex lið til keppni og var afraksturinn tveir Íslandsmeistaratitlar og tvenn silfurverðlaun og verður það að teljast frábær árangur. Myndir af liðunum má sjá hér að ofan í myndir.

Fundur hjá foreldrum og forráðamönnum handboltastelpna

Foreldrafundur verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 21. apríl kl. 19:00 í KA-heimilinu. Stelpurnar taka þátt í móti komandi helgi hér fyrir norðan og því ætla þjálfarar og fulltrúar unglingaráðs að funda með foreldrum þátttakenda. Við sendum tvö lið til keppni að þessu sinni og því verður farið yfir á fundinum hvernig liðin verða skipuð, leiktíma, skipulag mótsins og fleira í þessum dúr. Mikilvægt er að einn fulltrúi að lágmarki mæti fyrir hönd hvers þátttakanda. Kær kveðja, Sindri Ká (868-7854)

Boltinn alltaf í beinni í KA - Heimilinu

Við minnum KA menn á það að boltinn er alltaf í beinni í KA - Heimilinu á breiðtjaldi og það er líka alltaf heitt á könnunni. Við hvetjum KA menn að kíkka upp í KA - heimili, horfa á leiki og spjalla við aðra KA menn um boltann. Við verðum að sjálfsögðu með sýningar í kvöld!

3. flokkur karla - mæta Haukum á þriðjudaginn

Næstkomandi þriðjudag klukkan 18:00 spilar KA1 á móti Haukum í 8. liða úrslitum Íslandsmótsins. KA1 enduðu í öðru sæti í fyrstu deild og fá því Hauka sem unnu sigur í annarri deildinni. Haukar hafa hörkuliði á að skipa og til að mynda urðu þessir strákar Íslandsmeistarar síðastliðið vor í 4. flokki. Þannig að þetta verður erfiður leikur, en KA1 ætlar sér örugglega alla leið í úrslit. Þetta er svo síðasti heimaleikur liðsins á þessum vetri og viljum við því hvetja sem flesta til að mæta og styðja við bakið á strákunum.