Fréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar s.l. fimmtudagskvöld

Aðalfundur Knattspyrnudeildar var haldinn s.l. fimmtudagskvöld. Um 30 manns mættu á fundinn. Á fundinum var kjörin ný stjórn en í henni eru,

Burst gegn Fylki

Kvennalið KA lék sinn næstsíðasta leik í deildarkeppninni á laugardag. Fylkir var í heimsókn og eftir snarpa viðureign vann KA 3-0. Hrinurnar fóru 25-14, 25-15 og 25-16. Leikurinn var afar mikilvægur því liðin tvö, ásamt HK og Þrótti Neskaupstað eru að berjast um fjögur efstu sætin í deildinni. KA komst úr fjórða sætinu upp í annað, er með jafn mörg stig og HK.

Handboltakonur í boði hjá Greifanum (myndir)

Meistaraflokkur og 3. flokkur fóru út að borða á Greifann á fimmtudagskvöldið eftir æfingu.  Þetta var gert til að ræða framtíðina og efla móralinn.  Nokkrar myndir fylgja frá þessum skemmtilega kvöldverði. Greifinn fær miklar þakkir fyrir góða þjónustu og samstarf.

KA - kaffi alla föstudagsmorgna

Nú hefur verið ákveðið að hafa svo kallað KA - kaffi alla föstudagsmorgna þar sem KA menn geta komið upp í KA heimili og fengið sér kaffi og kleinur í boði félagsins. Hægt verður að koma frá kl 09:30 á morgnana og eitthvað frameftir. Er þetta góður kostur fyrir þá sem vilja koma og hitta aðra KA menn og ræða málin. Alla föstudagsmorgna kl 09:30!

Lengjubikarinn, Goðamót og endurkoma

Um helgina verður nóg að gera hjá KA mönnum ungum sem og eldri leikmönnum. kl 15:00 í dag verður flautað til leiks á Goðamóti þórs en mótið er fyrir 5.fl karla. KA sendir þar til leiks 4 lið sem etja kappi við mörg af sterkustu liðum landsins í þessum aldursflokki. Þjálfarar eru Dean Martin (m.fl þjálfari) og Egill Ármann Kristinsson

Handboltastelpurnar í Kick Box (myndir)

Stelpurnar í B liði 3. flokks KA/Þórs skelltu sér á Kick Box æfingu í vikunni og var vel tekið á því. Klukkutíminn var nýttur til hins ítrasta og stelpurnar mjög ánægðar með tímann og ljóst að þetta verður endurtekið í nánustu framtíð.

3. flokkur karla: Leikur hjá KA2 á sunnudag

KA2 tekur á móti Víkingum klukkan 15.00 á sunnudag. Þessi lið hafa jafn mörg stig í deildinni og því mikilvægt fyrir KA2 að rífa sig upp og sigra sinn fyrsta leik á heimavelli.

Foreldrar/forráðamenn

Nú er komið að því að ganga frá æfingagjöldum vetrarins.    Töluvert margir byrjuðu að æfa í janúar þegar EM stóð sem hæðst, og er það vel, nú viljum við biðja foreldra þessara barna að ganga frá æfingagjöldum fram á vorið.  Gjaldið fyrir þá sem byrjuðu í janúar er sem hér segir.

Úrvals WC pappír til styrktar meistara- og 3. flokki KA/Þór

Meistara- og 3. flokkur kvenna hefur WC-pappír til sölu til styrktar starfinu í vetur.  48 úrvalsrúllur í pakka kosta 6.000 kr. Hægt er að kaupa pappírinn með því að hafa samband við einhverja stelpuna í meistaraflokki eða 3.flokki eða eftirtalda stjórnarmenn:    Kristveig Atladóttir         s: 862-3318    Sigríður Ingvarsdóttir     s: 820-6745    Erlingur Kristjánsson      s: 690-1078 Kaupið besta pappírinn og styðjið starfið hjá okkur !

Dularfulla klísturshvarfið!

Klístursdolla meistaraflokks kvenna hvarf úr boltapokanum í andyri KA heimilis á mánudaginn.  Ef einhver hefur upplýsingar um dolluna er hann vinsamlega beðin að láta Stefán Guðnason ( stebbigje@simnet.is GSM: 868-2396) aðstoðarþjálfara meistaraflokks vita. Ef einhver hefur dolluna undir höndum má skila henni í afgreiðsluna í KA heimilinu.