Fréttir

VefTV: EM stemmingin í KA heldur áfram - Martha og Stebbi Guðna í viðtali

Góð stemming var í KA heimilinu í dag á leik Austurríkis og Íslands en leikurinn var geysilega spennandi. Honum lauk með svekkandi jafntefli 37-37. Við ræddum við þau Stebba Guðna og Mörthu Hermans um leikinn og einnig komandi leik KA/Þórs um helgina. Sannkölluð handboltaveisla verður nefnilega í KA - Heimilinu á laugardag, kl 16:00 hefst leikur KA/Þórs og Víkings sem verður væntanlega mjög spennandi, þar á eftir verður svo hægt að horfa á leik Íslands og Dana á breiðtjaldi. Boðið verður upp á frábærar veitingar á góðu verði, votar og þurrar. Foreldrar eru einnig hvattir til að taka börnin með og gera þetta af fjölskyldustemmingu.

Meistaraflokkur KA/Þór með heimaleik gegn Víkingum á laugardag

Eftir töluvert hlé er nú komið að heimaleik KA/Þór í N1-deildinni. Á laugardaginn kemur lið Víkings í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 16:00 í KA-heimilinu. Liðin hafa mæst tvisvar í vetur, fyrst þann 11. nóvember í bikarkeppninni og þá sigraði KA/Þór með yfirburðum, 36-13 hér í KA-heimilinu.

Heimaleikur hjá 3. flokki karla á laugardag

Á laugardaginn klukkan 14:00 eiga KA1 og Fram að spila í 3. flokki karla. Þetta er toppslagur og því mikilvægt að fá sem flesta til að koma og hvetja strákana.  Strákarnir hafa byrjað árið mjög vel og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri sigurbraut sem þeir hafa verið á.

6. flokkur – yngra ár: Ferð til Reykjavíkur 22. janúar (nýtt!)

Næstkomandi föstudag (22. janúar) fer yngra ár 6. flokks til Reykjavíkur til að taka þátt í þriðju umferð Íslandsmótsins í handbolta. Nú er niðurröðun á mótinu um helgina ljós og drengirnir þurfa að mæta kl. 11.00 í KA heimilið. Rétt er að ítreka að verð ferðarinnar er kr. 3.000 sem greiðist við brottför og er ekki hægt að greiða með kortum.

VefTV: EM stemming í KA - Jonni og Tryggvi um gengi strákanna okkar

Fyrsti leikur Íslands á EM var í kvöld á móti Serbum og lauk honum með afar svekkjandi jafntefli 29 - 29. Aðalstjórn KA tók upp á því að sýna leikinn á breiðtjaldi fyrir félagsmenn og bauð einnig upp á pizzur o.fl. á hagstæðu verði. Mætingin hefði þó mátt vera meiri og hvetjum við alla að mæta á næsta leik, fimmtudaginn n.k. kl 16:00. Tíðindamaður síðunnar tók Jónatan Magnússon og Tryggva Gunnars tali eftir leikinn.

VefTV: Gamalt og gott myndband í tilefni dagsins

Í dag er fyrsti í handbolta, eða það má að a.m.k. orða það þannig, en í kvöld mætir Ísland Serbum á EM í handbolta. Leikurinn verður, eins og áður hefur komið fram, sýndur í KA heimilinu og mun Jónatan Magnússon spjalla um sínar væntingar fyrir EM hálftíma fyrir leik. En í tilefni dagsins ætlum við að birta hér myndband sem tíðindamaður síðunnar fann á ferðum sínum um netið á dögunum. Myndbandið er af skondnu atviki í lok leiks KA og Þórs í 16 liða úrslitum SS-Bikarsins 1998. Þetta atvik lýsir vel stemmingunni hér í "gamla daga" þegar KA og Þór öttu kappi og leikvangurinn fylltist af æpandi fólki og spennan var mikil. Við erum ekki alveg klárir á hverjir eru að lýsa en talið er að þetta sé frá útsendingu Aksjón.

KA með 6 verðlaun á RIG, enn einn sigur hjá Helgu.

Sameinað júdómót Reykjavik International Games og afmælismóts JSÍ var haldið í Ármannsheimilinu í dag. Keppendur voru tæplega 100 talsins og komu frá öllum júdófélögum landsins.

VefTV: Framkvæmdir í KA - Heimilinu, viðtal við Tryggva Gunnars

Miklar framkvæmdir standa yfir nú í KA heimilinu en endurnýjun á potta aðstöðu og gufubaði stendur yfir. Fyrirhugað er að steypa stóran og góðan heitapott og ísbað, setja upp nýtt gufubað og endurnýja búninga astöðu og sturtur. VefTV KA sem legið hefur í dvala undanfarið en er komið aftur á kreik skellti sér upp í KA og fylgdist með framkvæmdum. Smelltu á "lesa meira" til að sjá innslagið.

EM í handbolta sýnt í KA heimilinu - Jónatan Magnússon mun segja frá væntingum sínum á þriðjudaginn

Það verður EM stemming í KA heimilinu á þriðjudag en aðalstjórn og unglingaráð handboltans hafa tekið höndum saman og ákveðið að sýna beint frá leikjum Íslands á EM eins og kemur fram í tilkynningu frá aðalstjórn.

Óli Klöru og Svanni heiðraðir

S.l. miðvikudag voru þeir Óli Klöru og Svanni, miklir KA - karlar, heiðraðir á hátíðarathöfn tengdri kjöri á Íþróttamanni Akureyrar. Við þetta tækifæri tók Gunnar Níelsson saman stuttan pistil um þá félaga sem hafa gert ófáa greiða fyrir félagið í gegnum tíðina.