09.01.2010
Kvennalið KA fylgdi í fótspor karlanna og vann sinn leik gegn Stjörnunni. Eftir mikið basl í tveimur fyrstu hrinunum náði KA undirtökunum og vann
að lokum öruggan 3-1 sigur. Hulda Elma Eysteinsdóttir bar liðið á herðum sér og tók málin í sínar hendur þegar á
þurfti að halda. Hún skoraði 27 stig en Auður Anna var með 16 og Birna 14.
09.01.2010
Karlalið KA vann Stjörnuna 3-2 í hörku tveggja tíma leik í KA heimilinu í dag. Stigahæsti maður KA var Piotr Kempisty með 32 stig en
Hilmar Sigurjónsson skoraði 18 stig.
08.01.2010
Hið árlega Soccerade - mót hófst í dag. Mótið er hugsað sem undirbúningsmót fyrir liðin hér á norðurlandi en alls
eru 10 lið skráð til leiks en mótið stendur til 21. febrúar. Fyrsti leikur KA manna á mótinu er á morgun þegar 2. flokkur etur kappi
við Samherja úr Eyjafjarðarsveit. Það er um að gera fyrir alla fótboltaþyrsta KA menn að mæta í Bogann á morgun en leikurinn hefst kl
14:15. Næstu helgi munu svo bæði meistaraflokkur og 2. flokkur keppa þannig að það verður nóg að spennandi hlutum að gerast í boltanum
á næstu vikum. KA síðan verður með litla hliðarsíðu tileinkaða mótinu þar sem hægt er að sjá
leikjaniðurröðun, riðla og einnig samantekt yfir allar fréttir sem skrifaðar verða um mótið. Þú getur smellt hér eða farið í "Soccerade mótið" í valmyndinni hér að
ofan.
08.01.2010
Þeir eru vandfundnir jafn miklir KA menn og Gunnar Níelsson. Þegar sá sem þetta ritar hugsaði með sér hver gæti verið sniðugur til
þess að skrifa stuttan pistil í tilefni 82. ára afmælis KA kom nafnið Gunni Nella upp í hugann um leið. Eftir nokkrar samningaviðræður
varð það úr að Gunnar fékkst til að skrifa pistil, kveðju til besta vinar síns; KA!
07.01.2010
Á laugardaginn kl: 19.00 spila KA1 - FH1 í KA heimilinu. Þessi lið eru á sömu slóðum í deildinni og því ætti að
verða hörkuleikur þar.
Á sunnudag spila síðan KA2 - FH2 kl:11.00 í KA heimilinu. KA liðið hefur átt erfitt uppdráttar en voru farnir að bæta sig verulega í
síðustu leikjum fyrir jól, vonumst við til að sú framþróun haldi áfram.
Ég vil því hvetja alla til að koma og hvetja þessa stráka.
Jóhann Gunnar Jóhannsson
07.01.2010
Það var kaldan janúardag árið 1928, nánartiltekið 8. janúar, sem Knattspyrnufélag Akureyrar var stofnað af nokkrum ungum drengjum á
heimili Axels Schiöth, bakara, í innbænum. Þá óraði örugglega ekki fyrir því hvernig rættist úr þessu litla
félagi sem hefur skipað sér sess í íþróttasögunni sem eitt af stærstu félögum Íslands. Félagið hefur átt
góða spretti í öllum deildum sínum og m.a. orðið íslandsmeistari í knattspyrnu 1989, íslands og bikarmeistarar í handknattleik og
blaki auk fjölda titla í júdó. Áður fyrr var einnig skíðadeild og frjálsíþróttadeild. Þann 8 janúar verður
þetta félag okkar hvorki meira né minna en 82. ára og verður því fagnað n.k. sunnudag kl 14:00.
05.01.2010
Knattspyrnudeild stóð fyrir gamlársmóti í innanhús knattspyrnu en það fór fram á næst síðasta degi ársins,
mótið var haldið til styrktar deildarinnar. Alls skráðu sig til leiks 7 lið og þóttu þáttakendur sýna mikla takta innan sem utan vallar.
Liðin sem skipuðu sér í þrjú efstu sætin voru Draupnir í þriðja, Fc Þrúgur í öðru og svo voru það
Brothættir sem tóku fyrsta sætið. Telja menn að "Brothættir" sé vísun í aldur liðsmanna en þegar á ákveðið
aldursskeið er komið vilja menn verða brothættir, ekkert hefur þó verið gefið út um það opinberlega. Blöðin eru reyndar þegar
farin að tala um samsæri en Bjarni Áskels formaður deildarinnar var í liðinu. Hann vildi ekki tjá sig um málið í dag.
30.12.2009
Nú er í þann mund að hefjast innanhúsmót í knattspyrnu í KA - Heimilinu. Knattspyrnudeild KA stendur fyrir mótinu en þetta er í
fyrsta skipti sem slíkt mót er haldið á vegum deildarinnar. Keppt verður frá 17 og fram eftir kvöldi en alls eru 7 lið skráð til leiks.
29.12.2009
Í dag veitti Íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar þeim viðkenningu sem orðið höfðu Íslandsmeistarar árið 2009
í árlegu hófi. KA átti alls 9 Íslandsmeistara og voru þeir allir úr júdódeild.
29.12.2009
Afreks og styrktarsjóður Íþrótta og tómstundarráðs Akureyrar veitti í dag KA veglegan styrk vegna þeirra félaga sem hafa tekið
þátt í keppni landsliða fyrir Íslands hönd á vegum sérsambanda á árinu. Alls voru 25 einstaklingar úr KA sem valdir voru
í landslið.