16.04.2010
Valið hefur verið u-20 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í undankeppni fyrir EM sem fram fer helgina 21.-23. maí í Rúmeníu en
liðið er þar í riðli ásamt Rúmeníu, Frakklandi og Króatíu.
Þrjár stelpur úr liði KA/Þór eru í hópnum, þær Arna Valgerður Erlingsdóttir, Emma Havin Sardarsdóttir og Unnur
Ómarsdóttir. Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju með árangurinn og óskum þeim velgengni í verkefninu.
15.04.2010
Það var tekið á því á Nývangi í gær þegar meðlimir meistaraflokks KA tóku sig til og mokuðu snjóinn af
Nývangi. Þetta flýtir fyrir því að völlurinn nái sér eftir veturinn og að strákarnir geti farið að æfa.
15.04.2010
Í morgun komu landsliðsmennirnir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sturla Ásgeirsson í heimsókn til Akureyrar. Ætlunin var
að reyna að fá þá á æfingar hjá yngri flokkum en þar sem þeir þurftu sjálfir að vera mættir á æfingu
í Reykjavík seinni partinn var það ekki hægt. Í staðinn fóru þeir í heimsókn í nokkra skóla hér á
Akureyri og hittu unga aðdáendur.
15.04.2010
Guðmundur Hólmar Helgason leikmaður 3. flokks KA hefur verið valinn í U-20 ára landslið Íslands sem tekur þátt í undankeppni
Evrópumeistaramótsins nú um helgina. Ásamt Guðmundi eru tveir félagar hans í Akureyri Handboltafélagi í landsliðshópnum en
það eru þeir Geir Guðmundsson og Oddur Gretarsson.
14.04.2010
Nú þegar Íslandsmótum vetrarins er lokið þá er gaman að skoða hvernig skipting verðlauna hefur verið. Hér á eftir er
samantekt um skiptinguna:
Félag:
Gull:
Silfur:
Brons:
Samtals:
JR
22
16
13
51
KA
10
14
12
36
Ármann
11
5
5
21
ÍR
1
8
10
19
Selfoss
7
4
6
17
Grindavik
2
3
3
8
Þróttur
1
2
3
Samherjar
2
2
Vinir okkar í JR er með langbestan árangur og er ástæða til þess að óska þeim til hamingju með það. Við í KA
getum mjög vel við unað, við erum í öðru sæti og einnig getum við hæglega talið með okkar árangri fóstbræður okkar
í Samherjum sem æfa með okkur. Annars er ánægjulegt að sjá hversu mörg félög eru að standa sig vel, sérstaklega er
fjöldi gullverðlauna hjá Selfyssingum verulega flottur.
14.04.2010
Á Skírdag fór fram skemmtilegur handboltaleikur í KA heimilinu. Þar mættust hóparnir tveir sem fyrst lönduðu Íslandsmeistaratitli
hjá KA í handbolta árið 1992 og 1993. Þetta voru s.s. árgangar drengja fæddir 1977-1980. Leikurinn var æsispennandi en lauk með sigri eldra
liðsins.
13.04.2010
Í kvöld fór fram framhaldsaðalfundur KA. Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir störfum nefndar og í
kjölfarið var lögð fram tillaga uppstillingarnefndar. Fundarmenn samþykktu tillögu með miklu og langvinnu lófataki. Nýja stjórn
skipa Hrefna G Torfadóttir formaður, aðrir í stjórn eru, Tryggvi Þór Gunnarsson, Sigurður Harðarsson, Sigríður
Jóhannsdóttir, Sigurbjörn Sveinsson. Varamaður er Ragnheiður Júlíusdóttir. Einnig eru formenn deilda í KA með sæti í
aðalstjórn samkvæmt lögum félagsins.
12.04.2010
Við minnum á framhaldsaðalfund KA sem haldinn verður annað kvöld kl 20:00. Þar verður fundinum sem fram fór þann 23. mars áframhaldið.
12.04.2010
Íslandsmót fullorðinna í júdó fór fram nú um helgina. KA átti þar 12 keppendur og unnu þau til 11 verðlauna.
Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð Íslandsmeistari í -63kg. flokki. Árangur keppenda KA varð annars
þessi:
09.04.2010
KA spilar síðasta leik sinn í Lengjubikarnum á morgum þegar Leiknismenn úr Breiðholti koma í heimsókn. Liðin eru jöfn á
botni B-riðils með 1 stig hvort. Leiknir vann reyndar síðasta leik sinn gegn FH, 2-1. FH-ingar kærðu leikinn og var þeim dæmdur sigur. KA hefur átt
í mesta basli í Lengjubikarnum en aðalhöfuðverkurinn hefur verið að skapa færi og skora mörk. Markatalan eftir fimm leiki er 4-14. Við skulum vona
að úr rætist í leiknum á morgun enda ekki seinna vænna, aðeins mánuður í Íslandsmót.
Strax að leik loknum eða kl 15 spilar Þór/KA við Fylki í Lengjubikar kvenna. Sjálfur Björn Kristinn Björnsson (Bubbi) er þjálfari
Fylkis og leika tvíburadætur hans, Laufey og Björk undir hans stjórn. Gaman er að segja frá því að í leiknum mun Bubbi mæta
einhverjum af sínum gömlu lærisveinum sem hann þjálfaði í 6. og 5. flokki KA á sínum tíma.