Fréttir

Næstu andstæðingar: FH

KA ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í næsta leik sínum í Lengjubikarnum. Þá koma FH-ingar í heimsókn en þeir eru eina liðið í B-riðli sem ekki hefur tapað stigum. Þeir hafa spilað við Val og Víking og unnið örugglega 3-0 og 2-0. KA hefur enn ekki hlotið stig svo róðurinn verður sjálfsagt erfiður. Leikurinn fer fram í Boganum á sunnudag kl 16:15.

KA/Þór mætir FH í meistaraflokki kvenna á laugardaginn

Á laugardaginn klukkan 15:00 leika KA/Þór – FH í meistaraflokki kvenna í KA heimilinu. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni til þessa, fyrri leiknum sem var í Hafnarfirði lauk með naumum sigri FH 30-27 en seinni leikinn hér á Akureyri  sigraði FH 30-39.

Akureyri gegn Stjörnunni á föstudaginn klukkan 19:00

Fyrsta umferð þriðja hluta N1 deildarinnar hefst nú í vikunni, Akureyri fær heimaleik gegn Stjörnunni og verður hann leikinn á föstudaginn klukkan 19:00. Akureyri er sem kunnugt er komið í 2. sæti N1 deildarinnar eftir magnaðan sigur á HK í síðustu umferð og ákaflega mikilvægt að halda áfram stemmingunni sem komin er í liðið og verja sætið.

Leikur hjá 3. flokki karla á föstudaginn

Næstkomandi föstudagskvöld klukkan 21:00 spilar KA1 við lið Aftureldingar. KA1 liðið er í mikilli baráttu um deildarmeistaratitilinn. Við viljum hvetja fólk til að koma og horfa á þessa frábæru drengi og hvetja þá áfram í baráttunni.

Fullt hús hjá stelpunum í 4. flokki um helgina

Stelpurnar í 4. flokki kvenna fóru suður um helgina og spiluðu þar tvo leiki. Á föstudagskvöldinu var spilað við lið Fjölnis og reyndist sigurinn nokkuð auðveldur fyrir KA stelpur, 27-13. Þær sem eru nýbyrjaðar að æfa fengu fínan spiltíma í þessum leik og stóðu sig með prýði auk þess sem þær „reyndari" stóðu sig með miklum sóma.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu mánudaginn 15. mars. kl.20:00. Dagskrá: Formaður setur fundinn Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning stjórnar Önnur mál.

3 gull og fullt af silfri á Íslandsmóti 15-19 ára í júdó.

Íslandsmót 15-19 ára fór fram í Reykjavík um helgina.  KA átti 8 keppendur á mótinu.  Árangur þeirra varð eftirfarandi:

KA deildarmeistari karla

Karlalið KA tryggði sér á föstudag deildarmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á Þrótti. Langt er síðan liðið vann þennan titil síðast, svo langt að menn muna hreinlega ekki hvort það var 1993 eða 1994. Sigurinn var kærkominn enda búið að bíða lengi eftir titli. Á laugardag tapaði KA svo fyrir Stjörnunni 1-3 en sá leikur skipti engu. Stelpurnar spila við topplið HK á sunnudag kl 14 og svo verða bæði liðin í eldlínunni um næstu helgi þegar undanúrslit og úrslit Bridgestonebikarsins fara fram í Laugardalshöll.

KA - Fram á laugardaginn í Lengjubikarnum

KA og Fram mætast nk. laugardag í Lengjubikarnum hér í Boganum. Leikurinn átti upphaflega að fara fram síðar á vormánuðum en hann hefur verið færður til laugardagsins 6. mars.

Valskonur voru nokkrum númerum of stórar fyrir KA/Þór

Það var svosem viðbúið að Valsliðið reyndist ofjarlar KA/Þór í kvöld. Eftir að hafa leitt í hálfleik með sex mörkum, 7 - 13 tóku Valsstúlkur öll völd á vellinum og varð ekkert við þær ráðið.