02.02.2010
Það var fyrirfram vitað að það yrði á brattann að sækja fyrir lið KA/Þór í kvöld þegar Valskonur mættu
á svæðið, eina taplausa liðið í boltanum í dag. Valur tók leikinn þegar í sínar hendur og náðu fljótlega
öruggri forystu ekki síst með öflugri vörn sem skilaði þeim aragrúa hraðaupphlaupa sem skiluðu ódýrum mörkum.
01.02.2010
Í kvöld hófst skyndihjálparnámskeið í KA - Heimilinu í samstarfi við Rauðakrossinn á Akureyri. Næstu 4
mánudagskvöld munu allir þjálfarar hjá KA taka þátt í slíku námskeiði svo og starfsfólk KA - Heimilisins. Þar
verður m.a. kennt á nýtt hjartastuðtæki sem velunnari KA gaf félaginu á 82. ára afmælis þess 8. janúar s.l.
01.02.2010
Um helgina fór fram Afmælismót JSÍ í aldursflokknum 15-19 ára. KA átti 3 keppendur á mótinu, þær Helgu
Hansdóttur, Fionu Ýr Sigurðardóttur og Kristínu Ástu Guðmundsdóttur.
01.02.2010
Það verður enginn smáleikur í KA heimilinu á þriðjudagskvöldið þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti
stórliði Vals í N1 deild kvenna. Valskonur hafa ekki tapað leik það sem af er tímabilsins og eru fyrir vikið heldur óárennilegar.
01.02.2010
Næstkomandi miðvikudag verður stórleikur í KA heimilinu klukkan 19:15. Þá eigast við KA1 - Þór í derby leik. KA1 liðinu hefur
gengið mjög vel það sem af er vetri og ætla svo sannarlega að halda áfram á þeirri braut.
01.02.2010
Strákarnir í 5 flokki fóru til Selfoss um helgina og spiluðu þar í 3. deild. Ekki er hægt að segja annað en strákarnir hafi lagt sig 100%
fram því að þeir unnu alla sína leiki sannfærandi.
Til hamingju með árangurinn strákar!
30.01.2010
KA/Þór vann fjögurra marka sigur á HK, 27:23, er liðin mættust í KA- heimilinu í dag í N1- deild kvenna í handbolta. Við
byggjum hér á frásögn Vikudags frá leiknum.
29.01.2010
Vegna góðs gengis strákanna okkar í Austurríki hefur allt leikjaplan helgarinnar riðlast en HSÍ hefur bannað að leikir fara fram á meðan
leikir Íslendinga fara fram.
29.01.2010
Nú hefur verið ákveðið að leikur KA/Þór og HK í N1-deild kvenna á laugardaginn hefjist klukkan 15:30 eða skömmu eftir að leik
Íslands og Frakka í undanúrslitum EM. Menn geta því horft á leikinn í sjónvarpinu og haldið svo handboltanum áfram með stelpunum
en leikurinn er gríðarlega mikilvægur í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. KA/Þór er í 7. sætinu en HK í
því 8. þar sem bæði lið hafa fimm stig.
26.01.2010
Á föstudagskvöldið klukkan 20:45 tekur KA1 á móti ÍR. KA1 hefur byrjað árið mjög vel og til að mynda unnið alla
þrjá leiki sína til þessa. Þessari sigurgöngu ætla strákarnir að halda áfram og hvetja alla til að koma og horfa á.
Strákarnir eru núna með 15 stig eftir 9 leiki á meðan toppliðið er með 17 stig eftir 10 leiki þannig að þeir eiga alla möguleika
í toppslagnum.