29.12.2009
Sú hefð er að komast á að KA og Þór bjóði stjórnarmönnum og starfsfólki sínu í kaffi á milli jóla og
nýárs. Þórsarar riðu á vaðið í fyrra og buðu starfsfólki og stjórnarmönnum til sín í kaffi en í
ár ákváðu svo KA menn að gera slíkt hið sama. Er þetta gert til að treysta vinarböndin milli stjórnarmanna og starfsfólks
þessara stóru félaga sem elda oft grátt silfur inn á leikvanginum eins og eðlilegt er, er það von manna að þetta sé hef sem komin er
til að vera.
23.12.2009
Sl. laugardag var síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri flokkunum og að því tilefni mættu iðkendur með
jólasveinahúfur og í skrautlegum búningum. Aðalmálið var þó að tveir jólasveinar gáfu sér tíma og kíktu
á krakkana og tóku m.a. þátt í æfingunum.
23.12.2009
23. desember, Þorláksmessa - Lokað
24. desember, Aðfangadagur - Lokað
25. desember, Jóladagur - Lokað
26. desember, Annar í Jólum - Lokað
27. desember, Sunnudagur - Opið frá kl 10
28, 29, 30. desember opið frá 09 til 21
31. desember, Gamlársdagur - Lokað
1. janúar - Lokað
2. janúar - Opið - æfingar samkvæmt töflu
22.12.2009
Hér er smá hugmynd fyrir þá sem eiga eftir að finna síðustu jólagjafirnar..! Hvað er betra en að eiga flott KA-rúmföt?
Þú sefur ekki bara vel í þeim heldur öðlast þú sanna KA anda en mætir menn segja að það komist næst því að
öðlast heilagan anda! Rúmfötin kosta aðeins 1.500 kr og fást í KA heimilinu. Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér eintak!
Ef einhverjir lesa þetta eftir að KA-heimilið lokar er hægt að hafa samband við framkvæmdarstjóra í 899-3482. (Einnig er sniðugt að gefa KA
konunni ofnhanska og pottaleppa, nú eða fyrir konurnar að gefa körlunum slíkar græjur... þá kannski gera þeir eitthvað í
eldhúsinu!)
Einnig er hægt að sjá fleiri sniðugar KA vörur hér.
20.12.2009
Nú hafa allar deildir sent inn tilnefningar sínar til íþróttmanns KA 2009. Íþróttmaður KA verður kjörinn þann 10. janúar 2010 kl 14:00. Hægt er að sjá tilnefningarnar í "lesa meira".
20.12.2009
Nú hafa allar deildir sent inn tilnefningar sínar til íþróttmanns KA 2009. Íþróttmaður KA verður kjörinn þann 10. janúar 2010 kl 14:00. Hægt er að sjá tilnefningarnar í "lesa meira".
17.12.2009
Það var mikið fjör og gaman á jólaæfingu 7. og 8. flokks á laugardaginn, farið var í margskonar leiki og ekki minnkaði stemmingin
þegar tveir jólasveinar mættu á svæðið. Jólasveinarnir komu ekki bara klyfjaðir af gjöfum heldur reyndust þeir liðtækir
handboltamenn og sýndu meðal annars einstaka hæfileika sem markmenn, sérstaklega þegar þeir stóðu báðir í markinu og með
aðstoðarmann með sér.
15.12.2009
KA ætlar að skemmta fólki yfir hátíðarnar með því að halda innanhússmót í fótbolta í KA-heimilinu
miðvikudaginn 30. desember. Er mótið hugsað sem blanda af skemmtun og nauðsynlegri áreynslu, svipað og hið velheppnaða árgangamót sem
haldið var í fyrrahaust.
Tilkynna skal þátttöku á netfangið gassi@ka-sport.is fyrir 20. desember.
14.12.2009
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna fóru suður um helgina til að spila tvo leiki.
Lagt var af stað snemma á laugardagsmorgni, þó öllu seinna heldur en áætlað var þar sem einn leikmaður var stöðvaður af
lögreglunni á leið sinni í rútuna.
Leikurinn gegn Fylki spilaðist nokkuð vel. Jafnt var í hálfleik og getumunur liðanna lítill og í raun hefðu KA/Þór stelpur átt að
vera yfir í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ágætlega en það var eins og það vantaði ákveðna trú í stelpurnar
til að setja í fluggírinn og klára þungt og pirrað Fylkisliðið. Stelpurnar fengu fjöldamörg tækifæri til þess að
klára leikinn en heppnin virtist ekki vera með þeim þennan daginn og svo fór að Fylkisstelpur lönduðu tveggja marka sigri.