Fréttir

Akureyri og Hamrarnir með leiki á sunnudag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Íþróttahöllinni á sunnudaginn. Klukkan 13:00 mæta Hamrarnir ÍH í 1. deild karla og strax þar á eftir eða klukkan 15:00 tekur Akureyri á móti Íslandsmeisturum ÍBV í Olís deild karla.

Flottur sigur KA/Þór á Haukum í dag

KA/Þór tók á móti Haukum í Olísdeild kvenna í handbolta í KA-heimilinu í dag og fóru með verðskuldaðan sigur af hólmi.

Góður KA dagur - fyrsti gönguhópurinn

Nú er kominn vísir að almenningsíþróttadeild hjá KA. Fyrsti gönguhópurinn lagði vasklega af stað um hádegi í dag. Gengið verður alla laugardaga frá KA heimilinu kl 10.30.

5 leikmenn 3. flokks KA/Þór í unglingalandsliðum Íslands

Ásdís Guðmundsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir og Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir hafa verið valdar í u-17 ára landsliðið en þær fara til Hollands á mánudagsmorguninn í æfingaferð. Arna Kristín Einarsdóttir og Birta Fönn Sveinsdóttir hafa svo einnig verið valdar í u-19 ára landsliðið sem kemur einnig saman til æfinga í næstu viku.

Fjölskyldudagur KA laugardaginn 4 okt.

Laugardaginn 4. október kl. 11:30-13:30 verður haldinn fjölskyldudagur í KA-heimilinu. Mjólkurgrautur og slátur í boði KA.

Stórafmæli í október

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

KA/Þór - Haukar | 4. okt - kl. 14:00| KA heimilið

Leikur dagsins: Akureyri - Valur í Höllinni

Það eru sannkallaðir handboltadagar á Akureyri framundan - byrjum í Höllinni í dag og rétt að minna þá sem ekki hafa náð sér í Gullkort (stuðningsmannaskírteini) að koma tímanlega til að ná sér í kort.

Kerfið er komið í lag

Það er búið að laga kerfið svo fólk getur nú gengið frá skráningu.VIð samt höldum þessu opnu til 3.okt.Nora kerfið liggur niðri í augnablikinu, unnið er að viðgerð.

Kerfið liggur niðri

Nora-kerfið liggur niðri sem stendur.Unnið er að viðgerð.Vegna vandamálsins gefum við frest til morguns til að ganga frá skráningunni.Við látum vita þegar þetta kemst í lag.