Fréttir

Glæsilegir sigrar hjá stelpunum í 3. flokki KA/Þór

3. flokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður yfir heiðar á laugardaginn til þess að keppa í forkeppni fyrir Íslandsmótið í handbolta. Leikið var í þriggja liða riðli þar sem voru ásamt norðanstúlkum lið Fylkis og Stjörnunnar. Liðin í 1. og 2. sæti fara beint í 1. deild, en liðið í 3. sæti fer í 2. deild.

Umfjöllun: Mark KA dugði ekki í markalausu jafntefli

KA og Haukar gerðu í gærkvöldi markalaust jafntefli á Akureyrarvelli. En KA var töluvert sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum og grátlegt að liðið hafi ekki tekið stigin þrjú.

Stundaskrá haustönn 2014 - fyrstu drög

Nú eru fyrstu drög af stundaskrá fyrir haustönnina tilbúin.Athugið að laugardagshópar (S-hópar) hefjast ekki fyrr en 13.september og goldies og mix hefjast 15.september af óviðráðanlegum aðstæðum.

Stundaskrá 2014 - fyrstu drög

Hér má finna fyrstu drög af stundaskrá félagsins.Athugið að laugardagshópar hefjast 13.september og Mix og Goldies hefjast 15.september af óviðráðanlegum aðstæðum.Við vekjum athygli á því að þetta eru fyrstu drög og geta tímar riðlast á næstu vikum þar sem framhaldsskólanemar hafa ekki allir fengið stundaskrár sínar.

KA-Haukar

KA-Haukar í 1. deild karla fer fram á Akureyrarvelli kl. 18.15 föstudaginn 29. ágúst.

Handboltinn hjá krökkunum byrjar eftir helgi

Nú er æfingartafla kominn inná síðuna hjá yngriflokkunum og getið þið séð hvenær ykkar krakkar geta mætt á æfingar. Það geta allir mætt og prófað í september án skuldbindingar.

Sex leikmenn undirrita samninga við Akureyri

Í gær, miðvikudag var formlega gengið frá samningum við sex leikmenn Akureyrar Handboltafélags. Undirritun samninganna fór fram á Glerártorgi að viðstöddum fulltrúum frá Nettó, Sportver og Vífilfelli.

Æfingar hjá yngri flokkum að hefjast

Æfingataflan fyrir yngriflokkana í handboltanum er nú á lokasprettinum og verður vonandi tilbúin um eða fyrir helgina. Stefnt er á að æfingar hefjist í næstu viku eða á mánudag samkvæmt æfingartöflu. Fylgist með hér á heimasíðunni.

Tveir leikmenn frá Rúmeníu leika með KA/Þór í vetur

Í dag undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning um að leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli. Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.

Bjarki Þór og Gauti Gauta valdir í U19

Bjarki Þór Viðarsson og Gauti Gautason hafa verið valdir í U19 ára lið Íslands sem leikur tvo vináttuleiki gegn Norður Írum í byrjun september.