01.09.2014
3. flokkur kvenna hjá KA/Þór hélt suður yfir heiðar á laugardaginn til þess að keppa í forkeppni fyrir Íslandsmótið í handbolta. Leikið var í þriggja liða riðli þar sem voru ásamt norðanstúlkum lið Fylkis og Stjörnunnar. Liðin í 1. og 2. sæti fara beint í 1. deild, en liðið í 3. sæti fer í 2. deild.
30.08.2014
KA og Haukar gerðu í gærkvöldi markalaust jafntefli á Akureyrarvelli. En KA var töluvert sterkari aðilinn heilt yfir í leiknum og grátlegt að liðið hafi ekki tekið stigin þrjú.
29.08.2014
Nú eru fyrstu drög af stundaskrá fyrir haustönnina tilbúin.Athugið að laugardagshópar (S-hópar) hefjast ekki fyrr en 13.september og goldies og mix hefjast 15.september af óviðráðanlegum aðstæðum.
29.08.2014
Hér má finna fyrstu drög af stundaskrá félagsins.Athugið að laugardagshópar hefjast 13.september og Mix og Goldies hefjast 15.september af óviðráðanlegum aðstæðum.Við vekjum athygli á því að þetta eru fyrstu drög og geta tímar riðlast á næstu vikum þar sem framhaldsskólanemar hafa ekki allir fengið stundaskrár sínar.
29.08.2014
KA-Haukar í 1. deild karla fer fram á Akureyrarvelli kl. 18.15 föstudaginn 29. ágúst.
29.08.2014
Nú er æfingartafla kominn inná síðuna hjá yngriflokkunum og getið þið séð hvenær ykkar krakkar geta mætt á æfingar.
Það geta allir mætt og prófað í september án skuldbindingar.
28.08.2014
Í gær, miðvikudag var formlega gengið frá samningum við sex leikmenn Akureyrar Handboltafélags. Undirritun samninganna fór fram á Glerártorgi að viðstöddum fulltrúum frá Nettó, Sportver og Vífilfelli.
27.08.2014
Æfingataflan fyrir yngriflokkana í handboltanum er nú á lokasprettinum og verður vonandi tilbúin um eða fyrir helgina.
Stefnt er á að æfingar hefjist í næstu viku eða á mánudag samkvæmt æfingartöflu.
Fylgist með hér á heimasíðunni.
26.08.2014
Í dag undirrituðu tveir leikmenn frá Rúmeníu samning um að leika með KA/Þór í vetur. Þetta eru þær Kriszta Szabó og Paula Chirli.
Þær eru 22 og 23 ára gamlar og hafa heillað forráðamenn KA/Þór undanfarna viku en þær hafa verið hér á reynslu. Kriszta er markvörður en Paula er rétthent skytta/miðjumaður.
25.08.2014
Bjarki Þór Viðarsson og Gauti Gautason hafa verið valdir í U19 ára lið Íslands sem leikur tvo vináttuleiki gegn Norður Írum í byrjun september.