Fréttir

Mikið fjör á Greifamóti KA í Boganum

Mikið fjör var á Greifamóti KA fyrir yngstu krakkana í Boganum í dag. Á fjórða hundrað krakkar skemmtu sér þar konunglega við að elta og sparka í bolta og gleðinni lauk síðan með því að sporðrenna pizzu í KA-heimilinu.

Úrslitaleikur 2. flokks í dag klukkan 15:30 - bein útsending

Í dag, laugardag er komið að stóra deginum hjá strákunum í 2. flokki þegar þeir mæta Fram í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 15:30 og verður leikið á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni. Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn í dag og standa með strákunum í baráttunni.

Magnað 2-2 jafntefli gegn Frökkum

Íslenska U-17 piltalandsliðið í knattspyrnu gerði í kvöld jafntefli við sterkt lið Frakka í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Evrópumótsins í Slóveníu. Íslendingar lentu undir 0-2 en með miklu harðfylgi og baráttu í seinni hálfleik skoruðu þeir tvö mörk og uppskáru eitt stig. Fannar Hafsteinsson varði mark Íslands í leiknum í kvöld og greip oft gríðarlega vel inn í og Ævar Ingi Jóhannesson, sem var á vinstri kantinum, spilaði allan leikinn af þeim krafti og ódrepandi baráttuvilja sem er einkennandi fyrir hann.

Kynningarkvöld knattspyrnudeildar fimmtudagskvöldið 10. maí

Nú eru aðeins átta dagar í að flautað verði til fyrsta leiks KA í 1. deildinni, þegar við heimsækjum ÍR-inga suður yfir heiðar. Í aðdraganda knattspyrnusumarsins blæs knattspyrnudeild til kynningarkvölds í KA-heimilinu nk. fimmtudagskvöld, 10. maí, kl. 20.30

8 dagar: Jóhann Helgason: Vill sjá fólk flykkjast á völlinn í sumar!

Jóhann Helgason, oft kenndur við Sílastaði, gekk í raðir KA á nýjan leik nú í október eftir að hafa spilað hjá Grindavík frá 2006. Hann er uppalinn hjá KA og hefur leikið 51 leik í deild og bikar fyrir félagið en það var frá 2002 til 2005. Það má segja að Jóhann sé hvalreki á strendur KA en leikmaðurinn er gífurlega reynslumikill, með 122 leiki í meistaraflokki og á örugglega eftir að reynast KA vel í sumar.

Fannar og Ævar Ingi í byrjunarliðinu gegn Frökkum í kvöld!

KA-strákarnir Fannar Hafsteinsson (markmaður) og Ævar Ingi Jóhannesson (vinstri kantur) verða báðir í byrjunarliði Íslands sem mætir Frökkum í fyrsta leik úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Slóveníu í dag. Leikurinn hefst kl. 18.30 að íslenskum tíma og verður unnt að fylgjast með textalýsingu af leiknum á vefsíðunni http://www.uefa.com/. KA sendir þeim Fannari og Ævari Inga og öllu íslenska liðinu barátttukveðjur fyrir leikinn í kvöld. Áfram Ísland!

Óskilamunir

Starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar við Giljaskóla hafa nú sett alla óskilamuni fram í anddyrið.Við hvetjum foreldra/forráðamenn til þess að kíkja í kassana og athuga hvort börn þeirra eigi eitthvað þar.

9 dagar: Besta KA lið allra tíma? - Seinni hluti

Þá er komið að seinni hlutanum og er af nógu að taka á miðjunni og framlínunni og á formaðurinn í stökustu vandræðum.

10 dagar: Besta KA-lið allra tíma? - Fyrri hluti

Formaðurinn Gunnar Níelsson hefur í aðdraganda Íslandsmótsins sest niður og krassað niður á blað besta KA-lið sögunnar að hans mati. Liðið kemur hér inn á í tveimur pörtum og sá fyrri kemur í dag og seinni á morgun, gefum Gunnari orðið.

Greifamót KA 5. maí í yngstu aldursflokkunum - leikjaplan

Greifamót KA í 8. flokki, 7. flokki karla og kvenna og 6. flokki kvenna verður haldið nk. laugardag í Boganum. Um 50 lið eru skráð til þátttöku. Spilað verður á átta völlum - 5 í liði. Þátttakendur koma frá KA, Þór, Völsungi, Samherjum, Magna, KF, Dalvík og Hetti á Egilsstöðum.