01.05.2012
Nú eru 11 dagar þangað til flautað verður til leiks í 1.deild karla þegar okkar menn mæta ÍR á ÍR-velli. Fyrsti heimaleikurinn
verður föstudaginn 25. maí og stefnir allt í að leikurinn fari fram á Akureyrarvelli, í fyrsta sinn í fjöldamörg ár sem fyrsti
heimaleikur færi þar fram.
30.04.2012
KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru í morgun valdir í U-17 landslið Íslands sem mun keppa í lokakeppni Evrópumóts
landsliða 4.-16. maí nk. Liðið fer til Slóveníu á morgun, 1. maí.
30.04.2012
Allar æfingar falla niður þriðjudaginn 1.maí þar sem húsið er lokað.
26.04.2012
Unglingaráð handknattleiksdeilda KA og Þórs vilja koma á framfæri
þökkum til allra þeirra sem komu að 5.flokks móti karla og kvenna sl.helgi, sem Unglingaráð KA og Þórs héldu í sameiningu.
Án þessara frábæru sjálfboðaliða væri ekki mögulegt að halda svona stórt mót.
25.04.2012
Við höfum fengið ábendingar um að lús sé komin upp í einhverjum skólum bæjarins.Því biðlum við til foreldra að fylgjast vel með börnum sínum og ef lús finnst að halda börnunum heima við á meðan smithætta er fyrir hendi.
25.04.2012
Það er allt undir
í Höllinni í kvöld, Akureyri þarf sigur til að knýja fram oddaleik á föstudaginn á meðan FH gerir út um einvígið
með sigri. Vikudagur ræddi við Heimi Örn Árnason, fyrirliða Akureyrar og Einar Andra Einarsson þjálfara FH um
leikinn:
25.04.2012
Árlegt Greifamót KA í yngstu aldursflokkunum - 8. flokki, 7. flokki kvk, 7. flokki kk og 6. flokki kvk - verður haldið í Boganum laugardaginn 5. maí.
25.04.2012
Gengið hefur verið frá samstarfssamningi knattspyrnudeildar KA og veitingahússins Greifans á Akureyri. Samningurinn er til tveggja ára. Samningsaðilar hafa
átt með sér gott samstarf í mörg undanfarin ár og nýi samningurinn,sem tekur bæði til N1-móts KA og mfl. og 2. fl. kk, er framhald
á því og staðfestir að Greifinn verður áfram einn af mikilvægum bakhjörlum knattspyrnudeildar KA.
24.04.2012
Hannes Pétursson sendi
okkur dágóðan slatta af myndum frá lokaumferð 5. flokks sem fram fór í KA-heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og
Íþróttahúsi Glerárskóla um helgina. Smelltu hér til að skoða
myndasafnið.
21.04.2012
Annar leikur HK og KA í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla fer fram í KA heimilinu sunnudaginn 22. apríl kl.
18:00. HK vann fyrsta leikinn en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður Íslandsmeisti. KA verður því að vinna leikinn á
sunnudaginn til að eiga möguleika á titlinum.
Mætum í KA heimilið og hvetjum liðið til sigurs!