Fréttir

11 dagar í mót og Akureyrarvöllur farinn að skarta sínu besta (samanburður)

Nú eru 11 dagar þangað til flautað verður til leiks í 1.deild karla þegar okkar menn mæta ÍR á ÍR-velli. Fyrsti heimaleikurinn verður föstudaginn 25. maí og stefnir allt í að leikurinn fari fram á Akureyrarvelli, í fyrsta sinn í fjöldamörg ár sem fyrsti heimaleikur færi þar fram.

Fannar og Ævar Ingi í U-17 landsliðshópnum í lokakeppni Evrópumótsins í Slóveníu

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru í morgun valdir í U-17 landslið Íslands sem mun keppa í lokakeppni Evrópumóts landsliða 4.-16. maí nk.  Liðið fer til Slóveníu á morgun, 1. maí.

Engar æfingar 1.maí

Allar æfingar falla niður þriðjudaginn 1.maí þar sem húsið er lokað.

Þakkir til allra sem komu að 5. flokks mótinu um síðustu helgi

Unglingaráð handknattleiksdeilda  KA og Þórs  vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að 5.flokks móti karla og kvenna sl.helgi, sem Unglingaráð KA og Þórs héldu í sameiningu.  Án þessara frábæru sjálfboðaliða væri ekki mögulegt að halda svona stórt mót.

Lús

Við höfum fengið ábendingar um að lús sé komin upp í einhverjum skólum bæjarins.Því biðlum við til foreldra að fylgjast vel með börnum sínum og ef lús finnst að halda börnunum heima við á meðan smithætta er fyrir hendi.

4. leikur Akureyrar og FH. Heimir reiknar með fullu húsi í kvöld

Það er allt undir í Höllinni í kvöld, Akureyri þarf sigur til að knýja fram oddaleik á föstudaginn á meðan FH gerir út um einvígið með sigri. Vikudagur ræddi við Heimi Örn Árnason, fyrirliða Akureyrar og Einar Andra Einarsson þjálfara FH um leikinn:

Greifamót KA fyrir yngstu krakkana verður laugardaginn 5. maí

Árlegt Greifamót KA í yngstu aldursflokkunum - 8. flokki, 7. flokki kvk, 7. flokki kk og 6. flokki kvk - verður haldið í Boganum laugardaginn 5. maí.  

Samstarfssamningur knattspyrnudeildar KA og Greifans

Gengið hefur verið frá samstarfssamningi knattspyrnudeildar KA og veitingahússins Greifans á Akureyri. Samningurinn er til tveggja ára. Samningsaðilar hafa átt með sér gott samstarf í mörg undanfarin ár og nýi samningurinn,sem tekur bæði til N1-móts KA og mfl. og 2. fl. kk, er framhald á því og staðfestir að Greifinn verður áfram einn af mikilvægum bakhjörlum knattspyrnudeildar KA.

Fullt af myndum frá 5. flokksmótinu um helgina

Hannes Pétursson sendi okkur dágóðan slatta af myndum frá lokaumferð 5. flokks sem fram fór í KA-heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahúsi Glerárskóla um helgina. Smelltu hér til að skoða myndasafnið.

KA og HK í úrslitarimmu í blaki

Annar leikur HK og KA í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla fer fram í KA heimilinu sunnudaginn 22. apríl kl. 18:00.  HK vann fyrsta leikinn en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður Íslandsmeisti. KA verður því að vinna leikinn á sunnudaginn til að eiga möguleika á titlinum.  Mætum í KA heimilið og hvetjum liðið til sigurs!