16.04.2012
Íslensku stelpunum í U-17 landsliðinu í fótbolta tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri á Englandi í milliriðli
Evrópumótsins. Í gær urðu þær að sætta sig við 0-1 tap gegn Sviss. Í hinum leik riðilsins unnu þær ensku
belgísku stallsystur sínar. Það er því allt opið í riðlinum fyrir síðustu umferðina.
14.04.2012
KA lauk Lengjubikarnum með sigri á Eyjamönnum í dag á Leiknisvelli í Breiðholtinu með tveimur mörkum gegn einu. Jóhann Helgason gerði
bæði mörk KA.
13.04.2012
Stelpurnar í U-17 landsliði kvenna gerðu sér lítið fyrir og sigruðu enskar jafnöldrur sínar í milliriðli Evrópumóts
landsliða í Belgíu í dag með einu marki gegn engu. Lára Einarsdóttir úr KA og leikmaður Þórs/KA var í byrjunarliðinu
í dag. Sigurmark Íslands skoraði Sandra María Jessen úr Þór og leikmaður Þórs/KA á 14. mínútu leiksins.
12.04.2012
Valinn hefur verið 16 manna hópur u-18 ára landsliðs karla í handbolta sem mun leika í undankeppni EM í Tyrklandi helgina 13.-15. apríl. Okkar
maður Daníel Matthíasson er í hópnum og mun vafalaust láta til sín taka í vörn og sókn.
11.04.2012
Öll munum við eftir skelfingunni sem blasti við okkur þegar að vora tók í fyrra og KA svæðið leit út eins og fínasta strönd
á Flórída og gerði það í raun mest allt síðasta sumar sem olli miklum erfiðleikum fyrir flokka félagsins sem og N1 mót og
Arsenalskólann. Það virðist ætla að vera annað uppá tengingum þetta árið. Fyrir tæpu ári síðan sendi
Þórir Tryggva mér mynd af ströndinni okkar og fór á á sama stað í morgun og smellti af mynd af svæðinu. Mynd segir meira en
þúsund orð.
10.04.2012
Meistaraflokkur karla í blaki gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld. KA vann Stjörnuna sem er deildarmeistari 3-0 í miklum
baráttuleik. Leikurinn var sá fyrsti í undanúrslitum Íslandsmótsins, næsti leikur verður á heimavelli KA nk. fimmtudagskvöld en tvo
sigra þarf til að komast í úrslit.
10.04.2012
Æfingar hefjast að nýju í dag, þriðjudag, skv.stundaskrá.
04.04.2012
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að heimila KA að spila heimaleiki sína á Akureyrarvelli næsta sumar með því skilyrði að 300
aðskilin sæti verði komin í stúku vallarins fyrir 15. júlí nk.
04.04.2012
Í dag var dregið í riðla í lokakeppni Evrópumóts U-17 landsliða pilta, sem fram fer í Slóveníu dagana 4.-16. maí
nk. Íslenska liðið er í A-riðli ásamt Frökkum, Þjóðverjum og Georgíumönnum. Tveir KA-menn, Fannar Hafsteinsson,
markvörður og kantmaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson, voru í U-17-landsliðinu, sem tryggði sér farseðilinn í lokakeppnina.
04.04.2012
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U-17 landsliðs kvenna, hefur valið KA-stelpuna Láru Einarsdóttur í liðið
fyrir milliriðil Evrópumóts landsliða í Belgíu 13.-18. apríl nk.