23.05.2012
Guðlaugur Arnarsson hefur ákveðið að hætta þjálfun meistaraflokks KA/Þórs í handbolta. Þetta kemur sér illa fyrir
liðið sem er að undirbúa sig fyrir næsta keppnistímabil. Nú er hafin leit að nýjum þjálfara og eru allar ábendingar vel
þegnar í því sambandi.
Guðlaugi eru þökkuð góð störf í vetur fyrir kvennaliðið.
23.05.2012
Þá loksins er okkar frábæra lag, ÁFRAM KA MENN, komið í nýjan búning eftir mikla vinnu. Hér að neðan má sjá
afraksturinn. Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við verkefnið og sérstaklega Eyþóri Inga og Þórði Gunnari,
upptökustjóra.
22.05.2012
Miðvikudaginn 23. maí frá kl. 16.00 verður vinnudagur KA-manna á Akureyrarvelli. Hafist verður handa við að setja niður sæti í
stúku Akureyrarvallar og einnig verða lagðar þökur sunnan syðra marks vallarins. Allar vinnufúsar hendur eru vel þegnar og eru allir stuðningsmenn KA og
velunnarar hvattir til að koma í góða veðrinu á Akureyrarvöll - í vinnugallanum - og leggja sitt að mörkum!!!
22.05.2012
Hægt er að panta dvd-mynd af sýningunum fjórum með því að senda tölvupóst á erla@fimak.is.Diskurinn kostar 1.500 krónur og er hægt að greiða hann með millifærslu eða á skrifstofu félagsins.
21.05.2012
Nýjasti liðsmaður KA er eins og flestir vita ungverski framherjinn Dávid Disztl sem er okkur KA-mönnum vel kunnu,r enda raðaði hann inn mörkum fyrir
félagið 2009 (15 í 19 leikjum) og 2010.
20.05.2012
Stuðningsmönnum KA í knattspyrnu er bent á að nú stendur yfir sala ársmiða á heimaleiki KA í sumar. Við hvetjum sanna stuðningsmenn
að fá sér ársmiða á völlinn í sumar og tryggja sér um leið kaffi og meðlæti í hálfleik. Miðana er
hægt panta með því að hringja í Óskar Þór, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, í síma 773 3009 eða senda
póst á oskar@ka-sport.is Við skorum á stuðningsmenn KA að sýna stuðning sinn í verki og tryggja
sér ársmiða. Minnum á að fyrsti heimaleikurinn er nk. föstudag, 25. maí, þegar við tökum á móti Víkingi R, sem
spekingarnir spá að tryggi sér úrvalsdeildarsæti á nýjan leik með því að verða annað hvort í 1. eða 2.
sæti 1. deildar í haust.
20.05.2012
KA-menn sigldu frábærum 1-3 útisigri í höfn gegn Leikni í Breiðholtinu í gær. Það er ár og dagur síðan KA hefur
unnið Breiðhyltinga á þeirra heimavelli og því var sigurinn ákaflega sætur.
18.05.2012
KA spilar á Akureyrarvelli gegn Fjarðabyggð í 32ja liða úrslitum bikarsins. Þetta varð ljóst eftir dráttinn í
höfuðstöðvum KSÍ í dag. Margir aðrir spennandi leikir fara fram í þessari umferð bikarsins, en hæst ber vissulega endurtekinn slagur
Skagamanna og KR á Akranesi
18.05.2012
2.umferð 1.deildarinnar fer fram á morgun og líkt og í fyrstu umferðinni fara okkar menn í Breiðholtið og mæta núna Leikni Reykjavík kl
14:00 á morgun, laugardag.
17.05.2012
Lokahóf yngri flokka handknattleiksdeildar KA var haldið á miðvikudagskvöldið 16. maí s.l. í KA heimilinu.
Fjöldi manns mætti og var mikið fjör, farið var yfir starf vetrarins en um 250 iðkendur æfðu handbolta í vetur og héldum við 2 stór
mót hér fyrir norðan í samvinnu við Þór.