30.03.2012
Þá er komið að lokaleiknum í N1 deild kvenna þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Vals. Með sigri á
KA/Þór möguleika á að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Valsmenn geta hins vegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri.
Komið og sjáið spennandi lokaleik deildarkeppninnar í vetur. Aðgangur ókeypis.
30.03.2012
Á aðalfundi KA sl. þriðjudag lá fyrir formleg ósk frá Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar um aðild að KA. Aðalfundurinn samþykkti
án mótatkvæða aðildina og því er ljóst að á þessu ári tekur til starfa ný deild innan KA.
30.03.2012
Á aðalfundi KA veitti Haukur Jakobsson viðtöku fyrir hönd KA forláta styttu, sem ættfræðingurinn Oddur Friðrik Helgason ákvað
að færa KA að gjöf.
30.03.2012
Knattspyrnufélag Akureyrar var rekið með tæplega 3,8 milljóna króna hagnaði á árinu 2011. Þetta kom fram á aðalfundi
félagsins sl. þriðjudag. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra ári.
30.03.2012
Steindór Gunnarsson hefði orðið 65 ára í dag, 30. mars, hefði hann lifað. Steindór lést á Kanaríeyjum þann 19. mars 2011 og
var til moldar borinn 1. apríl, fyrir réttu ári. Steindórs verður ætíð minnst sem eins harðasta KA-manns allra tíma. Hann unni
félaginu af heilum hug og lagði því til ómælda vinnu, sem aldrei verður fullþökkuð. Minning um góðan dreng lifir.
29.03.2012
Í dag var hafist handa við að fjarlægja gömlu trébekkina úr stúku Akureyrarvallar, en í þeirra stað koma tæplega 700 aðskilin
sæti í stúkuna, samkvæmt kröfu leyfiskerfis KSÍ.
29.03.2012
Ég verð í leyfi eftir hádegi í dag og á morgun.Mæti aftur til vinnu á mánudagsmorgun.
28.03.2012
Í kvöld fór fram Aðalfundur FIMAK 2012.Fundurinn var vel sóttur og slegist um þau sæti sem laus voru í stjórn og nefndum.Ársreikningar voru samþykktir, ný stjórn fimleikafélagsins var kosin og líflegar umræður átt sér stað.
27.03.2012
Aðalfundur FIMAK sem haldinn verður annað kvöld í Giljaskóla verður fluttur úr matsalnum og yfir í skólastofur 202 og 203.Gengið er inn að norðan verðu og farið uppá aðra hæð.
26.03.2012
Góðu KA menn, flestir í okkar nútíma þjóðfélagi er skráðir á samskiptasíðunna Facebook sem
tröllríður heiminum um þessar mundir. VIÐ ERUM ÞAR LÍKA og það væri gaman að safna saman öllum KA mönnum á einn stað.
Ef þú ert á Facebook og ert KA-maður þá áttu engrar kosta völ en að Like-a síðunna okkar og fylgjast betur með því sem
gengur og gerist hjá félaginu.
Smelltu hér og Like-aðu KA á Facebook