Fréttir

Fjölmennum og hvetjum strákana í mfl. karla í blaki!

Meistaraflokkur KA í blaki tekur á móti HK í öðrum leik liðanna í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn fer fram í KA-heimilinu sunnudaginn 22. apríl og hefst kl. 18. Allir KA-menn - hvaða grein sem þeir stunda - eru hvattir til þess að fjölmenna og styðja strákana til sigurs. Þeir eiga á brattann að sækja eftir 3-0 tap í fyrsta leiknum og því er kraftmikill stuðningur þeim mikilvægur.

Íslandsmót í blaki yngri flokka

Úrslit leikja í lokaumferð 5. flokks

Nú um helgina fer fram lokaumferð Íslandsmótsins hjá 5. flokki í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Lokaumferð hjá 5. flokki haldið á Akureyri um helgina

Lokaumferð Íslandsmótsins í handbolta í 5. flokki karla og kvenna verður haldið í samvinnu Unglingaráða KA og Þórs um helgina. Leikirnir hefjast kl. 16:00 á föstudag og leikið verður til kl. 21:20. Á laugardag verður leikið frá kl. 8:00 til kl. 20:00 og á sunnudag frá kl. 8:00 til kl. 15:00. Alls verða leiknir 140 leikir og keppendur eru um 500 auk fjölmargra foreldra og þjálfara. Allir eru velkomnir til að sjá handboltahetjur framtíðarinnar, en leikið verður í KA heimilinu, Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahúsi Glerárskóla.

Þegar KA konur fóru höndum um Guðjón Þórðar...

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=208594&pageId=2693823&lang=is&q=Sigr%ED%F0ur+Waage

Ísland vann Belgíu í U-17 kvk en það dugði ekki til

Íslensku stúlkurnar í U-17 landsliðinu gerðu það sem þær þurftu í síðasta leiknum í milliriðli Evrópumótsins í dag með því að vinna Belgíu 3-1. Það dugði hins vegar ekki til því að á sama tíma vann Sviss England með einu marki gegn engu og þar með er ljóst að Sviss fer í úrslitakeppni Evrópumótsins en Ísland er úr leik.

Norðlenska verður einn aðalstyrktaraðili KA/Þór

Þann 17.04 var undirritaður samningur milli Norðlenska og KA/Þórs kvennaliðs í handbolta. Norðlenska verður á næstu árum einn aðalstyrktaraðili liðsins og er þetta mjög mikilvægt í því starfi sem framundan er í kvennahandboltanum við að halda stelpunum okkar í fremstu röð.

KA í úrslit Íslandsmóts karla í blaki

KA-menn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki með sigri á Stjörnunni í Gerðabæ í undanúrslitum. Í úrslitum mætir KA HK úr Kópavogi og verður fyrsti leikur liðanna í Kópavogi.

Það verða ekki æfingar á sumardaginn fyrsta

Íþróttamiðstöðin við Giljaskóla verður lokuð sumardaginn fyrsta svo að það verður frí hjá öllum hópum þann dag.

Fannar og Ævar í undirbúningshópi fyrir lokakeppni Evrópumótsins

KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í 22ja manna undirbúningshóp fyrir lokakeppni Evrópumóts landsliða í Slóveníu 4. til 16. maí nk.