Fréttir

Greiðsluseðill nr. 3

Mistök voru gerð við skráningu þriðju kröfunnar vegna æfingagjalda á vorönn, eindaginn átti að vera í apríl byrjun ekki maí byrjun.Þessu verður EKKI breytt svo að fólki gefst kostur á að greiða þetta um næstu mánaðarmót.

Páskafrí

Páskafrí hjá öllum hópum nema I1 hófst sunnudaginn 1.apríl.Æfingar hefjast að nýju þriðjudaginn 10.apríl skv.stundaskrá.I1.verður á æfingum mán.-mið.í þessari viku kl.

Arsenalskólinn á Akureyri 2012 - tilvalin fermingargjöf!

Nú eru eftir aðeins fá sæti í Arsenalskólann á Akureyri í júní í sumar. Nánari uppýsingar gefur Pétur í síma 861 2884.

Kæri KA maður við biðjum um þína hjálp

Stórskemmtilegt Íslandsmót 11-14 ára, KA með helming allra gullverðlauna.

Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í bæði einstaklings-og liðakeppni.  KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur félög með minna.  Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.

Myndir frá leik KA/Þór gegn deildarmeisturum Vals

Valur hafði betur gegn KA/Þór, 30-22, í lokaumferð N1-deildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valur lýkur deildarkeppninni með 30 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Fram sem varð í öðru sæti.

Robbie Fowler kominn til KA

Liverpool goðsögnin Robbie Fowler skrifaði nú rétt í þessu undir samning við KA sem nær út komandi keppnistímabil. Það er ljóst að Robbie mun verða góð viðbót við KA-liðið enda með áralanga reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er einn markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

KA-völlurinn núna og fyrir 11 mánuðum

Hægt er að fullyrða að KA-völlurinn niður í bæ komi talsvert betur undan vetri en í fyrra. Ég fór niður á völl í gær og tók mynd því til staðfestingar.

Umfjöllun og viðtal: Yfirburðasigur á Tindastól

Fyrr í kvöld tók KA á móti Tindastóli en greinilegt var að margir tókur spurningabombuna í sjónvarpinu (Gettu betur) fram yfir leikinn því fámennt var í Boganum, svo sem skiljanlegt er, enda lokaþáttur bombunnar, en nóg um það.

KA tekur á móti Tindastóli í kvöld

KA-menn taka á móti Tindastóli í Lengjubikarnum í Boganum í kvöld kl. 20. Þetta er næstsíðasti leikur KA-manna í Lengjubikarnum, síðasti leikur liðsins í mótinu verður eftir páska gegn ÍBV syðra.