Fréttir

Akureyrarfjör úrslit

Nú er löng helgi að baki hjá Fimleikafélagi Akureyrar þar sem Innanfélagsmót okkar fór fram.Öllum iðkendum gafst kostur á þátttöku og var þátttaka góð.Mótið fór fram í 8 hlutum frá kl.

Aðalfundur KA þriðjudaginn 27. mars kl. 18.00

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27. mars í KA-heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 18.00.  

Ársreikningur 2010 – endurskoðaður

Á aðalfundi FIMAK 2011 voru lagðir fram ársreikningar fyrir árið 2010.Þar sem skoðunarmaður reikninga var ekki búinn að fara yfir þá samþykkti fundurinn að þeir væru samþykktir með fyrirvara um að skoðunarmaður reikninga gerði ekki athugasemdir við reikninginn og að þeir yrðu birtir á heimasíðu félagsins undirritaðir.

Nýr vefur uppfærir nýjustu úrslitin

  Fyrr í þessum mánuði opnaði vefurinn Úrslit.net en þar er hægt að sjá úrslit og markaskorara úr öllum fótboltaleikjum sem fara fram hér á landi.

Fannar og Ævar Ingi og félagar í U-17 landsliði Íslands í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu!

Íslensku strákarnir í U-17 landsliðinu í knattspyrnu gerðu sér lítið fyrir í dag og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Þetta er frábær árangur og undirstrikar enn og aftur hversu öflugt þetta landslið er. Íslendingar sigruðu Litháa í dag með fjórum mörkum gegn engu á sama tíma og Danir lögðu Skota 3-2. Íslendingar og Danir hlutu jafn mörg stig, en Ísland fer áfram í úrsitakeppnina með einu marki betra markahlutfall en Danir. Stórsigurinn í dag gerði því gæfumuninn. Sem fyrr var KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson í marki Íslands í dag og hinn fulltrúi KA í liðinu, Ævar Ingi Jóhannesson, kom inn á á 44. mínútu.  

Opnunatími skrifstofu mánudag 26.mars.

Skrifstofan verður opin frá 16:30-18:00 mánudag 26.mars.en ekki 16:30-19:00.Bendi á opnunartíma á þriðjud.11:00-13:00 og á fimmtud.15:00-17:00.

Úrslitaleikur hjá KA/Þór á miðvikudaginn

Það er mikið undir í leik Gróttu og KA/Þór á miðvikudaginn þegar liðin mætast á Seltjarnarnesinu. Bæði lið eiga eftir að spila tvo leiki í deildinni þar sem Grótta er í 6. sæti með 9 stig en KA/Þór í því 7. með 8 stig.  Efstu sex liðin fara síðan í úrslitakeppnina þannig að allar líkur eru á því að sigurliðið í þessum leik fái sæti í úrslitakeppninni.

Tap gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni

KA varð að sætta sig við 2-1 tap gegn úrvalsdeildarliði Keflavíkur í Lengjubikarnum í Reykjaneshöllinni í gær. Jóhann Helgason skoraði mark KA í síðari hálfleik.

KA fer til Keflavíkur í dag

KA sækir Keflvíkinga heim í dag suður með sjó í Lengjubikarnum. Bæði lið sigla fremur lygnan sjó í þessum riðli.

Skipulag Akureyrarfjör 2012

Hér má finna skipulagið fyrir Akureyrarfjör 2012.Aðgangseyrir á mótið er kr.500,- fyrir 15.ára og eldri.Fólk greiðir einu sinni fyrir alla helgina.Keppendur á Akureyrarfjöri greiða sig ekki inn á mótið og ekki eru rukkuð mótagjöld að þessu sinni.