23.03.2012
Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars vegna Íslandsmóts fullorðinna.
22.03.2012
Íslensku strákarnir í U-17 landsliðinu sigruðu heimamenn í Skotlandi í kvöld í öðrum leik sínum í milliriðli
Evrópumóts landsliða með einu marki gegn engu. KA-strákarnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson stóðu vaktina í leiknum, Fannar
varði mark Íslands og Ævar Ingi kom inn á 56. mínútu leiksins. FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason skoraði mark Íslands á 43.
mínútu leiksins.
22.03.2012
Stelpur úr m.fl Þór/KA kíktu í vikunni á æfingu hjá 5.fl. , 6.fl, og 7.fl kvenna. Þær eru nýbúnar að gefa út
dagatal fyrir árið 2012 en þetta er árlegt hjá stelpunum.
22.03.2012
Allar æfingar hjá félaginu falla niður föstudaginn 23.mars og laugardaginn 24.mars vegna Akureyrarfjörs 2012.
22.03.2012
Allar æfingar falla niður föstudaginn 23.mars og laugardaginn 24.mars vegna Akureyrarfjörs 2012.
20.03.2012
Fannar Hafsteinsson varði mark Íslands gegn Dönum í fyrsta leik U-17 landsliðsins í milliriðli Evrópumótsins í Skotlandi í
kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2. Ævari Inga Jóhannessyni var skipt inn á á 71. mínútu.
20.03.2012
Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 21. mars klukkan 18:00.
Léttar veitingar í boði.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Allir áhugamenn um handbolta hvattir til að mæta.
Stjórnin
20.03.2012
Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27. mars í KA-heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 18.00.
20.03.2012
Fannar Hafsteinsson, markmaður í 2. flokki og mfl. KA, hefur verið valinn í byrjunarlið Íslands sem mætir Dönum í milliriðli U-17
Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Spilað er í Skotlandi og hefst leikurinn kl. 19.30 að íslenskum tíma. Unnt verður að
fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA - http://www.uefa.com/
20.03.2012
Í morgun barst blakdeild KA svohljóðandi heillaóskaskeyti frá blakdeild HK: