Fréttir

Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars.

Allar júdóæfingar falla niður í dag 23. mars vegna Íslandsmóts fullorðinna.

Magnaður sigur Íslands á Skotlandi í kvöld!

Íslensku strákarnir í U-17 landsliðinu sigruðu heimamenn í Skotlandi í kvöld í öðrum leik sínum í milliriðli Evrópumóts landsliða með einu marki gegn engu. KA-strákarnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson stóðu vaktina í leiknum, Fannar varði mark Íslands og Ævar Ingi kom inn á 56. mínútu leiksins. FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason skoraði mark Íslands á 43. mínútu leiksins.

M.fl kvenna gaf dagatöl

Stelpur úr m.fl Þór/KA kíktu í vikunni á æfingu hjá 5.fl. , 6.fl, og 7.fl kvenna. Þær eru nýbúnar að gefa út dagatal fyrir árið 2012 en þetta er árlegt hjá stelpunum.

Allar æfingar falla niður á föstudag og laugardag

Allar æfingar hjá félaginu falla niður föstudaginn 23.mars og laugardaginn 24.mars vegna Akureyrarfjörs 2012.

Allar æfingar falla niður á föstudag og laugardag

Allar æfingar falla niður föstudaginn 23.mars og laugardaginn 24.mars vegna Akureyrarfjörs 2012.

KA-mennirnir Fannar og Ævar Ingi í eldlínunni í jafnteflisleik gegn Dönum í kvöld

Fannar Hafsteinsson varði mark Íslands gegn Dönum í fyrsta leik U-17 landsliðsins í milliriðli Evrópumótsins í Skotlandi í kvöld. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2. Ævari Inga Jóhannessyni var skipt inn á á 71. mínútu.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA á morgun miðvikudag

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 21. mars klukkan 18:00. Léttar veitingar í boði. Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf. Allir áhugamenn um handbolta hvattir til að mæta. Stjórnin

Aðalfundur KA 27. mars

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn þriðjudaginn 27. mars í KA-heimilinu. Fundurinn hefst klukkan 18.00.  

Fannar byrjar í markinu gegn Dönum í kvöld

Fannar Hafsteinsson, markmaður í 2. flokki og mfl. KA, hefur verið valinn í byrjunarlið Íslands sem mætir Dönum í milliriðli U-17 Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Spilað er í Skotlandi og hefst leikurinn kl. 19.30 að íslenskum tíma. Unnt verður að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA - http://www.uefa.com/

Hamingjuóskir frá blakdeild HK

Í morgun barst blakdeild KA svohljóðandi heillaóskaskeyti frá blakdeild HK: