14.03.2012
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram miðvikudaginn 28.mars kl.20:30 í Giljaskóla, skólastofum 202 og 203.Gengið er inn að norðan verðu og uppá aðra hæð.Hvetjum alla sem málið varðar til þess að mæta.
14.03.2012
Handboltaskóli Bjarna Fritz
fer fram í KA heimilinu 2.-7. apríl, fyrir ungmenni 11 ára og eldri.
Bjarni hefur haldið þetta námskeið í Breiðholtinu síðastliðin þrjú sumur með góðum árangri.
Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman.
Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 2. apríl til laugardagsins 7. apríl (sjá nánar hér á eftir).
13.03.2012
Næstkomandi laugardag fer fram Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum.Mótið er haldið í Björkunum í Hafnafirði.Keppt er í 1.-5.þrepi íslenska fimleikastigans bæði hjá stelpum og strákum.
12.03.2012
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson, leikmenn 2. flokks og meistaraflokks KA, hafa verið valdir í U-17 landslið Íslands sem spilar í
milliriðli Evrópumóts landsliða í Skotlandi dagana 19.-25. mars.
12.03.2012
Viðtalstími framkvæmdastjóra verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl: 10.00-12.00 og á þriðjudögum og fimmtudögum kl.13.00-15.00.Ef þessir tímar henta ekki er hægt að senda tölvupóst á netfangið erla@fimak.
12.03.2012
Næstum því allir þjálfarar félagsins ásamt starfsfólki og stjórnarmeðlimum sóttu á dögunum 6 klst.námskeið í skyndihjálp.Á námskeiðinu var farið yfir það helsta sem upp getur komið í fimleikasalnum og húsakynnum félagsins.
11.03.2012
Mótsnefnd Greifamóta KA vill þakka af heilum hug öllum sem lögðu hönd á plóg við framkvæmd Greifamóts KA í 4. flokki karla
í knattspyrnu um helgina. Án ykkar allra væri þetta ómögulegt!
11.03.2012
Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu bæði í A- og B-liðum í Greifamóti KA, sem lauk á fjórða
tímanum í dag. Í öðru sæti í A-liðum varð BÍ með jafnmörg stig og Þór, en markatala Vestfirðinganna var
þremur mörkum óhagstæðari en Þórs. KA varð síðan í þriðja sæti í A-liðum.
10.03.2012
4.fl kvenna er nú í Reykjavík þar sem þær spila 3 æfingaleiki bæði A og B lið. Í dag spilaði hvort lið 2 leiki. Á
móti Aftureldingu í morgun og Stjörnunni núna seinni partinn. Á morgun sunnudag spila bæði lið við Víking R
10.03.2012
KA-menn sóttu ekki gull í greipar Skagamanna í Akraneshöllinni í dag í þriðja leik liðsins í Lengjubikarnum. Heimamenn höfðu
sigur 4-1. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði mark KA í síðari hálfleik.