Fréttir

Skipulag Vormóts í hópfimleikum

Hér er að finna skipulag vormóts FSÍ sem fram fer um næstu helgi á Egilsstöðum.

Ungmennaklúbbur KA: Langar þig að vera í stjórn

Við erum að leita af krökkum á aldrinum 14-20 ára sem langar að sitja í stjórn Ungmennaklúbbs KA sem var stofnaður fyrr í vetur. Ungmennaklúbbur KA er klúbbur sem er ætlað að halda viðburði í KA heimlinu fyrir yngri kynslóð KA og gera sitt af mörkum til að gera KA heimilið að betri og skemmtilegri stað. Ungmennaklúbburinn er fyrir alla KA krakka sama í hvaða íþrótt þeir eru

0-1 tap gegn Þjóðverjum í dag

Þjóðverjar höfðu betur gegn okkar strákum í U-17 landsliðinu í Evrópumóti landsliða í Slóveníu í dag. Þjóðverjarnir skoruðu markið sem skildi liðin að á 20. mínútu leiksins. KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson voru í byrjunarliðinu í dag - Ævari var skipt útaf rétt undir lok leiksins.  

5.dagar: KA spáð 6.sæti af fyrirliðum og þjálfurum

Í árlegri spá fyrirliða og þjálfara 1.deildar á vefsíðunni Fótbolti.net er okkur KA-mönnum spáð 6. sæti í deildinni í sumar eða tveim sætum ofar en við enduðum í fyrra. Garðar Gunnar Ásgeirsson er sérfræðingur Fotbolti.net í þessum spádómi og hann hafði þetta  að segj um KA-liðið:

Æfingagjöld á vorönn

Það hafa nokkrir haft samband vegna greiðsluseðils sem er á eindaga í dag 7.maí.Þessi krafa er þriðja og síðasta krafan fyrir vorönn 2012.Æfingagjöldum vorannar var skipt upp í 3 greiðslur, sú fyrsta var á eindaga í byrjun febrúar, önnur var á eindaga í byrjun mars og sú þriðja er með eindaga í dag.

Vormót FSÍ í hópfimleikum á Egilsstöðum

Um næstu helgi, 11.-13.maí, verður Vormót FSÍ í hópfimleikum haldið á Egilsstöðum.Það er gaman að segja frá því að frá FIMAK fara 8 lið á mótið og eða um 100 iðkendur.

Strákarnir í beinni útsendingu á Eurosport!

Íslenska U-17 landsliðið í knattspyrnu með KA-strákana Fannar Hafsteinsson og Ævar Inga Jóhannesson innanborðs mæta Þjóðverjum í öðrum leiknum í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun, mánudag. Leikurinn hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma og er rétt að vekja athygli á því að hann verður sýndur í beinni útsendingu íþróttarásarinnar Eurosport.

2. flokkur Akureyrar Íslandsmeistari 2012

Strákarnir í 2. flokki settu nú rétt í þessu glæsilegan lokapunkt á tímabilið þegar þeir urðu fyrstu Íslandsmeistarar Akureyrar Handboltafélags eftir framlengdan úrslitaleik gegn Fram. Sjá umfjöllun um leikinn.

Mikið fjör á Greifamóti KA í Boganum

Mikið fjör var á Greifamóti KA fyrir yngstu krakkana í Boganum í dag. Á fjórða hundrað krakkar skemmtu sér þar konunglega við að elta og sparka í bolta og gleðinni lauk síðan með því að sporðrenna pizzu í KA-heimilinu.

Úrslitaleikur 2. flokks í dag klukkan 15:30 - bein útsending

Í dag, laugardag er komið að stóra deginum hjá strákunum í 2. flokki þegar þeir mæta Fram í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst klukkan 15:30 og verður leikið á heimavelli Hauka, Schenker-höllinni. Það er ástæða til að hvetja stuðningsmenn Akureyrar á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna í Hafnarfjörðinn í dag og standa með strákunum í baráttunni.