03.04.2012
Nú eru eftir aðeins fá sæti í Arsenalskólann á Akureyri í júní í sumar. Nánari uppýsingar gefur
Pétur í síma 861 2884.
01.04.2012
Íslandsmót 11-14 ára fór fram í KA-heimilinu á Akureyri í gær. Keppendur voru frá 6 félögum og var keppt í
bæði einstaklings-og liðakeppni. KA krakkar stóðu sig afar vel og unnu til 9 gullverðlauna, næstir komu vinir okkar í JR með 4 gull en önnur
félög með minna. Í liðakeppni 11-12 ára sigraði KA, en í liðakeppni 13-14 ára sigraði JR.
01.04.2012
Valur hafði betur gegn KA/Þór, 30-22, í lokaumferð N1-deildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag og tryggði sér þar með
deildarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Valur lýkur deildarkeppninni með 30 stig á toppnum, tveimur stigum meira en Fram sem varð
í öðru sæti.
01.04.2012
Liverpool goðsögnin Robbie Fowler skrifaði nú rétt í þessu
undir samning við KA sem nær út komandi keppnistímabil. Það er ljóst að Robbie mun verða góð viðbót við KA-liðið
enda með áralanga reynslu úr ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er einn markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.
31.03.2012
Hægt er að fullyrða að KA-völlurinn niður í bæ komi talsvert betur undan vetri en í fyrra. Ég fór niður á völl
í gær og tók mynd því til staðfestingar.
30.03.2012
Fyrr í kvöld tók KA á móti Tindastóli en greinilegt var að margir tókur spurningabombuna í sjónvarpinu (Gettu betur) fram yfir
leikinn því fámennt var í Boganum, svo sem skiljanlegt er, enda lokaþáttur bombunnar, en nóg um það.
30.03.2012
KA-menn taka á móti Tindastóli í Lengjubikarnum í Boganum í kvöld kl. 20. Þetta er næstsíðasti leikur KA-manna í
Lengjubikarnum, síðasti leikur liðsins í mótinu verður eftir páska gegn ÍBV syðra.
30.03.2012
Þá er komið að lokaleiknum í N1 deild kvenna þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Vals. Með sigri á
KA/Þór möguleika á að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn. Valsmenn geta hins vegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri.
Komið og sjáið spennandi lokaleik deildarkeppninnar í vetur. Aðgangur ókeypis.
30.03.2012
Á aðalfundi KA sl. þriðjudag lá fyrir formleg ósk frá Tennis- og badmintonfélagi Akureyrar um aðild að KA. Aðalfundurinn samþykkti
án mótatkvæða aðildina og því er ljóst að á þessu ári tekur til starfa ný deild innan KA.