09.02.2012
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fer fram helgina 11.-12.febrúar í íþróttahúsi Vallaskóla v/Sólvelli á Selfossi.Keppt er í 1.-5.flokki í landsreglum.
09.02.2012
Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2011 verður haldinn í KA-heimilinu föstudaginn 17. febrúar kl. 18.00. Á dagskrá fundarins er
afgreiðsla reikninga og önnur mál.
08.02.2012
Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fer fram helgina 11.-12.febrúar í íþróttahúsi Vallaskóla v/Sólvelli á Selfossi.Keppt er í 1.-5.flokki í landsreglum.FIMAK sendir 5 lið til keppni.
08.02.2012
Um næstu helgi, dagana 10.-11.
febrúar n.k., fer fram seinni hluti undankeppni Bikarmóts BLÍ í Íþróttahöllinni á Akureyri.
07.02.2012
Upp hefur komið tilvik um lús í einum hópi í fimleikunum.Mikilvægt er að þeir sem greinast með höfuðlús eða forráðamenn þeirra bregðist strax við smitinu til að komið sé í veg fyrir dreifingu til annarra.
05.02.2012
KA/Þór tók á móti HK í N1 deild kvenna á laugardaginn. Akureyrarstelpurnar báru enga minnimáttarkennd fyrir Kópavogsstúlkum
sem eru í 3. sæti deildarinnar og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. KA/Þór hafði prýðistök á leiknum, tölurnar 8-4 og 11-7
sáust á markatöflunni en HK náði að minnka muninn í 11-8 fyrir lok hálfleiksins með marki beint úr aukakasti eftir að leiktímanum
var lokið.
05.02.2012
KA sigraði Þór 3-2 í spennandi leik í úrslitum Hleðslumótsins og KA því Norðurlandsmeistari annað árið í
röð og þriðji sigurinn í röð á nágrönnum okkar í Þór. Þórir Tryggva var á staðnum í dag og
smellti af myndavélinni eins og herforingi.
Myndirnar má sjá hér
05.02.2012
KA-stelpurnar stóðu sig frábærlega á Goðamóti Þórs í 4. flokki um helgina. Þær sigruðu í A-liðum, áttu
lið í öðru og þriðja sæti í B-liðum, sigruðu í C-liðum og áttu þar líka lið í fjórða
sæti. Sigurliðið í C-liðum var eingöngu skipað stelpum úr 5. flokki og því er árangur þeirra sérlega
glæsilegur.
05.02.2012
KA1 sigraði Þór1 í úrslitaleik Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum í dag með þremur mörkum gegn tveimur.
04.02.2012
Á morgun, sunnudaginn 5. febrúar kl. 14.00, verður úrslitaleikur Hleðslumótsins í knattspyrnu í Boganum þar sem mætast KA1 og
Þór1. Bæði lið eru ósigruð í mótinu að riðlakeppni lokinni.