31.10.2011
Fjórir piltar úr KA hafa verið valdir í U-17 landsliðsúrtak um komandi helgi. Þetta eru þeir Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson,
báðir fæddir 1995, og Ívar Örn Árnason og Gauta Gautason, báðir fæddir árið 1996.
30.10.2011
Það verða tveir leikir í blaki í KA Heimilinu í dag. Meistaraflokkur kvenna tekur á móti HK kl 14:00 í dag og svo mun meistaraflokkur karla
mæta HK, sömuleiðis, klukkan 16:00. Við hvetjum alla áhugmenn um blakíþróttina að láta sjá sig.
28.10.2011
Íþrótta-og leikjaskóli KA sumarið 2011.
Íþrótta-og leikjaskóli KA starfaði um 8 vikna skeið í sumar og var tímabilinu skipt niður
í 4 tveggja vikna námskeið. Aðsóknin var eftirfarandi:
Námskeið 1: 96, 50 strákar og 46 stelpur.
Námskeið 2: 71, 43 strákar og 28 stelpur.
Námskeið 3: 61, 32 strákar og 29 stelpur.
Námskeið 4: 25, 13 strákar og 12 stelpur.
28.10.2011
Nú í hádeginu var dregið í leiki bikarkeppninnar, hjá konunum fékk lið KA/Þór útileik gegn FH en þess er skemmst að
minnast að stelpurnar í KA/Þór unnu einmitt FH liðið í KA heimilinu í síðustu umferð N1-deildarinnar. Kvennaleikirnir verða 15. og 16.
nóvember.
27.10.2011
KA-maðurinn Ómar Friðriksson spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í gær
í 2-2 jafntefli gegn Norðmönnum.
27.10.2011
Húsvíkingurinn Bjarki Baldvinsson hefur gengið til
liðs við KA og mun hann spila með liðinu í 1. deildinni næsta sumar. Gengið var í dag frá samningi við Bjarka til tveggja ára.
27.10.2011
Öllum æfingum KA í knattspyrnu í dag, fimmtudaginn 27. október, í Boganum er aflýst vegna hreinsunar sem ráðist var í í
morgun á gervigrasinu í Boganum. Ljóst er að grasið þornar ekki nægilega til þess að unnt sé að hleypa knattspyrnuiðkendum þar
inn í dag og því þarf að aflýsa öllum æfingum dagsins. Næsti æfingadagur verður því nk. laugardagur.
27.10.2011
Haustmót FSÍ í hópfimleikum verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi 28.- 30.október n.k.í umsjón Fimleikafélags Akraness.
24.10.2011
Helgina 21.-23.október 2011 fór fram hjá fimleikafélaginu Björk haustmót FSÍ í áhaldafimleikum í 1.og 2.þrepi drengja og stúlkna.Einn af okkar fremstu iðkendum tók þar þátt í 2.
24.10.2011
KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í landsliðsúrtak um næstu helgi - Lára í U-17 og Helena
í U-19. Báðar eru þær leikmenn Þórs/KA, Lára miðju- og kantspilari en Helena markvörður.