Fréttir

Haustmót í áhaldafimleikum

Haustmót í áhaldafimleikum 5-3 þrep.verður haldið helgina 4.-6.nóvember.Laugardagshópar fá frí þessa helgi.Gróft skipulag mótsins er komið.

Ómar spilaði allan leikinn gegn Kýpur

Ómar Friðriksson, leikmaður KA, spilaði allan leikinn með U-19 landsliðinu gegn Kýpur í öðrum leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í dag. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.

Gunnar Valur Gunnarsson í KA

Varnarmaðurinn Gunnar Valur Gunnarsson, sem hefur síðustu ár verið fyrirliði Fjölnis í Grafarvogi, hefur ákveðið að ganga til liðs við KA og spila með félaginu næstu tvö ár. Samkomulag þess efnis var staðfest í dag.

Innheimta æfingagjalda iðkenda yngri flokka í knattspyrnu

Innheimta æfingagjalda í knattspyrnu hefst í KA-heimilinu miðvikudaginn 26. október kl. 17-18. Síðan verður innheimta alla miðvikudaga í nóvember á sama tíma. Forráðamenn iðkenda eru eindregið hvattir til þess að greiða æfingagjöldin á þessum auglýsta tíma. Afar mikilvægt er að gera grein fyrir æfingagjöldunum eigi síðar en í lok nóvember.

Af ferð 5. flokks KA/Þór til Reykjavíkur um síðustu helgi

Stelpurnar á eldra ári í 5. flokki kvenna fóru til Reykjavíkur um síðustu helgi. Voru þær skráðar í efstu deild þannig að ljóst þótti að allir leikir yrðu hörkuleikir. Ekki bætti úr skák að þar sem færðin var ekki sú besta var dágóð töf á leiðinni þannig að þær náðu í hús korteri fyrir fyrsta leik.

KA gerir nýjan samning við Brian Gilmour

KA hefur gert nýjan eins árs samning við skoska miðjumanninn Brian Thomas Gilmour, en hann kom til KA í félagaskiptaglugganum í júlí sl. og spilaði átta leiki með félaginu út tímabilið.

Myndir frá sigurleik KA/Þór gegn FH

Þórir Tryggvason sendi okkur myndir frá laugardeginum þegar KA/Þór vann FH í N1 deild kvenna með 24 mörkum gegn 22.

U-17 landsliðið áfram í milliriðil - Fannar varði mark Íslands í öllum leikjunum

Landslið Íslands i karlaflokki í knattspyrnu undir 17 ára gerði sér lítið fyrir í dag og sigraði Ísraelsmenn í lokaleik síns riðils í undankeppni Evrópumóts landsliða í Ísrael og þar með sigruðu Íslendingar riðilinn og tryggðu sér farseðilinn í milliriðla keppninnar. KA-maðurinn Fannar Hafsteinsson stóð á milli stanganna í marki Íslands í öllum þremur leikjunum og stóð sannarlega fyrir sínu.

KA-stelpurnar útnefndar í 2. flokki kvk í Þór/KA

Í lokahófi Þórs/KA sl. föstudagskvöld fengu þrjár KA-stelpu viðurkenningar fyrir að skara framúr í 2. flokki á liðnu keppnistímabili. Ágústa Kristinsdóttir var valin sú besta í flokknum, Lára Einarsdóttir efnilegust og Freydís Kjartansdóttir var útnefnd leikmaður leikmannanna.

Íþróttahús KA 20 ára á þriðjudaginn!

Íþróttahús KA var vígt þann 18. október árið 1991 og verður það því 20 ára næstkomandi þriðjudag. Margir merkir íþróttaviðburðir hafa verið haldnir í þessu húsi og var það á árum áður helsta ljónagryfja landsins í handboltanum. Í tilefni afmælisins og að húsið hefur nú verið endurnýjað umtalsvert (nýtt gólf og nýir bekkir) verður smá afmælishátíð á þriðjudaginn og hefst hún kl. 18. Verður þá íþróttahúsið opið öllum og boðið upp á veitingar og svo verður hægt að leika sér í salnum. Við hvetjum KA-fólk og Akureyringa alla til að líta í heimsókn í KA-heimilið á þriðjudaginn kl 18.00.