Fréttir

Logi Geirsson var með opna æfingu fyrir handboltakrakka - myndir

Handknappleikskappinn Logi Geirsson kom til okkar á dögunum að kynna handboltaskó frá ASICS þar sem gerður hefur verið samningur milli Unglingaráðs KA og Sportís um 25% afslátt af handboltaskóm fyrir iðkendur KA. Einnig var Logi með opna æfingu þar sem mættu krakkar af öllum aldri og heppnaðist bara vel. Hér á eftir eru nokkrar myndir sem Hannes Pétursson tók á æfingunni.

Foreldrafundur hjá 5. flokk kvenna

Á morgun, fimmtudag, er foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn 5. flokks kvenna í handboltanum. Fundurinn hefst klukkan 17:30 og er inn í fundarsalnum. Hægt er að ná í þjálfara flokksins í síma 868-2396 (Stefán) 848-5144 (Kolla) Einnig er hægt að senda tölvupóst á stebbigje@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar. Kv. Þjálfarar

3.fl: KA bikarmeistari í 3. flokki kk!

KA-strákarnir í 3. flokki karla eru bikarmeistarar KSÍ fyrir Norður- og Austurland. Þeir sigruðu KF/Tindastól í frábærum úrslitaleik á Akureyrarvelli í kvöld með fjórum mörkum gegn tveimur.

Opið hús á Akureyrarvelli á laugardag og frítt á síðasta heimaleik KA

Eins og komið hefur fram hér á heimasíðunni í sumar og víðar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á Akureyrarvelli í sumar - þ.e. í stúku vallarins. Þessum framkvæmdum er ekki lokið - en þó er komin bærileg mynd á þær. Öllum sem vilja skoða breytta stúku Akureyrarvallar er hér með boðið að koma í stúkuna nk. laugardag, 17. september, kl. 11.00-12.15 og að því loknu er upplagt að setjast í stúkuna/brekkuna og hvetja KA-strákana til sigurs í síðasta leiknum í sumar gegn lærisveinum Guðjóns Þórðarsonar, BÍ/Bolungarvík. Veitingar verða í boði í stúkunni. Frítt verður á leikinn og er hér með skorað á alla stuðningsmenn KA að fjölmenna á leikinn og öskra strákana til sigurs.

2.fl: Gríðarlega mikilvægur leikur á föstudag

Annar flokkur KA spilar gríðarlega mikilvægan leik í 2. flokki kk á Akureyrarvelli nk. föstudag, 16. september, kl. 17 þegar hann tekur á móti Fjölni/Birninum. Með einu stigi úr þessum leik hafa KA-strákar tryggt sæti í A-deildinni að ári.

KA mætir KF/Tindastóli í úrslitum Valitor bikarsins á Akureyrarvelli í dag

KA mætir í dag, miðvikudaginn 14. september, kl. 17.00 á Akureyrarvelli KF/Tindastóli í 3. flokki karla í úrslitum Valitor bikarsins fyrir Norður- og Austurland. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna á völlinn og hvetja strákana til sigurs. Fótboltaveðrið getur ekki verið betra og völlurinn fínn og því eru aðstæður eins og best verður á kosið fyrir skemmtilegan fótboltaleik.

Dean Martin er í 100 leikja klúbbnum

Dean Edward Martin eða Dínó eins og hann er oftast kallaður er þriðji leikmaðurinn sem við kynnum til leiks í 100 leikja klúbb félagsins. Dínó hefur spilað 148 leiki fyrir félagið og skorað 12 mörk. Hann kom til landsins 1998 og spilaði fyrsta tímabilið með ÍA i Landsímadeildinni, sem þá var úrvalsdeildin. Hann fór svo til Englands í tvö ár en sneri til Íslands á nýjan leik 2001 og gekk þá til liðs við KA. Hann spilaði með KA út tímabilið 2004 áður en að hann sneri aftur á Akranes. 

Fótbolti: Fjör á lokahófi yngriflokka!

Lokahóf yngriflokka í knattspyrnu fór fram s.l. fimmtudag í KA heimilinu. Þar var glatt á hjalla, sumarið gert upp og leikmenn meistaraflokks KA grilluðu svo ofaní mannskapinn. Sævar Geir ljósmyndari var á svæðinu og smellti nokkrum myndum af. Þær má finna með því að smella hér.

Skellur á Skaganum

KA-menn máttu þola skell gegn frísku Skagaliði á Akranesi í gær. Þjóðhátíðarstemning var á Akranesi í gær af þeim sökum að félagið fékk afhentan bikarinn fyrir sigur í 1. deildinni að leik loknum. KA-menn hefðu hins vegar getað spillt gleðinni eilítið með góðri frammistöðu inni á vellinum, en það fór heldur betur á annan veg.

KA fer á Skagann í dag

Næstsíðasta umferð 1.deildarinnar fer fram í dag og fara okkar menn á Akranes þar sem þeir mæta nýkrýndum meisturum ÍA. Eins og allir vita eru Skagamenn löngu búnir að tryggja sig upp í deild þeirra bestu en KA hefur hins vegar tryggt sætið í deildinni og því má búast við ágætis leik þar sem bæði lið verða afslöppuð og njóta þess að spila fótbolta með litlu að keppa að nema þremur stigum að sjálfsögðu.