15.10.2011
KA/Þór fékk sín fyrstu stig í N1-deild kvenna er liðið lagði FH að velli í KA-heimilinu í dag, 24-21. FH-stúlkur voru sterkari
aðilinn framan af og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. KA-stúlkur sneru dæminu við í seinni hálflei og það var ekki
síst fyrir frammistöðu færeyska markvarðarins, Fridu Petersen, að KA/Þór landaði að lokum tveggja marka sigri, 24-22, en Frida varði 18 skot
í leiknum.
14.10.2011
2.flokkur KA kemur saman að nýju eftir haustfrí 25.október kl 18:30 í boganum.
13.10.2011
Davíð Rúnar Bjarnason og Ómar Friðriksson, leikmenn meistaraflokks KA í knattsyrnu, framlengdu í dag samninga sína við félagið til
næstu tveggja ára.
13.10.2011
Það er FH sem kemur í heimsókn til KA/Þór á laugardaginn þegar meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik að þessu
sinni í N1 deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og það er ókeypis aðgangur.
Segja má að þetta verði alger kvenna leikur hjá KA/Þór – FH, því dómararnir verða þær Guðrún Dóra
Bjarnadóttir og Ragna K. Sigurðardóttir. Frábært að fá loks kvenndómarapar. Eftirlitsmaður á leiknum verður hin
þrautreynda Helga Magnúsdóttir.
Við hvetjum alla til að fjölmenna í KA heimilið og styðja stelpurnar og jafnframt geta menn barið augum nýja gólfið í húsinu en loksins
er langþráður draumur orðinn að veruleika með úrbætur á gólfinu.
12.10.2011
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar eftir að ráða öflugan starfsmann, sem framkvæmdastjóra félagsins. Félagið leitar að
einstaklingi, karli eða konu, með brennandi áhuga á íþrótta- og félagastarfsemi, sem getur unnið sjálfstætt og hefur metnað til
að ná árangri.
12.10.2011
5. flokkur kvenna yngra ár gerði góða ferð suður um liðna helgi. KA/Þór hafði tvö lið skráð til leiks, annars vegar lið
KA/Þór1 sem var skipað reynslumeiri leikmönnum og KA/Þór2 sem var skipað leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í
íþróttinni og þeim sem hingað til hafa reynt að hafa sig til hlés inn á vellinum.
11.10.2011
KA handboltadagur verður haldin laugardaginn 15. október og vonumst við til að sjá sem flesta. Þá verður skráning iðkenda/innheimt
æfingagjöld og boðið upp á veitingar.
Í ár ætlum við að leggja áherslu á kvennaboltann í KA/Þór. Einvarður Jóhannsson ætlar að hafa skemmtilega
æfingu fyrir stelpur í 1.-5. bekk kl. 11:30-12:30 og er ÖLLUM stelpum í bænum á þessum aldri boðið að koma og prófa handbolta. Kl.
12:30 spilar 3. flokkur KA/Þór við FH, kl.14:00 spila sömu lið í 4. flokki og kl.16:00 sömu lið í meistaraflokki kvk. Þannig að
það er tilvalið að koma í KA heimilið á laugardaginn, prófa handbolta, horfa á leiki og fá sér vöflukaffi.
10.10.2011
Ómar Friðriksson hefur verið valinn í U-19 landsliðið sem spilar í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur dagana 21. til 26.
október nk.
10.10.2011
Skrifstofan verður lokuð fimmtudaginn 27.október en hægt er að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.Skrifstofan verður svo opin eftir helgina samkvæmt opnunartíma.Kv, Guðný á skrifstofu fimak.
10.10.2011
Nú er lokið fyrsta stóra handboltamótinu sem KA kemur að í vetur, það var Íslandsmót 6. flokks yngra ár í stelpna og drengja
flokki sem við héldum ásamt Þór.
Við viljum byrja á því að þakka Þór fyrir gott samstarf og einnig öllum þeim sem gerðu okkur mögulegt að halda þetta
mót jafnt styrktaraðilum, samstarfsaðilum og þeim sem unnu óeigingjarna sjálfboðavinnu.