21.12.2011
Í dag var gengið frá ráðningu Sævars Péturssonar í starf framkvæmdastjóra KA, en eins og fram hefur komið hefur Gunnar
Jónsson sagt því starfi lausu. Gunnar mun láta af störfum um áramót en Sævar kemur til starfa þann 1. mars. Í janúar og
febrúar mun Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA, brúa bilið og jafnframt gegna starfi framkvæmdastjóra
félagsins.
21.12.2011
Skráning er nú hafin í N1-mót KA í knattspyrnu, sem verður haldið dagana 4.-7. júlí 2012 á KA-svæðinu.
21.12.2011
Þeir sem eiga pantaða félagsboli eða félagsgalla fyrir jól geta nálgast þá á morgun fimmtud.22.des.milli 15-17.Ath.eftir það er félagið komið í jólafrí.Kv, skrifstofa fimak.
20.12.2011
Það var Hauka helgin mikla. Hún byrjaði á föstudegi með tveim leikjum hjá 4.fl karla. A-lið KA vann sinn leik með 7 mörkum (36-29) og
B-liðið vann einnig sinn leik með 9 mörkum (32-23). Á laugardag var komið að 3. flokki karla. KA1 tapaði sínum leik (28-30) en KA2 vann (40-33). KA2
spilaði svo aftur á sunnudag á móti sama Hauka liðinu og KA2 vann aftur en þá með 10 mörkum.
20.12.2011
Hér að neðan eru myndir sem Inga Björk Harðardóttir tók:
20.12.2011
Nú hefur verið tekin saman ítarleg foreldrahandbók fyrir foreldra iðkenda í yngri flokkum KA í knattspyrnu þar sem fram koma þær
upplýsingar sem foreldrar þurfa að búa yfir - varðandi þjálfun og æfingar, æfingagjöld, mót, útbúnað og margt
fleira. Bráðnauðsynleg lesning fyrir alla. Foreldrahandbókina er að finna á heimasíðu yngri flokka í knattspyrnu á slóðinni
http://ka.fun.is/?page_id=28
19.12.2011
Á fyrsta stjórnarfundi knattspyrnudeildar í dag eftir aðalfundinn fyrr í þessum mánuði skipti stjórnin með sér verkum. Gunnar
Níelsson tekur við formannssætinu af Bjarna Áskelssyni, sem færir sig yfir í gjaldkerann. Halldór Aðalsteinsson er nýr ritari stjórnar,
Páll S. Jónsson og Hjörvar Maronsson eru meðstjórnendur og varmenn eru Sævar Helgason og Eggert Sigmundsson.
19.12.2011
Meistaraflokkur KA spilaði tvo æfingaleiki í síðustu viku - á fimmtudag og laugardag - gegn Völsungi og Tindastóli og unnust þeir
báðir. KA-menn sigruðu Völsung 2-1 og Tindastól 3-0.
19.12.2011
Hér að neðan eru myndir frá Jólamótinu sem Eyþór Ingi Jónsson tók.
19.12.2011
Ákveðið hefur verið að efna til innanhússmóts í knattspyrnu í KA-heimilinu föstudaginn 30. desember og er þetta gráupplagt
tækifæri fyrir knattspyrnuhetjur á öllum aldri að hittast, efla liðsandann og rifja upp gamlar og góðar minningar.