07.10.2011
Aðstandendur Böggu Nella og Knattspyrnufélag Akureyrar vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem heiðruðu minningu hennar
í dag og lögðu á einn eða annan hátt lið við erfidrykkju hennar á Hótel Kea.
Með innilegu þakklæti og kærum KA-kveðjum!
Guð blessi minningu Böggu.
06.10.2011
Meistaraflokkur KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í N1 deildinni á laugardag kl. 16:00. Leikurinn er í Digranesi við HK, en þeim hefur einmitt verið
spáð mikill velgengni í vetur og byrjuðu tímabilið á því að sigra Fram í fyrstu umferð.
03.10.2011
Lokahóf 2. flokks var haldið um helgina með pompi og prakt. Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar, sá um
grilla ofan í mannskapinn og Petar Ivancic sá um skemtiatriði.
03.10.2011
KA-mennirnir Fannar Hafsteinsson, markmaður og Ævar Ingi Jóhannesson, miðjumaður, hafa verið valdir í landslið Íslands U-17 ára sem keppir
í undankeppni Evrópumótsins í Ísrael 12. til 17. október nk.
30.09.2011
Vekjum athygli á að fyrsta vika og fyrsti laugardagur hvers mánaðar eru foreldrar og aðrir aðstandendur velkomið að vera inn í sal og horfa á.Kv, fimak.
30.09.2011
Vekjum athygli á að fyrsta vika og fyrsti laugardagur hvers mánaðar eru foreldrar og aðrir aðstandendur velkomið að vera inn í sal og horfa á.Kv, fimak.
30.09.2011
Minnum á að í fyrstu viku hvers mánaðar og fyrsta laugardag í mánuði eru foreldar og aðrir aðstandendur iðkanda velkomið að horfa á inn í sal.Tilvalið að bjóða öfum og ömmum og öðrum fjölskyldumeðlimum að horfa á.
30.09.2011
Getraunastarf KA hefst á ný eftir sumarfrí. Fyrirkomulagið verður með öðru sniði en áður eða
deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð.
Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna borgarferð í vetur (flug, bíll, gisting, matur og leikhús fyrir tvo) sem
eru fyrstu verðlaun fyrir áramót. Einnig eru veitt verðlaun fyrir 2. og 3. sætið bæði fyrir og eftir áramót sem og fyrir besta seðil
ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum tveimur.
Heildarverðmæti vinninga er tæp hálf milljón króna.
29.09.2011
Það er óhætt að segja að það verði stórleikur í Höllinni í dag þegar Íslandsmeistararnir úr FH
mæta til leiks. Viðureignir liðanna frá síðasta tímabili voru margar og klárlega hápunktar tímabilsins.
Akureyrarliðið fór vel af stað í fyrsta leik síðastliðinn mánudag þegar liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu
í Mosfellsbænum. FH ingar hins vegar töpuðu illa fyrir Fram á sínum heimavelli og koma væntanlega dýróðir í þennan leik,
staðráðnir í að komast á sigurbraut á ný.
28.09.2011
Nú þegar eru farnar að berast fyrirspurnir um hvenær hið vinsæla N1-mót KA í knattspyrnu í 5. aldursflokki drengja verði á næsta
ári. Það skal hér með upplýst að mótið verður haldið dagana 4. til 7. júlí 2012 á KA-svæðinu. Mótið
hefst að vanda á miðvikudegi - 4. júlí - og því lýkur laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar verða birtar á
heimasíðu mótsins - sjá hnapp hér efst á síðunni lengst til hægri.