27.07.2011
Heimasíða yngri flokka KA liggur niðri eins og er. Unnið er að því að finna rót vandans og vonandi kemst síðan fyrr en síðar
í loftið aftur.
27.07.2011
Í kvöld klukkan 18:00 tekur 2.flokkur á móti KR ingum í gríðarlega mikilvægum leik. Bæði lið eru fyrir leikinn með 15 stig í
6 og 7 sæti deildarinnar en takist KA að sigra komast þeir uppí 4 sæti, tímabundið þó þar sem öll lið hafa ekki spilað jafn
marga leiki. Allir á KA völlinn í kvöld og styðjum strákana til sigurs í gríðarlega mikilvægum leik!
27.07.2011
KA sigraði HK í gær og að sjálfsögðu var Sævar Geir á staðnum og festi það sem fyrir augum bar á filmu
Myndirnar má sjá hér
26.07.2011
Það var óvenju vel mætt á KA-völlinn í kvöld þrátt fyrir að rigningarlegt væri um að
litast. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur og stóð alveg undir væntingum hvað það varðar. Bæði lið áttu góðar rispur
í leiknum og var það Sandor Matus markvörður KA sem stal senunni í lok leiks.
26.07.2011
Í dag er komið að heimaleik, okkar menn fá þá HK-inga í alvöru 6 stiga leik. Bæði lið þurfa
á stigunum að halda og við stuðningsmenn munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa liðinu á fætur eftir slæma byltu!
Leikurinn hefst klukkan 18:15 að staðartíma og okkar iða græna velli, KA vellinum (áður Ak.völlur).
25.07.2011
Í dag gekk skoski miðjumaðurinn Brian Thomas Gilmour í raðir KA-manna og er hann nú þegar kominn með leikheimild og verður því
löglegur með KA í leiknum gegn HK á Akureyrarvelli á morgun kl. 18.15. Gilmour kom til landsins sl. föstudag og æfði með KA-liðinu um helgina og
í kjölfarið var gengið frá samningi við hann í dag, sem gildir út keppnistímabilið.
25.07.2011
Nú fer að líða að því að haustönn hefjist hjá Júdódeild KA.
Mánudaginn 5. september munu æfingar hefjast hjá öllum aldursflokkum júdódeildar KA.
Æfingataflan og verðskrá er eftirfarandi:
24.07.2011
Umfjöllun um leik KA og ÍR sem fram fór á ÍR-velli í Breiðholtinu.
Í stúkunni voru stuðningsmenn KA í mikilli yfirtölu og var afar gaman að sjá það en fjórði flokkur karla er í keppnisferð
í borginni og mættu strákanir að sjálfsögðu á leikinn til að styðja sína menn.
22.07.2011
Okkar menn leggja land undir fót í dag og gestgjafar verða ÍR-ingar í Breiðholtinu. Leikurinn er í 12. umferð.
21.07.2011
Ævar Ingi Jóhannesson og Fannar Hafsteinsson hafa verið valdir í landsliðshóp Íslands sem keppir á Norðurlandamóti U-17 landsliða
á Norðurlanda í vikunni eftir verslunarmannahelgi. Ísland teflir fram tveimur liðum í mótinu og er Ævar Ingi í liði Íslands nr. 1 en
Fannar er annar tveggja markvarða í liði 2