14.08.2011
KA sigraði Þrótt á Fimmtudag eins og flestir vita og Sævar Geir var á vellinum og tók myndir. Ef smellt er á lesa meira, má sjá
myndirnar og einnig 4.mark KA, sem er samsett úr nokkrum myndum sem Þórir Tryggva tók.
12.08.2011
Mánudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00
Þriðjudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt
Fimmtudagur - KA heimili - útiæfing kl. 17.00
Föstudagur - Höllin - æfing í sal kl. 17.00 - mæta líka með útiföt
Minni á Facebook síðu flokksins "4. flokkur handbolti KA piltar" þar sem allar upplýsingar um æfingar og keppnisferðir verður að finna.
Jói Bjarna í s. 662-3200.
11.08.2011
Það er spurning hvort KA-mönnum verði ekki mútað til að mæta á völlinn framvegis með góðum
kræsingum, því fjöldinn allur af fólki mætti á KA-völl (hinn neðri) í kvöld og ber að fangna því! Húrra
fyrir ykkur!
11.08.2011
Í kvöld taka KA-menn á móti Þrótti í afar mikilvægum leik í 1. deildinni.
Leikurinn fer sem fyrr fram á hinum iðgræna KA-velli niður í miðbæ, mikið verður um fínerí fyrir leik þar sem gulir og
góðir KA-menn ætla að grilla pylsur fyrir KA-menn og aðra og fyrst um sinn verða gefnir sundboltar frá Nivea á meðan birgðir
endast. Tendrað verður í grillinnu klukkan 18 en leikurinn hefst svo klukkan 19. Allir að henda í sig einni pylsu með öllu til að slaka á
raddböndum svo hægt verði að þenja þau á meðan á leik stendur!
10.08.2011
Á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, á meistaraflokkur KA heimaleik gegn Þrótti Reykjavík klukkan 19 á okkar iðagræna Akureyrarvelli.
Þessi leikur er mjög mikilvægur fyrir okkar menn sem hafa hægt og sígandi verið að bæta fleiri stigum í sarpinn. Það er því
afskaplega mikilvægt að allir KA-menn, stórir sem smáir, mæti á völlinn og hvetji strákana okkar til dáða.
10.08.2011
Næstu viku (15.-18.ágúst) fer fram Parkour námskeið hjá okkur.Við höfum fengið til okkar Parkour þjálfara frá Danmörku Tom Nyeng Möller.Tom mun sjá um námskeiðið ásamt þeim Stefáni Þór Friðriksyni og Erni Haraldssyni.
09.08.2011
Helgina 26.-28. ágúst verður haldið C-stigs dómaranámskeið, en það er efsta stig dómararéttinda. Skráning fer fram á
robert@hsi.is og lýkur föstudaginn 19. ágúst nk. Þátttakendur skulu taka fram við
skráningu nafn, kennitölu, félag, tölvupóstfang og síma.
Áhugasamir KA menn sem vilja dæma í vetur geta fengið námskeiðið og ferðir greiddar af félaginu. Hafið sambandi við Erling í
síma 690-1078.
07.08.2011
Verðskrá haustannar er komin á netið.
07.08.2011
Gamla myndin að þessu sinni er tveggja ára gömul - Sævar hirðljósmyndari tók þessa mynd á Akureyrarvelli þann 18.
júlí 2009 af Gunnlaugi Jónssyni, núverandi þjálfara KA en þáverandi þjálfara og miðverði Selfyssinga og Guðmundi
Óla Steingrímssyni, þáverandi og núverandi leikmanni KA, að kljást um boltann. Selfyssingar sóttu ekki gull í greipar KA-manna í
þessum leik því heimamenn sigruðu 2-0 með mörkum Bjarna Pálmasonar og Dávid Disztl. Selfyssingar fóru hins vegar rakleiðis upp sumarið
2009, en féllu aftur í fyrra. Eins og útlitið er núna stefna Selfyssingar aftur upp í ár og þeir færðust nær því
takmarki með sigri KA í gær á Haukum.
KA á eftir að taka á móti Selfyssingum í sumar - sá leikur verður á Akureyrarvelli annan föstudag - 19. ágúst kl. 18.15. Er
ekki gráupplagt að endurtaka leikinn frá 18. júlí 2009 og leggja Selfyssinga að velli?
07.08.2011
Ævar Ingi Jóhannesson, KA-maðurinn bráðefnilegi, skoraði eina mark Íslands og sigurmarkið í úrslitaleik Íslands 1 og Danmerkur á
Norðurlandamóti U-17 landsliða, sem háður var á Þórsvelli í dag. Ævar Ingi skoraði markið í fyrri hálfleik og
þar við sat. Þessi árangur drengjalandsliðsins er frábær og full ástæða til að óska leikmönnum og þjálfurum
innilega til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn.