21.03.2011
Mfl karla varði í gær bikarmeistaratitil sinn í blaki þegar liðið lagði Stjörnuna í úrslitaleik í Lagardagshöll.
20.03.2011
Vegna fráfalls Steindórs Gunnarssonar hefur herrakvöldi knattspyrnudeildar KA, sem vera
átti þann 1. apríl nk., verið frestað um óákveðinn tíma. Ný dagsetning verður gefin upp síðar hér á
heimasíðunni.
20.03.2011
Steindór Gunnarsson, einn af dyggustu félagsmönnum Knattspyrnufélags Akureyrar, lést á Kanaríeyjum aðfararnótt 19. mars á 64.
aldursári. Steindór Gunnarsson fæddist 30. mars 1947. Alla tíð vann hann gríðarlegt starf fyrir KA, sem ekki var alltaf sýnilegt.
20.03.2011
Það var eins stigs hiti í Akraneshöllinni í dag þegar KA-menn mættu Selfyssingum og stuðningsmenn KA í töluverðum meirihluta í
stúkunni þar sem 4. flokkur kvenna hjá KA átti leik í höllinni síðar um daginn og mættu stelpurnar á völlinn til að styðja
sína menn. Samkvæmt leikskýrslu var reyndar 51 áhorfandi í húsinu en til að ná þeirri tölu þyrfti líklega að telja
með varamenn, þjálfara, liðsstjóra og sjúkraþjálfara beggja liða. Hugsanlega dómaratríóið líka.
18.03.2011
KA heldur á morgun suður fyrir heiðar, nánar tiltekið til Akraness. Þar munu taka á móti
okkur liðsmenn Loga Ólafssonar í Selfossi, leikurinn fer fram í frystikistu Íslands, Akraneshöllinni og verður flautaður á klukkan 15:00 og eru
allir KA menn með boðsmiða að vanda.
18.03.2011
Herrakvöld knattspyrnudeildar KA verður haldið á Hótel KEA föstudagskvöldið 1. apríl. Algjör skyldumæting dyggra unnenda knattspyrnunnar
í KA er á herrakvöldið og óhætt er að segja að þeir verði ekki sviknir af góðum mat og góðri skemmtun. Á þessu
stigi málsins eru allir sem vettlingi geta valdið beðnir að taka kvöldið frá og vinsamlegast skipuleggja ekki annað að kvöldi 1. apríl
(þetta er ekki aprílgabb).
18.03.2011
Dagana 25.- 26.mars fer fram Akureyrarfjör hjá Fimleikafélaginu.Þetta er innanfélagsmót þar allir iðkendur sem æfa á virkum dögum taka þátt.Á föstudeginum eru það A-hópar, yngri F-hópar (þeir hópar sem ekki hafa farið suður á mót í vetur) og yngri K-hópar (þeir hópar sem ekki hafa farið suður að keppa í vetur).
17.03.2011
Greifamót 4.flokks karla verður haldið um helgina, spilað er í A og B liðum og eru 16 lið
skráð til leiks frá 8 félögum.
17.03.2011
Líkt og gert var með Blikadrengina tvo sem gengu nýlega til liðs við KA hafði
heimasíðan samband við Hafnfirðinginn Hafþór Þrastarson. Hafþór er á 21. aldursári og er uppalinn hjá FH.
17.03.2011
Bikarkeppni BLÍ fer fram um helgin í Laugardalshöll en úrslitaleikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV, sunnudaginn 20.
mars.