07.04.2011
Á heimasíðu stuðningsmanna Selfoss er reglulega birt það sem þeir kalla sjálfir: "Sjónarmið andstæðinganna". Í þetta
skiptið eru það við KA-menn sem kynnum okkar sjónarmið en spurningarnar sem lagðar voru fyrir fulltrúa KA eru af ýmsum toga.
06.04.2011
Síðari hluti Íslandsmóts yngriflokka BLÍ var haldið að Varmá í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Nær 450 krakkar tóku
þátt í mótinu. Íslandsmeistarar voru krýndir í 2., 3., 4. og 5. flokki í báðum kynjum. Í 3. flokki drengja varð
KA Íslandsmeistari, í 4. flokki drengja varð KA í öðru sæti í 5. flokki drengja varð KA í 3. sæti og í 3.
flokki stúlkna varð KA í 4. sæti.
06.04.2011
Á fimmtudagskvöldið lýkur N1 deildarkeppninni að þessu sinni. Í lokaumferðinni leika Akureyri og Fram en leikurinn hefst klukkan 19:30 í
Íþróttahöllinni. Bæði liðin eru örugg í úrslitakeppnina en Fram á í baráttu við HK um hvort liðið hafnar
í 3. sæti deildarinnar. Á sama tíma leika HK og FH í Kópavoginum þannig að úrslit beggja leikjanna hafa áhrif.
05.04.2011
Vegna forfalla verður skrifstofan lokuð í dag þriðjud.5.apríl.Hægt er að senda fyrirspurn á skrifstofa@fimak.is.Skrifstofan er opin á morgun miðv.6.apríl milli 16:30-18:30.
05.04.2011
Vegna forfalla verður skrifstofan lokuð í dag 5.apríl.Hægt er að senda fyrirspurn á skrifstofa@fimak.is.Skrifstofan er opin á morgun miðv.6.apríl milli 16:30-18:30.Guðný á skrifstofu fimak.
05.04.2011
Næstur á dagskrá er eilífðar sjarmörinn Guðmundur Óli Steingrímsson
05.04.2011
Næstur á dagskrá í hin hliðin er sjarmörinn Guðmundur Óli Steingrímsson
04.04.2011
Góður vinur og félagi er látinn langt fyrir aldur fram. Steindór Gunnarsson varð bráðkvaddur laugardaginn 19. mars
síðastliðinn. Í okkar hóp er rofið stórt skarð og minnumst við KA menn hans með hlýhug og virðingu.
04.04.2011
Framkvæmdir við endurbætur á stúku Akureyrarvallar hófust í síðustu viku og í dag, þegar tíðindamaður
síðunnar leit við í stúkunni,var þar fjöldi iðnaðarmanna að störfum. Þess er vænst að lokið verði við sem mest af
endurbótunum inni í stúkuhúsinu í maí.
04.04.2011
Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni fór fram í KA-heimilinu í kvöld. KA tók á móti Þrótti sem lenti í
fjórða sæti í deildarkeppninni. Boltastrákar í leiknum voru Haukur Valtýs og Einar Hólmgeirs. Stóðu þeir sig með
miklum sóma.
KA liðið er ekki árennilegt og hefur unnið hvern leikinn af öðrum upp á síðkastið án þess að tapa hrinu. Þróttarar
tóku þó KA 0:3 hér á dúknum fyrr í vetur og þeir voru ekki fjarri því að endurtaka leikinn í kvöld.