Fréttir

Örbylgjuofn óskast

Fimak sárlega vantar örbylgjuofn.Ef þið eigið einn slíkan sem þið eruð ekki að nota og væruð til í að gefa okkur, endilega hafið samband við skrifstofa@fimak.is Stjórn og þjálfarar fimak.

Howell á reynslu hjá KA

Bandaríski framherjinn Daniel J. Howell, sem er 25 ára gamall, kom í dag á reynslu til KA og mun hann æfa og spila með liðinu á næstunni.

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA mánudaginn 21. mars

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA verður haldinn í KA heimilinu mánudaginn 21. mars klukkan 17:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á handknattleik í yngri flokkum eða meistaraflokki eru hvattir til að koma og fylgjast með og taka þátt. Kaffiveitingar í boði. Stjórn Handknattleiksdeildar

Ferðasaga 6. flokks kvenna yngra árs - myndir

Föstudaginn 11. mars lögðum við af stað til Reykjavíkur. Það urðu mikil forföll hjá stelpunum og við enduðum með því að fara bara með sjö stelpur suður. Þar af voru þrjár 7. flokks stelpur sem björguðu okkur alveg með því að koma með okkur. Við lögðum af stað klukkan 16 á föstudeginum, stoppuðum síðan í Staðarskála og fengum að borða. Ferðin hélt síðan áfram og við vorum komin til Reykjavíkur um tíu leitið. Mótið var haldið af ÍR og við gistum í Breiðholtsskóla. Þegar við komum þangað fórum við strax að taka okkur til fyrir svefn því að það var langur og erfiður dagur framundan. Á laugardaginn vöknuðum við síðan fyrir allar aldir, eða klukkan hálf 7. Við fengum okkur morgunmat og stelpurnar tóku sig til fyrir daginn. Síðan kom rútan og sótti okkur og keyrði í Austurberg þar sem við kepptum.

Hin Hliðin: Andrés Vilhjálmsson

Næstur á dagskrá er Andrés Vilhjálmsson en Andrés kom til KA fyrir áramót frá Þrótti.

Gunnlaugur Jónsson: Skref í rétta átt

Síðan hitti á Gunnlaug Jónsson þjálfara KA eftir leikinn gegn Breiðablik. 

Ágúst Örn: Umgjörð og aðstaða til fyrirmyndar

Ágúst Örn Arnarson er nýkominn til félagsins að láni frá Blikum, hann er eins og fólk veit einn af þrem leikmönnum sem komu til KA í síðustu viku. Ágúst er á tuttugasta aldurs ári.

Elvar Páll: virkilega góður mórall í hópnum

Elvar Páll Sigurðsson er einn þeirra þriggja drengja sem gegnu til liðs við KA á láni í vikunni. Elvar er á 20 aldurs ári og er uppalinn hjá Breiðablik. Síðan sló á þráðinn til Elvars eftir hans fyrsta leik fyrir félagið, en leikurinn var eins og flestir vita gegn Blikum.

Tvífarar: Arnór Egill og....

Tvífarar vikunnar eru nokkuð skemmtilegir, þeir koma frá Guðmund Óla leikmanni KA en tvífararnir eru Arnór Egill og

Frábær frammistaða á Íslandsmóti 15-19 ára í júdó.

Íslandsmót 15-16 ára og 17-19 ára fór fram um helgina í Reykjavík.  KA átti 5 keppendur á mótinu, upphaflega áttu þeir að vera talsvert fleiri en veikindi og önnur afföll settu strik í reikninginn.  En frammistaðan var ekki af verri endanum en hún var eftirfarandi: