28.03.2011
Dagana 25.- 26.mars fór fram innafélagsmót hjá FIMAK þar sem allir fimleikaiðkendur á grunnskólaaldri fengu að spreyta sig.Mótið gekk vel og flestir ánægðir eftir daginn sinn.
28.03.2011
Heimasíðan náði í skottið á Gunnlaugi Jónssyni þjálfara KA eftir leikinn á móti Keflavík og spurði hann
útí leikinn.
28.03.2011
Það var bara tímaspursmál hvenær þessir tvífarar myndu koma hérna inn, Túfa hefur allt frá því hann kom til landsins
verið líkt við
28.03.2011
4. flokkur kvenna í handbolta varð á laugardaginn deildarmeistarar í 2. deild. Þessi frábæri árangur veitir liðinu
rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem fer fram í apríl. Við óskum stelpunum og þjálfurunum
Stefáni Guðnasyni og Halldóri Tryggvasyni innilega til hamingju með titilinn.
27.03.2011
KA ferðaðist suður á laugardaginn síðasta og lék gegn Keflavík, okkar menn veittu Keflvíkingunum mikla mótspyrnu og héldu í
við þá þangað til um miðbik seinni hálfleiks. Hallgrímur Mar skoraði fyrra markið og Elvar Páll það seinna, en það er
hans fyrsta fyrir félagið og má því búast við því að hann hafi verið flengdur í sturtu eftir leik
27.03.2011
Stelpurnar í 3. flokki kvenna spiluðu gegn Stjörnunni í KA heimilinu í dag.
Stjarnan hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í síðustu umferðum á meðan KA/Þór stelpur hafa rokkað
svolítið í spilamennsku. Ljóst var að leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimastúlkur enda eru þær í harðri
baráttu um 5. sætið í deildinni við FH og Fylki.
26.03.2011
A liðið spilaði um helgina algjöra úrslitaleiki við ÍBV um deildarmeistaratitilinn í 2. deild. Bæði KA/Þór og ÍBV
höfðu haft mikla yfirburði í 2. deildinni í vetur. Þar fyrir utan hafði ÍBV komist alla leið í bikarúrslit þar sem þær
töpuðu gegn Selfoss en KA/Þór hafði dottið út gegn Fylki í 8 liða úrslitum í framlengdum leik. Fylkir og Selfoss verma tvö efstu
sæti 1. deildar nú þegar líða fer að lokum Íslandsmótsins.
26.03.2011
Karla- og kvennalið KA voru í erldlínunni fyrir sunnan um helgina og spiluðu tvo leiki hvort. Karlalið KA rúllaði yfir Fylki og HK og tryggði sér
þar með deildarmeistaratitilinni. Kvennaliðið tapaði fyrir Ými í gær en vann Stjörnuna í dag í hörkuleik og tryggði sér
þar með sæti í úrslitakeppninni.
24.03.2011
KA spilaði æfingaleik við Dalvík/Reyni í boganum í gær og gengu okkar menn yfir Dalvíkinga. Dan Howell kaninn sem er á reynslu skoraði
tvö mörk, þá skoruðu þeir Jakob Hafsteinsson, Guðmundur Óli og Haukur Heiðar sitt markið hvert. Dalvíkingar kláruðu svo leikinn
með sjálfsmarki
23.03.2011
Á fimmtudaginn verður einn af stóru leikjum N1 deildarinnar þegar stórveldið Haukar úr Hafnarfirði mæta til leiks í
Íþróttahöllinni. Í gegnum tíðina hafa Haukar verið einn erfiðasti mótherji Akureyrarliðsins og þá sérstaklega
hér á heimavelli. Þegar liðin mættust í Íþróttahöllinni þann 22. október síðastliðinn tókst Akureyri
reyndar í fyrsta sinn í sögunni að leggja Haukana að velli og þar með er búið að sýna fram á að slíkt er vel hægt.