11.04.2011
KA fékk vesturbæjarstórveldið KR í heimsókn sl. föstudagskvöld. Ljóst var
að leikurinn yrði erfiður fyrir KA- menn enda eru KR-ingar virkilega vel mannaðir með menn eins og Bjarna Guðjónsson og Baldur Sigurðsson, svo tveir af mörgum
öflugum liðsmönnum KR séu nefndir.
11.04.2011
Lára Einarsdóttir er nú stödd með U-17 landsliðinu í Póllandi þar sem spilaður er milliriðill í Evrópukeppni landsliða.
Eftir tvo 2-0 sigra gegn Englandi og Póllandi er ljóst að Ísland er komið í undanúrslit. Undanúrslitin og úrslitin fara fram í
Sviss í lok júlí.
11.04.2011
Sænskur miðvörður að nafni Boris Lumbana frá sænska úrvalsdeildarfélaginu Örebro verður á reynslu hjá KA næstu daga.
Lumbana er væntanlegur til landsins í dag og tekur að óbreyttu þátt í æfingu hjá KA á morgun, þriðjudag.
10.04.2011
Um helgina fór fram heil umferð á Íslandsmótinu hjá 5. flokki karla. Það voru KA og Þór sem önnuðust þessa
umferð og var leikið í KA heimilinu og Íþróttahúsi Síðuskóla.
Smelltu hér til að skoða allar upplýsingar, leikjaskipulag og úrslit leikja og
ljósmyndir.
10.04.2011
Til er það fólk, því miður, sem þrífst á því að skemma eigur annarra og er einskis svifist í þeim
efnum. Dæmi um þetta blasti við fólki í KA-heimilinu í morgun, sunnudag, þegar litið var yfir þann hluta KA-vallarins sem í daglegu tali
kallast Wembley og er sunnan KA-heimilisins.
10.04.2011
Úrslitin hefjast á morgun kl. 19:30 þegar meistarar KA taka á móti HK í KA-heimilinu á morgun.
08.04.2011
Nú ætlum við að fara af stað með nýjung hérna á ka-sport.is. Liðurinn heitir "Mynd vikunnar",. Viljum við leita til allra KA-manna,
sem eigið einhverjar flottar, skrítnar, fyndnar eða skondnar KA-myndir að senda okkur þær með texta þar sem komi eitthvað fram um viðkomandi
mynd, hverjir eru á henni og hvenær hún er tekin. Þessi liður mun birtast hér á síðunni á föstudögum.
07.04.2011
KA og Þróttur léku annan leik sinn í úrslitakeppni Mikasa-deildarinnar í kvöld. Þróttur hafði yfirburði í fyrstu tveimur
hrinunum og vann þær 13-25 og 11-25. Síðasta hrinan virtist ætla að vera á sömu nótum en í henni hrukku KA-stelpurnar allt í
einu í gang og skoruðu hvert stigið á fætur öðru með Auði Önnu í fararbroddi. KA jafnaði loks 23-23 og komst svo yfir 24-23. Eftir
æsilegan lokakafla þer sem hjólhestaspyrna Birnu Bald var hápunkturinn náðu Þróttarar loks að innbyrða sigur 26-28.
KA-liðið er nú komið í sumarfrí en Þróttur fer í úrslit um íslandsmeistaratitilinn.
07.04.2011
KA tryggði sig í gær í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla og þar með getur liðið unnið þrefalt í ár
því nú þegar eru komnir í hús bæði deildarmeistara- og bikarameistaratitillinn.
07.04.2011
Heimasíðan náði á Gulla þjálfara KA fyrir leikinn á morgun gegn KR. Nokkra sterka leikmenn vantar í lið KA, þar á
meðal þremenningana Hafþór Þrastarson, sem er í Portúgal með FH, Andrés Vilhjálmsson, sem er í fríi og Dan Howell, sem er
farinn til Bandaríkjanna.