Fréttir

Til minningar um Steindór Gunnarsson - Kveðja frá K.A.

Góður vinur og félagi er látinn langt fyrir aldur fram. Steindór Gunnarsson varð bráðkvaddur laugardaginn 19. mars síðastliðinn. Í okkar hóp er rofið stórt skarð og minnumst við KA menn hans með hlýhug og virðingu. 

Framkvæmdir hafnar við stúku Akureyrarvallar

Framkvæmdir við endurbætur á stúku Akureyrarvallar hófust í síðustu viku og í dag, þegar tíðindamaður síðunnar leit við í stúkunni,var þar fjöldi iðnaðarmanna að störfum. Þess er vænst að lokið verði við sem mest af endurbótunum inni í stúkuhúsinu í maí.

KA marði baráttuglaða Þróttara 3-2

Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni fór fram í KA-heimilinu í kvöld. KA tók á móti Þrótti sem lenti í fjórða sæti í deildarkeppninni. Boltastrákar í leiknum voru Haukur Valtýs og Einar Hólmgeirs. Stóðu þeir sig með miklum sóma. KA liðið er ekki árennilegt og hefur unnið hvern leikinn af öðrum upp á síðkastið án þess að tapa hrinu. Þróttarar tóku þó KA 0:3 hér á dúknum fyrr í vetur og þeir voru ekki fjarri því að endurtaka leikinn í kvöld.

Umfjöllun um Þór - KA á N4 (Myndband)

Nýjasta sjónvarpsstjarna Akureyringa kemur frá okkur KA - mönnum en það er enginn annar en síðuritarinn Jóhann Már Kristinsson. Hann ásamt tökumönnum frá N4 skelltu sér á leikinn s.l. fimmtudag. Hér er hægt að sjá myndir frá leiknum og viðtöl eftir leik.

Tvífarar: Benedikt Brynleifsson og....

Tvífarar þessa vikuna er aðsendir frá vini okkar allra Gunnari Níelssyni en þar eru tveir ofurtöffarar á ferðinni, annars vegar Benedikt Brynleifsson betur þekktur sem Benni tromari í 200.000 Naglbítum en hann æfði og spilaði með KA í yngri flokkum og hins vegar 

KA-menn hefja titilvörnina í kvöld í blakinu

Í kvöld kl. 19.30 taka KA-menn á móti Reykjavíkur-Þrótturum í fyrsta leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki karla. Leikurinn fer að sjálfsögðu fram í KA-heimilinu. Í hinum leiknum í undanúrslitum mætast HK og Stjarnan syðra.

KA - KR - síðasti leikur í Lengjubikarnum

KA-menn taka á móti KR-ingum í síðasta leiknum í Lengjubikarnum í fótbolta nk. föstudagskvöld kl. 19.15 í  Boganum.

KA/Þór Íslandsmeistari 2.deildar kvenna

Á laugardaginn varð KA/Þór Íslandsmeisari í 2. deild kvenna en stelpurnar tryggðu sér titilinn með því að sigra Stjörnuna 34-31 í hörkuspennandi úrslitaleik sem fram fór í íþróttahúsinu í Strandgötu. Deginum áður lögðu KA/Þór stelpurnar Víkinga í undanúrslitum 29-20. Þetta er frábær árangur hjá stelpunum okkar sem urðu í 2. sæti í deildarkeppninni í 2. deild í vetur.  Til hamingju Martha þjálfari og co. Endanlega röð liðanna varð því þannig: 1. KA/Þór 2. Stjarnan 3. Víkingur 4. Fjölnir/Afturelding

Til minningar um Steindór Gunnarsson - kveðja frá knattspyrnudeild KA

Steindór Gunnarsson var vakinn og sofinn yfir velferð KA. Hann var KA-maðurinn,sem var alltaf boðinn og búinn að leggja hönd á plóg. Einkum naut knattspyrnan hans stuðnings og starfsorku. Knattspyrnudeild KA hefur misst einn af sínum dyggustu stuðningsmönnum og velunnurum.

Eiður Smári til KA (skjalfest)

KA fékk í morgun gífurlegan liðsstyrk þegar framherjinn Eiður Smári Guðjónssen gekk til liðsins frá Fulham. Eiður er eins og margir vita einn albesti fótboltamaður sem ísland hefur alið af sér en hefur átt í basli með aukakílóin síðustu ár og lítið fengið að spila.  Eins og sjá má á myndinni af honum og Gulla í morgun hefur aðeins slétt úr maganum á honum og er hann himinnsæll