Fréttir

Aðalfundur KA í kvöld

Aðalfundur KA fer fram í kvöld og hefst hann kl. 18. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.  Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna.

Leikur Þórs og KA færður til kl. 21.15 á fimmtudagskvöld

Knattspyrnudeildir KA og Þórs hafa ákveðið að færa leik félaganna í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla aftur um 75 mínútur fimmtudagskvöldið 31. mars. Leikurinn átti að vera kl. 20.00 en nýr leiktími er 21.15.

KA er á Facebook!

Þar sem nær 80% íslendinga eru á Facebook, þá verður KA að vera þar líka. Inná Facebook síðu KA má finna allar þær fréttir sem hér er að finna og einnig koma þar inn myndir úr leikjum.  Allir KA menn eru hvattir til að like-a síðunna og fylgjast með. Einnig skora ég á fólk að skrifa athugasemdir og segja sína skoðun á þeim fréttum sem koma þar inn. Allir KA menn hafa skoðun en það er svo einkennilegt að fáir vilja koma þeim fram, fyrir þá sem eru feimnir er þess vegna hægt að like-a fréttir. Hægt er að fara á Facebook síðu KA með því að smella Hér

Lára til Póllands með U-17 landsliðinu

Hin bráðefnilega Lára Einarsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið Íslands sem mun spila í milliriðlum Evrópumótsins í Póllandi í apríl. Landsliðshópurinn var tilkynntur í dag.

Dan Howell: Til þessa hefur þetta verið frábær reynsla

í aðdraganda stórleiksins á fimmtudaginn hafði síðan samband við Daniel Howell og spurði hann útí byrjunina og leikinn gegn Þór

Aðalfundur Handknattleiksdeildar og ársskýrsla

Aðalfundur Handknattleiksdeildar KA var haldinn á dögunum og fór hann að venju vel fram.  Ársreikningar deildarinnar voru samþykktir en bæði unglingaráð og kvennaráð voru reknar réttu megin við núllið. Ný stjórn tók til starfa og er hún að nokkrum hluta skipuð sömu einstaklingum og áður.  Hér á eftir er ársskýrsla ráðanna tveggja.

Aðalfundur FIMAK

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar verður haldinn mánudaginn 4.apríl.kl.20:30 í matsal Giljaskóla (gengið inn um aðalinngang skólans).Fundarefni: Skýrsla stjórnar, Afgreiðsla reikninga og fjárhagsáætlun, Kosning stjórnar, Formaður, stjórn, varamaður, Erindi foreldrafélags, Önnur mál.

Kolbrún Gígja í landsliðshópnum sem keppir í Serbíu

Guðríður Guðjónsdóttir og Ómar Örn Jónsson, þjálfarar U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik, hafa tilkynnt 16 manna landsliðshópinn sem heldur til Serbíu og tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins dagana 22.-25. apríl. Meðal þessara sextán leikmanna er Kolbrún Gígja Einarsdóttir leikmaður KA/Þórs.

Akureyri deildarmeistarar eftir sigur á HK

Akureyri tryggði sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með þriggja marka sigri á HK 29-32. Eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem hálfleiksstaðan var 11-21 slökuðu menn óheyrilega mikið á og hleyptu HK inn í leikinn aftur en HK náði að minnka muninn niður í eitt mark 27-28 áður en meistararnir spýttu í aftur og tryggðu sigurinn.

Leikur dagsins: HK og Akureyri í beinni á SportTV.is klukkan 18:30

Akureyrarliðið heldur í Kópavoginn í dag til að berjast við HK pilta. Þetta verður fjórða viðureign liðanna í vetur og þar af sú þriðja í Kópavogi. Akureyri vann fyrsta leik liðanna afar sannfærandi 29-41 í fyrstu umferð N1 deildarinnar.