Fréttir

KA - Þór: Gunnlaugur - strákarnir þurfa að fá stuðning

Í aðdraganda leiksins gegn Þór í kvöld var að sjálfsögðu haft samband við manninn í brúnni, Gunnlaug Jónsson. Hann býst við hörku leik og vonast til að sjá sem flesta. En Hvernig er staðan á leikmannahópnum?

Handboltastelpur úr KA/Þór í landsliðsúrtaki

Þrjár stelpur úr KA/Þór hafa verið valdar í landsliðsúrtak í U-15 ára landsliðið, það eru þær Arna Kristín Einarsdóttir, Birta Fönn Sveinsdóttir og Hulda Bryndís Tryggvadóttir. Liðið æfir í Mýrinni í Garðabæ dagana 18.-20. apríl undir stjórn Díönnu Guðjónsdóttur og Unnar Sigmarsdóttur.

Dan Howell samdi við KA

Bandaríkjamaðurinn Dan Howell, sem verið hefur á reynslu hjá KA síðustu vikur, gerði í dag samning við félagið sem gildir út komandi keppnistímabil.

Rekstrarhagnaður hjá KA

Knattspyrnufélag Akureyrar var rekið með 5 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins nú síðdegis. Hagnaður var af rekstri allra deilda félagsins nema handknattleiksdeildar, en þar var lítilsháttar tap. Þá var aðalstjórn félagsins rekin með hagnaði.

Guðmundur Óli: Við erum betri í fótbolta en þeir

Guðmundur Óli er löngu orðinn lykilmaður í liði KA og sló heimasíðan á þráðinn til hans og spurði hann útí leikinn gegn Þór

Akureyri: Heimaleikur og bikarafhending á fimmtudag kl. 19:30

Það verður heldur betur fjör í Íþróttahöllinni á fimmtudaginn þegar Akureyri Handboltafélag tekur á móti Aftureldingu úr Mosfellsbæ í næstsíðustu umferð N1 deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 sem er nokkru síðar en vanalega tíðkast. Ástæðan er sú að í reglum HSÍ er kveðið á um að allir leikir í tveim síðustu umferðum deildarinnar skuli fara fram samtímis. Í leikslok á fimmtudaginn verður síðan stór stund í sögu handboltans hér á Akureyri en þá verður liðinu afhentur bikarinn sem tilheyrir Deildarmeistaratitlinum. Við treystum því að hinir frábæru stuðningsmenn fjölmenni á leikinn og taki þátt í bikarafhendingunni enda eiga stuðningsmenn liðsins drjúgan þátt í titlinum.

KA - Þór: Hvað segir fólkið?

Upphitun fyrir leikinn gegn Þór hefst hér með formlegum hætti. Ég hitti á nokkra KA menn og einn Þórsara og leyfði þeim að spreyta sig á spádómshæfileikum sínum. KA menn eru bjartsýnir á sigur en að sjálfsögðu spáði Þórsarinn Jan Eric Jessen fótboltadómari sínum mönnum sigur.

Aðalfundur KA í kvöld

Aðalfundur KA fer fram í kvöld og hefst hann kl. 18. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.  Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna.

Leikur Þórs og KA færður til kl. 21.15 á fimmtudagskvöld

Knattspyrnudeildir KA og Þórs hafa ákveðið að færa leik félaganna í Lengjubikarnum í knattspyrnu karla aftur um 75 mínútur fimmtudagskvöldið 31. mars. Leikurinn átti að vera kl. 20.00 en nýr leiktími er 21.15.

KA er á Facebook!

Þar sem nær 80% íslendinga eru á Facebook, þá verður KA að vera þar líka. Inná Facebook síðu KA má finna allar þær fréttir sem hér er að finna og einnig koma þar inn myndir úr leikjum.  Allir KA menn eru hvattir til að like-a síðunna og fylgjast með. Einnig skora ég á fólk að skrifa athugasemdir og segja sína skoðun á þeim fréttum sem koma þar inn. Allir KA menn hafa skoðun en það er svo einkennilegt að fáir vilja koma þeim fram, fyrir þá sem eru feimnir er þess vegna hægt að like-a fréttir. Hægt er að fara á Facebook síðu KA með því að smella Hér