Fréttir

Þórður Arnar og Sigurjón Fannar framlengja

Í dag skrifuðu knattspyrnumennirnir Þórður Arnar Þórðarson og Sigurjón Fannar Sigurðsson undir nýja tveggja ára samninga við KA.

Vorönn félagsins lýkur

Síðustu tímar hjá laugardagshópum

Greifamót KA laugardaginn 30. apríl - æfingar allra flokka falla niður í Boganum

Þriðja og síðasta Greifamót KA í vetur verður haldið í Boganum nk. laugardag, 30. apríl, og af þeim sökum falla niður æfingar allra flokka í Boganum þann dag. Mótið stendur frá kl. 10 til ca. 15.

KA heimilið lokað um páskana

KA heimilið er lokað sem hér segir: 21. apríl Skírdagur 22. apríl Föstudagurinn langi 23. apríl Laugardagur 24. apríl Páskadagur 25. apríl Annar í páskum Æfingar hefjast þriðjudaginn 26. apríl samkvæt æfingatöflu. Gleðilega páska! - Framkvæmdastjóri KA

4. flokkur kvenna úr leik í 8 liða úrslitum

4. flokkur kvenna átti strembið verkefni fyrir höndum, bikarmeistarar Selfoss á Selfossi síðasta sunnudagskvöld.  Stelpurnar hafa verið á miklu skriði í vetur og framfarirnar hreint út sagt lygilegar. Á dögunum unnu þær 2. deildina og stefndu að sjálfsögðu á að fara alla leið í úrslitakeppninni. 

3. flokkur kvenna lauk keppni þennan veturinn um liðna helgi

Stelpurnar í 3. flokki kvenna spiluðu gegn deildarmeisturum HK í 8 liða úrslitum í Digranesi síðastliðinn laugardag.  Ljóst var fyrir leik að um erfiðan leik yrði að ræða. KA/Þór byrjaði leikinn vel og skiptust liðin á að skora. Eftir tíu mínútna leik meiðist Kolbrún Gígja og við það riðlaðist leikur KA/Þórs nokkuð og HK gekk á lagið. Sjálfstraustið fór úr leik KA/Þórs og HK var allt í einu komið með 8 marka forskot. Síðustu tíu mínúturnar í hálfleiknum voru þó virkilega góðar, sérstaklega varnarlega en HK skoraði einungis eitt mark á þeim kafla. 

3. flokkur karla: Fyrsti leikur í 8 liða úrslitakeppni

Þriðjudaginn 19. apríl hefst úrslitakeppnin hjá 3. flokki karla í handbolta. KA strákarnir taka á móti liði Fram í fyrsta leik keppninnar í KA heimilinu kl. 16:00  Það má búast við hörkuleik þar sem KA endaði í 3. sæti í deildinni með 30 stig en Fram var í 6. sæti með 27 stig. Við hvetjum fólk til að mæta í KA heimilið og og styðja strákana í baráttunni til að komast í úrslitaleikinn. Áfram KA

Fyrrverandi KA-maður á reynslu

Hinn ungi og efnilegi Davíð Örn Atlason er þessa dagana á reynslu hjá KA frá Víkingi. Davíð er ekki öllum KA-mönnum ókunnugur en hann æfði með KA í yngri flokkum og er sonur Atla Hilmarssonar fyrverandi þjálfara KA í handbolta og núverandi þjálfara Akureyrar.

Mynd vikunnar

Nú er komið að mynd vikunnar. Lítið hefur verið um það að fólk sendi einhverjar skemmtilegar myndir til okkar hér á síðunni og vil ég minna fólk á sem vill láta góðar og skemmtilegar myndir lýta dagsins ljós hér á síðunni að senda póst.