Fréttir

Myndaveisla: Jólasveinar mættu á æfingar

Í morgun var síðasta æfingin hjá yngri flokkum fyrir jólafrí og að því tilefni létu jólasveinar sjá sig í Boganum og spiluðu fótbolta með krökkunum sem skemmtu sér frábærlega. Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari KA mætti á svæðið og tók nóg af myndum.

Jólasveinar hafa boðað komu sína á æfingu á morgun

Heyrst hefur að hressir jólasveinar ætli að mæta á æfingu hjá yngri flokkunum í Boganum á morgun en þetta er síðasta æfingin fyrir jólafrí. Um síðustu jól mættu jólasveinar líka á æfinguna og tóku meira að segja þátt í æfingum og spili með krökkunum sem þótti nú ekki mikið til fótboltahæfileika þeirra gömlu koma.

Nú er að koma jólafrí í handboltanum

Byrjendaflokkarnir 7. og 8. flokkur  karla og kvenna eru frá og með deginum í dag komin í jólafrí. Æfingar hefjast þegar skóli hefst á nýju ári, stelpurnar byrja miðvikudaginn 5. janúar og strákarnir föstudaginn 7. janúar. Aðrir flokkar æfa eftir sérstöku æfingaplani sinna þjálfara. Unglingaráð handknattleiksdeildar KA og þjálfarar óska iðkendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla.

Umfjöllun: KA - Dalvík

KA tók á móti Dalvík í æfingaleik í Boganum í gær en þetta var síðasti leikur liðsins á þessu ári. Skemmst er frá því að segja að KA vann tiltölulega auðveldan 5-0 sigur.

Úrslit ráðin

Úrslit eru ráðin í fyrstu getraunakeppni KA-Getrauna á þessu tímabili. Gylfi Hans Gylfason varð hlutskarpastur að þessu sinni og hlýtur hann vegleg verðlaun í boði fyrirtækja á svæðinu fyrir vikið.

Mikil aðsókn í knattspyrnuskóla Arsenal

Mikil aðsókn hefur verið í knattspyrnuskóla Arsenal sem haldinn verður á KA-svæðinu næsta sumar, dagana 13.-17. júní. Sala á miðum hófst 4. desember sl. og hafa biðraðir myndast við KA-heimilið og rjúka miðarnir út, en takmarkaður fjöldi krakka kemst að í skólanum.

Þrír uppaldir leikmenn skrifa undir

Þeir Jón Heiðar Magnússon, Ívar Guðlaugur Ívarsson og Víkingur Hauksson skrifuðu allir undir tveggja ára samning við KA í dag. Allir þessir leikmenn eru örfættir og munum við sjá þá leika listir sínar á vinstri kantinum í vetur og næsta sumar.

Jólaæfing handknattleiksdeildar - myndir

Það var svo sannarlega fjör á hinni árlegu jólaæfingu hjá unglingaráði handknattleiksdeildarinnar. Æfingin var síðastliðinn laugardag og að venju var farið í margskonar leiki og að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið og sýndu listir sínar auk þess að koma færandi hendi. Sævar Geir Sigurjónsson smellti af slatta af myndum sem við getum skoðað hér að neðan.

Knattspyrnudeild leitar að tveimur íbúðum

Knattspyrnudeild er að leita að tveimur íbúðum. 2-3 herbergja og 3-4 herbergja á brekkunni sem næst KA-heimilinu. Upplýsingar gefur Gunnar N. í bjorgun@isl.is eða í 461-2287 eftir kl. 19.

Helga kjörin júdókona Íslands árið 2010

Nú um helgina var tilkynnt val á júdókonu og júdómanni Íslands árið 2010.