07.11.2010
Í gær, þann 6. nóvember, var nýja heilsuræktin í KA - heimilinu opnuð formlega. Um er að ræða aðstöðu með
glæsilegum heitum potti, gufubaði og ísbaði. Ákveðið var að nefna heilsuræktina eftir stuðningsmanni KA nr. 1 Níelsi Halldórssyni
heitnum.
07.11.2010
3. flokkur kvenna spilaði sinn 2. leik á Íslandsmótinu nú í dag. Um síðustu helgi töpuðu þær illa gegn Fylki og voru
þær staðráðnar að sýna sitt rétta andlit í dag.
Leikurinn byrjaði heldur illa, Fram náði fljótt fjögurra marka forustu og um miðjan síðari hálfleik var staðan 3-7 fyrir Fram. Þá var
eins og það hefði kviknað á stelpunum, vörnin varð gríðarlega sterk, mikil stemming kom í liðið og Kolbrún Helga í miklu
stuði fyrir aftan. Sóknarlega voru þær þó ekki að gera neinar rósir en með gríðarlega sterkri vörn og markvörslu
náðu þær að vinna sig inn í leikinn aftur og skoraði Fram einungis eitt mark á 15 mínútum. Staðan í hálfleik 7-9 fyrir
Fram.
06.11.2010
Stórt blakmót er haldið í KA heimilinu þessa helgina. Gert er ráð fyrir því að um 250 þátttakendur séu á
svæðinu, allstaðar að á landinu. Hér fylgir með mynd sem sýnir umfang mótsins en hún var tekin fyrr í dag.
06.11.2010
Vaskar KA konur sátu í KA heimilinu á fimmtudagskvöld og settu gíróseðla í umslög sem síðan verða sendir á alla
félagsmenn. Við hvetjum alla félagsmenn að bregðast vel við og greiða sem fyrst enda um gríðarlega mikilvæga fjáröflun fyrir
félagið að ræða. Ef þú ert ekki félagsmaður er auðvelt að gerast slíkur, en það getur þú gert rafrænt
með því að smella hér.
05.11.2010
Við minnum alla KA menn á það að kaffi og kleinur eru í boði í KA - heimilinu alla föstudagsmorgna frá hálf 10. Um að gera að
líta við upp í KA - heimili, gæða sér á kleinum og ræða málin!
03.11.2010
Það verður enginn smáleikur í kvennaboltanum á föstudaginn þegar KA/Þór tekur á móti stórliði Stjörnunnar
í Eimskipsbikar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:15 í KA heimilinu og ástæða til að hvetja alla til að koma og standa með stelpunum gegn einu
öflugasta liði landsins þessa stundina.
03.11.2010
Núna um helgina hafa Fannar Hafsteinsson, Ólafur Aron Pétursson og Stefán Hafsteinsson verið boðaðir á úrtaksæfingar. Helgina 23.-24.
október fóru Ævar Ingi Jóhannesson og Lára Einarsdóttir einnig á úrtaksæfingar.
03.11.2010
Óskar Þór Halldórsson, fréttamaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og mun hann hefja störf eftir
áramót. Óskar Þór kemur til með að starfa fyrir bæði stjórn knattspyrnudeildar og yngriflokkaráð í knattspyrnu og mun
því koma að málum knattspyrnunnar í KA frá 8. flokki og upp í meistaraflokk karla. Þá mun hann hafa yfirumsjón með N1-móti
KA í knattspyrnu.
03.11.2010
Ný heilsurækt okkar KA manna verður opnuð með formlegum hætti n.k. laugardag. Var ákveðið að búa til smá stemmingu í kringum
þetta og verður öllum félagsmönnum af þessu tilefni boðið í mjólkurgraut, slátur og blöðmör frá kl 11:30 á
laugardaginn. Það er gamall siður að hafa graut í hádeginu á laugardögum og þótti þetta við hæfi. Heilsuræktinni
verður síðan gefið nafn og verður skjöldur með nafni hennar afhjúpaður. Eftir athöfnina verður svo öllum boðið upp á kaffi,
safa og kex. Nú er um að gera fyrir alla KA menn að líta við upp í KA, fá sér graut, ræða málin og þétta raðirnar.
Áfram KA!
03.11.2010
Blakdeild KA býður 4. og 5. flokki á Íslandsmót BLÍ í blaki. Spiluð verða 3-5. stig í báðum flokkum. Nánari
upplýsingar á: krakkablak.bli.is