12.12.2010
Í gærdag léku KA-menn gegn lærisveinum Lárusar Orra Sigurðssonar í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar. Leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra
gulklæddu.
10.12.2010
Á laugardaginn kl 13.00 í Boganum þá fer fram æfingaleikur milli okkar og KF.
09.12.2010
Næstkomandi laugardag verður árleg jólaæfing hjá 7. og 8. flokki (1.-4. bekkur) bæði strákum og stelpum. Farið verður í leiki og
jólasveinar koma í heimsókn með glaðning í poka. Æfingin hefst kl. 9:30 og vonumst við til að sjá sem flesta úr þessum
árgöngum. Foreldrum og yngri systkinum er velkomið að koma og vera með.
Þjálfarar og Unglingaráð handknattleiksdeildar.
09.12.2010
Það verður líf og fjör í KA heimilinum um helgina en þá verða spilaðir 5 leikir í unglingaflokkum karla og kvenna. Við
hvetjum fólk til að koma og styðja við bakið á ungu handboltafólki á Akureyri.
Föstudagur kl. 20:00 3. flokkur karla 2 deild: KA-HK
Laugardagur kl. 14:00 4. flokkur karla 1 deild: KA-Selfoss
Laugardagur kl. 15:15 4. flokkur kvenna 2 deild A: KA/Þór-Stjarnan
Laugardagur kl. 16:30 4. flokkur kvenna 2 deild B: KA/Þór-Stjarnan
Sunnudagur kl. 15:00 3. flokkur kvenna 1 deild: KA/Þór-HK
08.12.2010
Á dögunum hittust strákar úr 6. flokki hjá KA, Þór og Völsungi í Íþróttahöllinni. Liðin léku nokkra
æfingaleiki, KA var með eitt lið af eldra ári og tvö af yngra ári. Þetta var hin ágætasta skemmtun fyrir strákana og allt gekk vel fyrir
sig. Að loknum leikjum fengu allir smá hressingu áður en Völsungar sneru heim á ný.
08.12.2010
Ingvar Már Gíslason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. karla í knattspyrnu. Samningur KA við Ingvar er til eins
árs. Ingvar sem er 34 ára hefur á undanförnum árið leikið með Magna Grenivík og Dalvík/Reyni ásmat því sem
hann hefur þjálfað hjá KA.
07.12.2010
Aksentije Milisic, Jóhann Örn Sigurjónsson og Stefán Hafsteinson voru
allir boðaðir aftur á úrtaksæfingar næstu helgi fyri drengi fædda 1993.
05.12.2010
4. flokkur kvenna spilaði á laugardeginum gegn toppliði 1. deildar í bikarkeppninni. KA/Þór spilar í 2. deild og hafa
sýnt það í fyrstu leikjum vetrarins að þær eru til alls líklegar. Fylkir trónir á toppi 1. deildar taplausar og því
ljóst að um verðugan andstæðing var að ræða.
KA/Þór byrjaði leikinn af miklum krafti og náði fljótt yfirhöndinni. Fylkisstelpum virtist hálf brugðið og
KA/Þór virtist ætla að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá var eins og þeim brygðist kjarkurinn og Fylkisstelpur gengu á
lagið. Síðustu mínúturnar í seinni hálfleik voru algjörlega í eigu Fylkis og fóru verðskuldað inn í hálfleikinn
með tveggja marka forustu.
04.12.2010
Biðröðin sem myndaðist í KA-heimilinu í morgun þegar sala hófst í knattspyrnuskóla Arsenal gefur til kynna að mikill áhugi
sé á að taka þátt í skólanum dagana 13.-17. júní næsta sumar. Salan hófst klukkan 10 í morgun og lauk klukkan
13 og á þeim tíma seldist drjúgur hluti lausra aðgangskorta í skólann. En þeir sem ekki gátu keypt aðgang að
Arsenalskólanum í morgun hafa enga ástæðu til að fara í jólaköttinn því áfram verður selt í skólann
í næstu viku.
01.12.2010
Sala í Arsenalskólann sem fer fram í sumar hefst á laugardag. Eins og greint var frá í síðustu viku mun skólinn fara fram 13.-17.
júní 2011 á KA-svæðinu en skólinn á síðasta ári þóttist takast frábærlega og er stefnan sett á að
endurtaka leikinn.