Fréttir

KA annáll 2010

Hér fer á eftir annáll sem Tryggvi Gunnarsson, varaformaður KA flutti á KA-deginum þann 16. janúar þar sem jafnframt var fagnað 83. afmæli félagsins.

Ferðasaga 6. flokks kvenna yngra árs - myndir

Síðastliðinn föstudag, þann 14. janúar héldum við til Reykjavíkur. Við hittumst uppi í KA heimili, horfðum saman á landsleikinn og lögðum síðan af stað. Við keyrðum með tveimur strákaliðum þannig að það var vægast sagt mikið fjör á leiðinni. Það var síðan stoppað í Staðarskála til þess að borða og þar fengum við hollan og góðan mat, sem að stelpunum fannst þó misgóður. Ferðinni var síðan haldið áfram og við vorum komin á gististaðinn okkar, Ársel, rétt fyrir miðnætti. Þegar þangað var komið fóru stelpurnar að taka sig til fyrir svefninn, enda langur og erfiður dagur framundan.

Góður sigur hjá 3. kvk

Sama dag og haldið var upp á 83. ára afmæli KA með glæsibrag tók 3. flokkur kvenna í KA/Þór á móti ÍR stúlkum. 

Fjölmenni á KA-deginum í dag - 83. ára afmælinu fagnað

Það var heldur betur fjölmennt í KA-heimilinu í dag á árlegum KA-degi, sem haldinn er sem næst afmælisdegi félagsins, en það fagnar nú 83ja ára afmæli. Talið er að 200 manns hafi komið í KA-heimilið í tilefni dagsins.

Birna Baldursdóttir íþróttamaður KA

Birna Baldursdóttir var í dag kjörinn Íþróttamaður KA 2010. Birna hefur verið einn af máttarstólpum í liði meistaraflokks KA undanfarin ár og hefur einnig verið valin í landslið Íslands, bæði í hefðbundu blaki og strandblaki. Hún var valin leikmaður ársins hjá Blaksambandi Íslands árið 2010. Einnig hefur þessi ótúlega íþróttakona verið í landsliði Íslands í íshokkí undanfarin ár. Heimasíðan óskar Birnu til hamingju með titilinn!

Enn einn sigur hjá Helgu Hansdóttur.

Nú um helgina standa yfir Reyjavíkurleikarnir eða RIG international.  Þar er keppt í ýmsum íþróttagreinum, meðal annars júdó.  Júdókeppnin fór fram í dag og þar sigraði Helga Hansdóttir í sínum flokki með miklum yfirburðum.  Og ekki nóg með það því að í mótslok var hún valin júdókona mótsins.  Þetta er enn einn sigurinn og viðurkenningin sem Helga vinnur til, en óhætt er að segja að sigurganga hennar síðustu árin sé óvenju glæsileg.

KA með öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabænum

KA gerði góða ferð í höfuðborgina um helgina.  KA lagði Þróttara í gær og tók svo lið Stjörnunnar í kennslustund í dag.  Stjarnan átti aldrei möguleika í leiknum og munaði mestu um að sterkustu leikmenn liðsins náðu sér engan veginn á strik.

KA lagði Þróttara í daprasta leik vetrarins

KA lagði lið Þróttara í vægast sagt slökum leik á föstudaginn.  Leikmenn KA, utan Jóhanns Eiríkssonar, náðu sér engan veginn á strik og verða að girða sig í brók fyrir leikinn á morgun.

Getraunastarf hefst á ný

KA-getraunir hefja störf um helgina eftir langt jólafrí. Önnur keppni starfsársins hefst og verður spilað næstu fimm helgar.

Soccerade: KA 2 leikur gegn KF

Á laugardaginn mun KA 2 spila gegn KF (KS/Leiftur) kl. 14.15 í Boganum.