08.01.2011
Meistaflokkur karla í blaki átti góðan leik í dag gegn Fylki og vann nokkuð auðveldan 3-0 sigur.
Okkar menn unnu fyrstu hrinuna 25-17, þá næstu 25-21 og þriðju hrinuna 25-22. Marek Bernat, þjálfari liðsins gat leyft sér að nota yngri
leikmenn liðsins mikið í leiknum sem kom þó ekki niðri á árangri liðsins. Piotr Kempisty var stigahæstur í liði KA með 19 stig
og Davíð Búi Halldórsson var með 14 stig. Í liði Fylkis var Ivo Simeonov með 11 stig og nafni hans Bartkevics með 10 stig. Við höldum
því liðið heldur því toppsætinu áfram með 16 stig og HK komst upp fyrir Stjörnuna í 2. sætið með 15 stig.
07.01.2011
Á laugardaginn koma Húsvíkingar og spila við okkur í Boganum kl. 14.15. Völsungur eru
núverandi Soccerademeistarar eftir að hafa lagt okkur að velli í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum seinasta vetur.
Á sunnudaginn tekur KA 2 á móti Dalvík/Reyni kl. 16.15 í Boganum.
07.01.2011
Íþróttamaður KA er ávallt kjörinn í kringum afmæli félagsins, sem er einmitt á morgun, þann 8. janúar. Hinsvegar verður
kjörið og afmælisveislan ekki fyrren viku seinna, sunnudaginn 16. janúar. Dagskráin verður auglýst síðar. Hér eru tilnefningarnar en alls eru
4 íþróttamenn, 1 frá hverri deild, tilnefndir.
07.01.2011
KA/Þór mætir FH í tveim leikjum í 3. flokki kvenna um helgina. Á laugardaginn klukkan 12:30 eigast liðin við í bikarkeppninni og fer sá
leikur fram í Íþróttahöllinni.
Á sunnudaginn mætast liðin svo aftur en sá leikur er liður í Íslandsmótinu og fer sá leikur fram klukkan 11:00 og verður hann í
KA-heimilinu.
07.01.2011
Á morgun, laugardag var fyrirhugaður leikur KA/Þór gegn Fylki í 2. deild meistaraflokks kvenna. Nú hefur Fylkir tilkynnt að félagið hyggist ekki
mæta í leikinn og er KA/Þór því dæmdur 10-0 sigur í leiknum. Þetta mun vera í fjórða skipti í vetur sem lið
mætir ekki hingað norður til leiks samkvæmt mótaskrá í þessari deild og er háttarlag og framkoma þessara liða gjörsamlega
ólíðandi.
07.01.2011
Tilkynning frá handknattleiksdeild.
Vegna óveðurs og ófærðar í bænum falla allar æfingar niður hjá yngri flokkum í handbolta í dag, föstudaginn 7.
janúar.
Unglingaráð handknattleiksdeildar.
06.01.2011
Á laugardaginn hefst
undirbúningstímabilið fyrir einhverri alvöru hjá meistaraflokki félagsins þegar að Soccerademótið byrjar. Heimasíðan
ákvað þess vegna að heyra í Gunnlaugi þjálfara liðsins og hvað hann hafði að segja um liðið á þessum
tímapunkti.
05.01.2011
Fjórir piltar fara suður á úrtaksæfingar um helgina og fjórar stúlkur fara á úrtaksæfingar í Boganum miðvikudaginn 12.
janúar.
04.01.2011
Gleðilegt nýtt ár kæru KA félagar og takk fyrir árið sem var að líða. Í upphafi nýs árs er gjarnan staldrað
við og litið til baka. Þegar ég lít til baka og horfi á starfið í deildunum hjá okkur fyllist ég stolti. Metnaðarfullt starf er
unnið í öllum deildum, fjöldi barna og unglinga leggja stund á íþróttir hjá okkur, eina eða fleiri. Mælikvarðinn er ekki einungis
hve margir titlar vinnast hjá hverri deild á ári hverju heldur ekki síður sá fjöldi sem stundar íþróttir í hverri deild. Að
hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo þeim sé það mögulegt er ekki bara einhver besta
uppeldisaðferð sem til er heldur hefur það einnig mikið forvarnargildi. Þá má ekki gera lítið úr félagslega þættinum.
Margir eignast sína bestu vini í gegnum íþróttaiðkun og það að stunda íþróttir í hóp eða að æfa sem
einstaklingur með öðrum er bæði þroskandi og gefandi.