Fréttir

Stjórnafundur í kvöld - Plokkfiskur í boði í KA - Heimilinu

Aðalstjórn KA boðaði allar stjórnir og ráð innan KA á umræðufund um málefni félagsins fyrr í kvöld. Þar gerðu formenn deilda grein fyrir störfum deildanna. Einnig voru almennar umræður um málefni félagsins og var m.a. rætt um fyrirhugaða Dalsbraut og áhrif hennar á svæði félagsins. Ljósmyndari síðunnar, Sævar Sigurjónsson, var að sjálfsögðu á svæðinu og smellti nokkrum myndum af. Þær má sjá með að smella hér.

Orri og Haukur búnir að framlengja um 2 ár

Orri Gústafsson og Haukur Hinriksson skrifuðu á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við KA. Báðir eru þeir fæddir 1990 og stigu upp úr öðrum flokknum fyrir síðasta tímabil.

KA-krakkar á úrtaksæfingum

Lára Einarsdóttir fór á U17 ára úrtak um síðustu helgi. Um næstu helgi fara Ævar Ingi Jóhannesson á U17 ára úrtak og Stefán Hafsteinsson á U19 ára úrtak.

Góð helgi hjá A liði 4. flokks kvenna

Stelpurnar í 4. flokk kvenna áttu þrjá leiki yfir höfði sér þegar keyrt var til Reykjavíkur á föstudaginn. Einn um kvöldið og tvo á laugardeginum. B liðið fór ekki með að þessu sinni sökum manneklu en þeir leikir verða spilaðir eftir áramót. 

Umfjöllun: Sigur í fyrsta leik, KA - Völsungur

Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram seint í kvöld í Boganum. Andstæðingarnir voru Húsvíkingar sem létu gríðarlega snjókomu og alvöru íslenskt vetrarveður ekki aftra sér frá því að taka bíltúr hingað og leika fótbolta við góðar aðstæður.

Samstarf KA og Þór um Akureyri Handboltafélag til næstu tíu ára

Áður en leikur Akureyrar og Selfoss hófst í gærkvöld innsigluðu formenn KA og Þór nýjan samning um rekstur á Akureyri Handboltafélagi. Upphaflegi samningurinn var til fimm ára og nú er félagið einmitt á sínu fimmta starfsári. Nýi samningurinn sem kynntur var í gær gildir til næstu tíu ára og nær til meistaraflokks karla og 2. flokks karla.

Bikarslagur á mánudaginn: Akureyri - Afturelding

Það er líf og fjör í handboltanum á Akureyri þessa dagana, góður sigur á Selfyssingum í gær og strax á mánudaginn er heimaleikur í Eimskipsbikarnum gegn liði Aftureldingar úr Mosfellsbænum. Liðin mættust hér í Höllinni í byrjun október og lyktaði leiknum með fimm marka sigri Akureyrar 28-23. Það er hins vegar á hreinu að þau úrslit gera ekkert annað en efla Mosfellinga til dáða og þeir hafa svo sannarlega sýnt það í leikum deildarinnar að ekkert lið getur bókað sigur gegn þeim.

Undirbúningstímabilið farið í gang

Fyrsti æfingaleikur KA-manna í undirbúningnum fyrir næsta sumar fer fram í Boganum í kvöld þegar Völsungar koma í heimsókn.

Kyu-mótið um helgina fellur niður vegna veðurs.

Kyu-mót JSÍ sem halda átti á Akureyri nú um helgina hefur verið frestað vegna veðurs.  Mótið verður haldið við fyrsta tækifæri og að sjálfsögðu hér á Akureyri.

Getraunastarf KA hefst á ný!

KA - getraunir hefja starfsemi næstkomandi föstudag kl. 20 í KA - heimilinu og verður getraunaþjónustan opin alla föstudaga í vetur kl. 20 - 22.